Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2023 17:47 Credit Suisse er annar stærsti banki Sviss. Hann er með starfsemi víða um heim. Fall hans væri annað og stærra mál en hrun bandarísku bankanna tveggja um helgina. AP/Ennio Leanza/Keystone Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. Credit Suisse er með umsvif víða um heim en bankinn hefur átt í erfiðleikum upp á síðkastið sem eru ótengdir falli Silicon Valley Bank og Signature Bank í Bandaríkjunum sem hefur skapað óróleika og ótta við frekari skakkaföll í fjármálageiranum undanfarna daga. Yfirlýsing Sádiarabíska þjóðarbankans, stærsta hluthafa Credit Suisse, um að hann ætlaði ekki að dæla meira fé inn í hann leiddi til hrunsins á hlutabréfamörkuðum í dag. AP-fréttastofan segir að gengi bréfanna hafi mest lækkað um 31 prósent. Viðskipti með bréf bankans voru stöðvuð sjálfkrafa í svissnesku kauphöllinni. Aðrir evrópskir bankar hríðféllu í verði í kjölfarið, sumir um meira en tíu prósent. Reuters-fréttastofan segir að evrópska bankavísitalan SX7p hafi fallið um sjö prósent. Ekki inn í myndinni að leita aðstoðar ríkisins Fulltrúar Seðlabanka Evrópu eru sagðir hafa verið í sambandi við banka í álfunni til að kanna áhættu þeirra vegna erfiðleika Credit Suisse. Heimildarmenn Reuters segjast þó telja að vandamálið sé frekar bundið við svissneska bankann sjálfan en að það sé kerfislægt. Svissneski seðlabankinn hefur ekki tjáð sig um vandræði Credit Suisse sem er annar stærsti banki landsins. Alex Lehmann, stjórnarformaður Credit Suisse, sagði það ekki inn í myndinni að bankinn leitaði ásjár stjórnvalda til að halda sér á floti. Andrew Kenningham, aðalhagfræðingur hugveitunnar Capital Economics, segir AP að Credit Suisse sé töluvert meira áhyggjuefni fyrir hagkerfi heimsins en miðlungsstóru bankanir tveir sem féllu vestanhafs. Bankinn á dótturfélög utan Sviss og vogunarsjóðir eru á meðal viðskiptavina hans. „Credit Suisse er ekki bara svissneskt vandamál heldur hnattrænt,“ segir hann. Kröggur svissneska bankans hafi þó verið vel þekktar fyrir og komi því hvorki fjárfestum né stjórnmálamönnum í opna skjöldu. Sviss Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Rannsaka fall Kísildalsbankans Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú fall Silicon Valley Bank og gjörðir æðstu stjórnenda hans. Yfirvöld tóku bankann yfir eftir að áhlaup var gert á hann í síðustu viku. Gjaldþrot bankans er það næststærsta í sögu Bandaríkjanna. 14. mars 2023 18:47 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Credit Suisse er með umsvif víða um heim en bankinn hefur átt í erfiðleikum upp á síðkastið sem eru ótengdir falli Silicon Valley Bank og Signature Bank í Bandaríkjunum sem hefur skapað óróleika og ótta við frekari skakkaföll í fjármálageiranum undanfarna daga. Yfirlýsing Sádiarabíska þjóðarbankans, stærsta hluthafa Credit Suisse, um að hann ætlaði ekki að dæla meira fé inn í hann leiddi til hrunsins á hlutabréfamörkuðum í dag. AP-fréttastofan segir að gengi bréfanna hafi mest lækkað um 31 prósent. Viðskipti með bréf bankans voru stöðvuð sjálfkrafa í svissnesku kauphöllinni. Aðrir evrópskir bankar hríðféllu í verði í kjölfarið, sumir um meira en tíu prósent. Reuters-fréttastofan segir að evrópska bankavísitalan SX7p hafi fallið um sjö prósent. Ekki inn í myndinni að leita aðstoðar ríkisins Fulltrúar Seðlabanka Evrópu eru sagðir hafa verið í sambandi við banka í álfunni til að kanna áhættu þeirra vegna erfiðleika Credit Suisse. Heimildarmenn Reuters segjast þó telja að vandamálið sé frekar bundið við svissneska bankann sjálfan en að það sé kerfislægt. Svissneski seðlabankinn hefur ekki tjáð sig um vandræði Credit Suisse sem er annar stærsti banki landsins. Alex Lehmann, stjórnarformaður Credit Suisse, sagði það ekki inn í myndinni að bankinn leitaði ásjár stjórnvalda til að halda sér á floti. Andrew Kenningham, aðalhagfræðingur hugveitunnar Capital Economics, segir AP að Credit Suisse sé töluvert meira áhyggjuefni fyrir hagkerfi heimsins en miðlungsstóru bankanir tveir sem féllu vestanhafs. Bankinn á dótturfélög utan Sviss og vogunarsjóðir eru á meðal viðskiptavina hans. „Credit Suisse er ekki bara svissneskt vandamál heldur hnattrænt,“ segir hann. Kröggur svissneska bankans hafi þó verið vel þekktar fyrir og komi því hvorki fjárfestum né stjórnmálamönnum í opna skjöldu.
Sviss Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Rannsaka fall Kísildalsbankans Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú fall Silicon Valley Bank og gjörðir æðstu stjórnenda hans. Yfirvöld tóku bankann yfir eftir að áhlaup var gert á hann í síðustu viku. Gjaldþrot bankans er það næststærsta í sögu Bandaríkjanna. 14. mars 2023 18:47 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Rannsaka fall Kísildalsbankans Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú fall Silicon Valley Bank og gjörðir æðstu stjórnenda hans. Yfirvöld tóku bankann yfir eftir að áhlaup var gert á hann í síðustu viku. Gjaldþrot bankans er það næststærsta í sögu Bandaríkjanna. 14. mars 2023 18:47