Forsvarsmenn Samsung ætla að grípa til varna Magnús Halldórsson skrifar 27. ágúst 2012 14:07 Forsvarsmenn tæknirisans Samsung ætla að grípa til varna og gera „allt sem hægt er til þess að verja fyrirtækið", að því er segir í minnisblaði sem stjórn Samsung sendi starfsmönnum fyrirtækisins fyrr í dag. Eins og greint hefur verið frá var Samsung dæmt af bandarískum dómstóli til þess að greiða einn milljarð dala í sekt, jafnvirði um 120 milljarða króna, fyrir að hafa nýtt sér höfundarréttarvarinn hugbúnað í Galaxy síma, sem Apple nýtir í iphone síma sína. Niðurstöðunni verður áfrýjað, og segjast forsvarsmenn Samsung fullvissir um að markaðurinn og viðskiptavinir muni standa með fyrirtækinu „líkt og hingað til". Samkeppnin á snjallsímamarkaði í heiminum er gríðarlega hörð, þá helst á milli Apple og Samsung. Vöxturinn í sölu hefur verið ævintýri líkastur, en sem dæmi um hvernig salan á símtækjum fyrirtækjanna hefur verið, má nefna að Samsung seldi meira en 40 milljónir Galaxy síma á fyrsta ársfjórðungi ársins 2012, sem þýðir um 480 þúsund síma á hverjum degi. Sjá má umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC hér, um minnisblað stjórnar Samsung, hér. Mest lesið Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forsvarsmenn tæknirisans Samsung ætla að grípa til varna og gera „allt sem hægt er til þess að verja fyrirtækið", að því er segir í minnisblaði sem stjórn Samsung sendi starfsmönnum fyrirtækisins fyrr í dag. Eins og greint hefur verið frá var Samsung dæmt af bandarískum dómstóli til þess að greiða einn milljarð dala í sekt, jafnvirði um 120 milljarða króna, fyrir að hafa nýtt sér höfundarréttarvarinn hugbúnað í Galaxy síma, sem Apple nýtir í iphone síma sína. Niðurstöðunni verður áfrýjað, og segjast forsvarsmenn Samsung fullvissir um að markaðurinn og viðskiptavinir muni standa með fyrirtækinu „líkt og hingað til". Samkeppnin á snjallsímamarkaði í heiminum er gríðarlega hörð, þá helst á milli Apple og Samsung. Vöxturinn í sölu hefur verið ævintýri líkastur, en sem dæmi um hvernig salan á símtækjum fyrirtækjanna hefur verið, má nefna að Samsung seldi meira en 40 milljónir Galaxy síma á fyrsta ársfjórðungi ársins 2012, sem þýðir um 480 þúsund síma á hverjum degi. Sjá má umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC hér, um minnisblað stjórnar Samsung, hér.
Mest lesið Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira