Færeyingar ætla sér umskipunarhöfnina Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2012 12:15 Frá Þórshöfn í Færeyjum. Færeyskir ráðamenn vinna nú ötullega að því að gera Færeyjar að umskipunarhöfn vegna siglinga um Norðurpólinn og er búist við að málið verði rætt við kínverska sendiherrann í Danmörku, sem nú er í heimsókn í Færeyjum. Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Johannesen, fjallaði sérstaklega um málið í ræðu á Ólafsvökunni, þjóðhátíð Færeyinga, í síðasta mánuði, og kom þar fram að hann sér fram á mikil tækifæri fyrir Færeyjar þegar siglingaleiðin opnast yfir Norðurpólinn. Þar sagði hann að Færeyingar yrðu að fara að búa sig undir auknar siglingar um Norðurhöf og kanna hvernig þeir gætu hagnast sem mest á þeim. Fram kom að stjórnvöld í Færeyjum væru þegar farin að vinna að þessu máli með því að greina ýmsa þætti, eins og að meta hvert umfang siglinganna gæti orðið. Fyrr í sumar hafði atvinnumálaráðherra Færeyja, Johan Dahl, einnig rætt þessa stefnumörkun opinberlega þegar hann lýsti því yfir að eyjarnar ættu að stefna að því að verða umskipunarhöfn vegna norðurslóðasiglinga. Færeysku ráðherrarnir láta ekki sitja við orðin tóm. Í júnímánuði tóku þeir málið upp í viðræðum við kínverska sendinefnd sem heimsótti Færeyjar. Áhuginn virðist vera gagnkvæmur því nú er sendiherra Kína í Danmörku staddur í fjögurra daga opinberri heimsókn í Færeyjum og má telja líklegt að þessi mál beri þar á góma. Mest lesið Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Færeyskir ráðamenn vinna nú ötullega að því að gera Færeyjar að umskipunarhöfn vegna siglinga um Norðurpólinn og er búist við að málið verði rætt við kínverska sendiherrann í Danmörku, sem nú er í heimsókn í Færeyjum. Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Johannesen, fjallaði sérstaklega um málið í ræðu á Ólafsvökunni, þjóðhátíð Færeyinga, í síðasta mánuði, og kom þar fram að hann sér fram á mikil tækifæri fyrir Færeyjar þegar siglingaleiðin opnast yfir Norðurpólinn. Þar sagði hann að Færeyingar yrðu að fara að búa sig undir auknar siglingar um Norðurhöf og kanna hvernig þeir gætu hagnast sem mest á þeim. Fram kom að stjórnvöld í Færeyjum væru þegar farin að vinna að þessu máli með því að greina ýmsa þætti, eins og að meta hvert umfang siglinganna gæti orðið. Fyrr í sumar hafði atvinnumálaráðherra Færeyja, Johan Dahl, einnig rætt þessa stefnumörkun opinberlega þegar hann lýsti því yfir að eyjarnar ættu að stefna að því að verða umskipunarhöfn vegna norðurslóðasiglinga. Færeysku ráðherrarnir láta ekki sitja við orðin tóm. Í júnímánuði tóku þeir málið upp í viðræðum við kínverska sendinefnd sem heimsótti Færeyjar. Áhuginn virðist vera gagnkvæmur því nú er sendiherra Kína í Danmörku staddur í fjögurra daga opinberri heimsókn í Færeyjum og má telja líklegt að þessi mál beri þar á góma.
Mest lesið Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira