Viðskipti erlent Hvalrekaskatti skellt á bresk orkufyrirtæki Breska ríkisstjórn hyggst leggja 25 prósent hvalrekaskatt á hagnað breskra olíu- og gasframleiðanda. Samhliða kynnti ríkisstjórnin fimmtán milljarða punda stuðningspakka fyrir bresk heimili vegna hækkandi orkuverðs. Viðskipti erlent 26.5.2022 22:39 Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. Viðskipti erlent 18.5.2022 20:01 Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 17.5.2022 17:40 Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. Viðskipti erlent 13.5.2022 10:11 Þýðingarvél Google stækkuð Þýðingarvél tæknirisans Google hefur nú verið stækkuð en 24 nýjum tungumálum hefur verið bætt við þjónustuna. Rúmlega 300 milljónir manna tala tungumálin sem um ræðir en um helmingur þeirra er frá Afríku. Viðskipti erlent 12.5.2022 07:25 Saka Facebook um að valda usla í Ástralíu til að hafa áhrif á löggjöf Á meðan ástralska þingið fjallaði í fyrra um nýtt lagafrumvarp sem myndi krefja tæknirisa á borð við Facebook og Google um að greiða fjölmiðlum fyrir notkun á efni þeirra lokaði Facebook fyrir aðgang að áströlskum fjölmiðlum og tók niður síður ástralskra spítala, stofnana og góðgerðarfélaga. Viðskipti erlent 6.5.2022 15:09 Musk verði forstjóri Twitter eftir kaupin Auðjöfurinn Elon Musk er sagður ætla að taka við sem forstjóri Twitter um tíma eftir að kaup hans á samfélagsmiðlafyrirtækinu ganga í gegn. Hann er fyrir forstjóri Tesla og stýrir þar að auki SpaceX og Boring Company. Viðskipti erlent 5.5.2022 19:28 Átta Íslendingar sagðir eiga eignir í Dúbaí Átta Íslendingar eiga fasteignir í Dúbaí ef marka má gögn sem lekið var til norska viðskiptamiðilsins E24. Að sögn miðilsins er þetta í fyrsta sinn sem greinargott yfirlit fæst yfir eigendur lúxusfasteigna, íbúða og skrifstofubygginga í furstadæminu sem hefur lengi verið þekkt sem leikvöllur ríka fólksins. Viðskipti erlent 5.5.2022 17:09 Olíufyrirtæki skila methagnaði í skugga verðhækkana Alþjóðlegir orkurisar hafa stórgrætt á umfangsmiklum hækkunum á mörkuðum fyrir gas og olíu að undanförnu og skiluðu mörg hver methagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Viðskipti erlent 5.5.2022 11:40 Musk íhugar að rukka vissa aðila fyrir notkun Twitter Auðkýfingurinn Elon Musk, sem vinnur nú að því að ganga frá kaupum sínum á Twitter, segir að samfélagsmiðilinn komi mögulega til með að rukka stjórnvöld og aðila sem noti Twitter í viðskiptalegum tilgangi „vægt“ gjald fyrir notkunina. Þó muni almennir notendur ávallt geta notað Twitter að endurgjaldslausu. Viðskipti erlent 4.5.2022 16:22 Fáránlega ríkur maður með takmarkaðan skilning á málfrelsi Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter hafa vakið mikil viðbrögð um allan heim. Milljarðamæringurinn segist ætla að efla tjáningarfrelsi á miðlinum og útrýma gervimennum. Sérfræðingar setja stórt spurningamerki við þær fyrirætlanir. Viðskipti erlent 26.4.2022 21:01 Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. Viðskipti erlent 25.4.2022 19:12 Elon Musk og stjórn Twitter nálgist samkomulag um sölu á samfélagsmiðlinum Twitter og Elon Musk nálgast nú samkomulag um að selja samfélagsmiðilinn til auðkýfingsins. Þetta hefur The New York Times eftir tveimur ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja stöðu mála. Viðskipti erlent 25.4.2022 08:44 Telja stjórn Twitter á milli steins og sleggju Stjórn samfélagsmiðla fyrirtækisins Twitter eru undir þrýstingi vegna kauptilboðs auðkýfingsins Elon Musk samkvæmt frétt Financial Times. Viðskipti erlent 22.4.2022 14:01 Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. Viðskipti erlent 22.4.2022 13:31 Ætla í hart gegn lykilorðadeilingu eftir að áskrifendum fækkaði fyrsta sinn í áratug Streymisveitan Netflix tapaði áskrifendum í fyrsta sinn í tíu ár á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Í kjölfar birtingar ársfjórðungsuppgjörsins lækkaði virði hlutabréfa félagsins um meira en fjórðung. Viðskipti erlent 20.4.2022 09:51 Musk getur ákveðið að gleypa eitruðu pilluna Fólk skiptist í fylkingar eftir afstöðu þess til áforma ríkasta manns heims um að kaupa Twitter. Stjórn fyrirtækisins reynir nú allt til að stöðva auðkýfinginn, Elon Musk. Viðskipti erlent 19.4.2022 23:01 Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. Viðskipti erlent 17.4.2022 11:45 Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. Viðskipti erlent 16.4.2022 11:47 Elon Musk vill taka yfir Twitter Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. Viðskipti erlent 14.4.2022 11:42 Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. Viðskipti erlent 11.4.2022 07:47 Bjarni búinn að óska eftir úttekt á útboðinu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því formlega að Ríkisendurskoðun geri úttekt á nýafstöðnu útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanska. Viðskipti erlent 7.4.2022 14:11 Mokgræddi með töfum á tilkynningu um Twitter-kaup Auðkýfingurinn Elon Musk virðist hafa mokgrætt á því að tefja það að senda inn tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. Viðskipti erlent 7.4.2022 10:29 Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. Viðskipti erlent 4.4.2022 11:30 Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða í Asíu í nótt. Þannig lækkaði Brent-hráolían um tæp fimm prósent og West Texas hráolíuvísitalan um tæp sex prósent. Viðskipti erlent 31.3.2022 07:07 Olíuverð lækkar vegna Covid-takmarkana í Sjanghæ Töluverðar lækkanir urðu á olíuverði á Asíumörkuðum við opnun þeirra í nótt og er lækkunin rakin til þeirrar ákvörðunar kínverskra stjórnvalda að setja útgöngubann í stórborginni Sjanghæ. Viðskipti erlent 28.3.2022 07:45 Skapari GIF-sins er fallinn frá Bandaríski tölvunarfræðingurinn Stephen Wilhite, sem þekktastur er fyrir að hafa fundið upp GIF-ið, er látinn, 74 ára að aldri. Hann lést af völdum COVID-19. Viðskipti erlent 25.3.2022 14:39 Tengja 91 milljarðs króna snekkju við Pútín Glæsisnekkja sem metin er á um 91 milljarð króna og liggur við bryggju á Ítalíu er í eigu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Það er samkvæmt bandamönnum Alexeis Navalní, pólitísks andstæðings Pútíns sem situr í fangelsi nærri Moskvu. Viðskipti erlent 22.3.2022 09:43 Facebook og Instagram lokað í Rússlandi vegna ofstækis Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. Viðskipti erlent 21.3.2022 14:24 OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Viðskipti erlent 17.3.2022 15:43 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 334 ›
Hvalrekaskatti skellt á bresk orkufyrirtæki Breska ríkisstjórn hyggst leggja 25 prósent hvalrekaskatt á hagnað breskra olíu- og gasframleiðanda. Samhliða kynnti ríkisstjórnin fimmtán milljarða punda stuðningspakka fyrir bresk heimili vegna hækkandi orkuverðs. Viðskipti erlent 26.5.2022 22:39
Ætla að láta Musk standa við gerðan samning Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum. Viðskipti erlent 18.5.2022 20:01
Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 17.5.2022 17:40
Musk segir Twitter-kaupin í bið Elon Musk, auðugasti maður heims, segir kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter vera í bið. Það sé á meðan verið sé að ganga úr skugga um hve margir falskir reikningar og ruslpóstsbottar séu í rauninni. Viðskipti erlent 13.5.2022 10:11
Þýðingarvél Google stækkuð Þýðingarvél tæknirisans Google hefur nú verið stækkuð en 24 nýjum tungumálum hefur verið bætt við þjónustuna. Rúmlega 300 milljónir manna tala tungumálin sem um ræðir en um helmingur þeirra er frá Afríku. Viðskipti erlent 12.5.2022 07:25
Saka Facebook um að valda usla í Ástralíu til að hafa áhrif á löggjöf Á meðan ástralska þingið fjallaði í fyrra um nýtt lagafrumvarp sem myndi krefja tæknirisa á borð við Facebook og Google um að greiða fjölmiðlum fyrir notkun á efni þeirra lokaði Facebook fyrir aðgang að áströlskum fjölmiðlum og tók niður síður ástralskra spítala, stofnana og góðgerðarfélaga. Viðskipti erlent 6.5.2022 15:09
Musk verði forstjóri Twitter eftir kaupin Auðjöfurinn Elon Musk er sagður ætla að taka við sem forstjóri Twitter um tíma eftir að kaup hans á samfélagsmiðlafyrirtækinu ganga í gegn. Hann er fyrir forstjóri Tesla og stýrir þar að auki SpaceX og Boring Company. Viðskipti erlent 5.5.2022 19:28
Átta Íslendingar sagðir eiga eignir í Dúbaí Átta Íslendingar eiga fasteignir í Dúbaí ef marka má gögn sem lekið var til norska viðskiptamiðilsins E24. Að sögn miðilsins er þetta í fyrsta sinn sem greinargott yfirlit fæst yfir eigendur lúxusfasteigna, íbúða og skrifstofubygginga í furstadæminu sem hefur lengi verið þekkt sem leikvöllur ríka fólksins. Viðskipti erlent 5.5.2022 17:09
Olíufyrirtæki skila methagnaði í skugga verðhækkana Alþjóðlegir orkurisar hafa stórgrætt á umfangsmiklum hækkunum á mörkuðum fyrir gas og olíu að undanförnu og skiluðu mörg hver methagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Viðskipti erlent 5.5.2022 11:40
