Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. mars 2023 08:49 Útibú Signature Bankans í New York. Lokman Vural Elibol/Anadolu Agency via Getty Images Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. Þetta var niðurstaða fundarhalda helgarinnar hjá yfirvöldum og eftirlitsaðilum í Bandaríkjunum, þar sem rætt var um hvernig ætti að bregðast við falli Silicon Valley bankans á föstudaginn. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna Innistæðutrygging í Bandaríkjunum tryggir alla jafna innistæður upp á allt að 250 þúsund dollara. Í sameiginlegri tilkynningu frá bandaríska Fjármálaráðuneytinu, bandaríska Seðlabankanum og Innistæðutryggingum Bandaríkjanna sem birt seint í gærkvöldi, segir að eftir að hafa ráðfært sig við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafi verið ákveðið allar innistæður innistæðueiganda í Silicon Valley bankanum verði að fullu tryggðar. Innistæðueigendur þeirra geti nálgast þær í dag. Tveir bankar hafa nú fallið í Bandaríkjunum með stuttu millibiliJaap Arriens/NurPhoto via Getty Images Í sömu tilkynningu var einnig greint frá því að yfirvöld í New York ríki hefðu tekið yfir Signature-bankann, af sömu ástæðu og tekið var yfir Silicon Valley-bankann. Sömu innistæðutryggingar munu gilda um báða bankana. Viðskiptavinir Signature-bankans geyma um 88 milljarða dollara í bankanum, um tólf þúsund milljarða íslenskra króna. Bankarnir tveir eiga það sameiginlegt að hafa verið umsvifamiklir í þjónustu við fyrirtæki og fjármálastofnanir sem sýsla með rafmyntir. HSBC kaupir breskt útibú SVB á eitt pund Þá mun Seðlabankinn bjóða upp á lánalínur til annarra fjármálastofnana í Bandaríkjunum sem kunni að vera í vandræðum. Í frétt Reuters segir að um neyðaraðgerð sé að ræða sem ætluð sé að treysta trú almennings í Bandaríkjunum á bankakerfinu þar í landi og koma í veg fyrir frekari vandræði í fjármálakerfinu. Þá var tilkynnt í morgun að breski bankinn HSBC muni kaupa breska útibú Silicon Valley bankans á eitt pund, tæplega tvö hundruð krónur. Þar með tekur breski bankinn yfir allar skuldbindingar útibúsins. Er vísað í að þetta sé gert til þess að tryggja framtíð tæknigeirans í Bretlandi, sem hefur átt í miklum viðskiptum við Silicon Valley bankann. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þetta var niðurstaða fundarhalda helgarinnar hjá yfirvöldum og eftirlitsaðilum í Bandaríkjunum, þar sem rætt var um hvernig ætti að bregðast við falli Silicon Valley bankans á föstudaginn. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna Innistæðutrygging í Bandaríkjunum tryggir alla jafna innistæður upp á allt að 250 þúsund dollara. Í sameiginlegri tilkynningu frá bandaríska Fjármálaráðuneytinu, bandaríska Seðlabankanum og Innistæðutryggingum Bandaríkjanna sem birt seint í gærkvöldi, segir að eftir að hafa ráðfært sig við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafi verið ákveðið allar innistæður innistæðueiganda í Silicon Valley bankanum verði að fullu tryggðar. Innistæðueigendur þeirra geti nálgast þær í dag. Tveir bankar hafa nú fallið í Bandaríkjunum með stuttu millibiliJaap Arriens/NurPhoto via Getty Images Í sömu tilkynningu var einnig greint frá því að yfirvöld í New York ríki hefðu tekið yfir Signature-bankann, af sömu ástæðu og tekið var yfir Silicon Valley-bankann. Sömu innistæðutryggingar munu gilda um báða bankana. Viðskiptavinir Signature-bankans geyma um 88 milljarða dollara í bankanum, um tólf þúsund milljarða íslenskra króna. Bankarnir tveir eiga það sameiginlegt að hafa verið umsvifamiklir í þjónustu við fyrirtæki og fjármálastofnanir sem sýsla með rafmyntir. HSBC kaupir breskt útibú SVB á eitt pund Þá mun Seðlabankinn bjóða upp á lánalínur til annarra fjármálastofnana í Bandaríkjunum sem kunni að vera í vandræðum. Í frétt Reuters segir að um neyðaraðgerð sé að ræða sem ætluð sé að treysta trú almennings í Bandaríkjunum á bankakerfinu þar í landi og koma í veg fyrir frekari vandræði í fjármálakerfinu. Þá var tilkynnt í morgun að breski bankinn HSBC muni kaupa breska útibú Silicon Valley bankans á eitt pund, tæplega tvö hundruð krónur. Þar með tekur breski bankinn yfir allar skuldbindingar útibúsins. Er vísað í að þetta sé gert til þess að tryggja framtíð tæknigeirans í Bretlandi, sem hefur átt í miklum viðskiptum við Silicon Valley bankann.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45