Musk íhugar að rukka vissa aðila fyrir notkun Twitter Auðkýfingurinn Elon Musk, sem vinnur nú að því að ganga frá kaupum sínum á Twitter, segir að samfélagsmiðilinn komi mögulega til með að rukka stjórnvöld og aðila sem noti Twitter í viðskiptalegum tilgangi „vægt“ gjald fyrir notkunina. Þó muni almennir notendur ávallt geta notað Twitter að endurgjaldslausu. Viðskipti erlent 4.5.2022 16:22
Fáránlega ríkur maður með takmarkaðan skilning á málfrelsi Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter hafa vakið mikil viðbrögð um allan heim. Milljarðamæringurinn segist ætla að efla tjáningarfrelsi á miðlinum og útrýma gervimennum. Sérfræðingar setja stórt spurningamerki við þær fyrirætlanir. Viðskipti erlent 26.4.2022 21:01
Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. Viðskipti erlent 25.4.2022 19:12
Elon Musk og stjórn Twitter nálgist samkomulag um sölu á samfélagsmiðlinum Twitter og Elon Musk nálgast nú samkomulag um að selja samfélagsmiðilinn til auðkýfingsins. Þetta hefur The New York Times eftir tveimur ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja stöðu mála. Viðskipti erlent 25.4.2022 08:44
Telja stjórn Twitter á milli steins og sleggju Stjórn samfélagsmiðla fyrirtækisins Twitter eru undir þrýstingi vegna kauptilboðs auðkýfingsins Elon Musk samkvæmt frétt Financial Times. Viðskipti erlent 22.4.2022 14:01
Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. Viðskipti erlent 22.4.2022 13:31
Ætla í hart gegn lykilorðadeilingu eftir að áskrifendum fækkaði fyrsta sinn í áratug Streymisveitan Netflix tapaði áskrifendum í fyrsta sinn í tíu ár á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Í kjölfar birtingar ársfjórðungsuppgjörsins lækkaði virði hlutabréfa félagsins um meira en fjórðung. Viðskipti erlent 20.4.2022 09:51
Musk getur ákveðið að gleypa eitruðu pilluna Fólk skiptist í fylkingar eftir afstöðu þess til áforma ríkasta manns heims um að kaupa Twitter. Stjórn fyrirtækisins reynir nú allt til að stöðva auðkýfinginn, Elon Musk. Viðskipti erlent 19.4.2022 23:01
Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. Viðskipti erlent 17.4.2022 11:45
Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. Viðskipti erlent 16.4.2022 11:47
Elon Musk vill taka yfir Twitter Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. Viðskipti erlent 14.4.2022 11:42
Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. Viðskipti erlent 11.4.2022 07:47
Bjarni búinn að óska eftir úttekt á útboðinu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því formlega að Ríkisendurskoðun geri úttekt á nýafstöðnu útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanska. Viðskipti erlent 7.4.2022 14:11
Mokgræddi með töfum á tilkynningu um Twitter-kaup Auðkýfingurinn Elon Musk virðist hafa mokgrætt á því að tefja það að senda inn tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. Viðskipti erlent 7.4.2022 10:29
Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. Viðskipti erlent 4.4.2022 11:30
Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða í Asíu í nótt. Þannig lækkaði Brent-hráolían um tæp fimm prósent og West Texas hráolíuvísitalan um tæp sex prósent. Viðskipti erlent 31.3.2022 07:07
Olíuverð lækkar vegna Covid-takmarkana í Sjanghæ Töluverðar lækkanir urðu á olíuverði á Asíumörkuðum við opnun þeirra í nótt og er lækkunin rakin til þeirrar ákvörðunar kínverskra stjórnvalda að setja útgöngubann í stórborginni Sjanghæ. Viðskipti erlent 28.3.2022 07:45
Skapari GIF-sins er fallinn frá Bandaríski tölvunarfræðingurinn Stephen Wilhite, sem þekktastur er fyrir að hafa fundið upp GIF-ið, er látinn, 74 ára að aldri. Hann lést af völdum COVID-19. Viðskipti erlent 25.3.2022 14:39
Tengja 91 milljarðs króna snekkju við Pútín Glæsisnekkja sem metin er á um 91 milljarð króna og liggur við bryggju á Ítalíu er í eigu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Það er samkvæmt bandamönnum Alexeis Navalní, pólitísks andstæðings Pútíns sem situr í fangelsi nærri Moskvu. Viðskipti erlent 22.3.2022 09:43
Facebook og Instagram lokað í Rússlandi vegna ofstækis Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. Viðskipti erlent 21.3.2022 14:24
OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu næsta árið vegna stríðsins Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Viðskipti erlent 17.3.2022 15:43