Slær þúsunda milljarða króna lán frá seðlabanka Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2023 08:36 Hlutabréfaverð í Credit Suisse náði lægstu lægðum í gær. AP/Seth Wenig Svissneski bankinn Credit Suisse ætlar að fá lánaða allt að fimmtíu milljarða svissneskra franka, jafnvirði hátt á áttunda þúsund milljarða íslenskra króna, frá seðlabankanum þar í landi til þess að styrkja stöðu sína. Hlutabréf í bankanum féllu um fjórðung eftir að stærsti hluthafi hans neitaði að setja meira fé í hann í gær. Mikill óróleiki hefur gripið um sig á heimsvísu eftir fall tveggja millistórra bandarískra banka í kringum síðustu helgi, annars vegar Silicon Valley Bank og hins vegar Signature Bank. Credit Suisse, annar stærsti banki Sviss, átti í vandræðum fyrir en gærdagurinn var sérstaklega svartur. Þjóðarbanki Sáda, stærsti einstaki hluthafinn í Credit Suisse, lýsti því yfir opinberlega að hann ætlaði sér ekki að leggja meira fé í bankann. Gengi bréfa í Credit Suisse hrundu í kjölfarið og dróg aðra evrópska banka niður með sér í leiðinni. Viðskipti með bréfin voru stöðvuð sjálfkrafa í svissnesku kauphöllinni. Nú segja forráðamenn bankans að þeir ætli sér að nýta sér heimild til þess að fá allt að fimmtíu milljarða franka lánaða frá svissneska seðlabankanum. „Þetta viðbótar lausafé styrkti kjarnastarfsemi Credit Suisse og viðskiptavini á meðan bankinn stígur nauðsynleg skref til þess að búa til einfaldari og hnitmiðaðri banka sem er sniðinn að þörfum viðskiptavina,“ sagði í yfirlýsingu frá svissneska bankanum. Seðlabanki Sviss segir að féð sé til staðar ef Credit Suisse þarf á því að halda. Bankinn sé tilbúinn að stíga inn í og leggja honum enn frekara lið ef þörf er á, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sviss Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Áfram lækkanir í kauphöllum Hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum hafa lækkuðu áfram við opnun markaða á suðurhveli jarðar í nótt. 16. mars 2023 07:38 Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mikill óróleiki hefur gripið um sig á heimsvísu eftir fall tveggja millistórra bandarískra banka í kringum síðustu helgi, annars vegar Silicon Valley Bank og hins vegar Signature Bank. Credit Suisse, annar stærsti banki Sviss, átti í vandræðum fyrir en gærdagurinn var sérstaklega svartur. Þjóðarbanki Sáda, stærsti einstaki hluthafinn í Credit Suisse, lýsti því yfir opinberlega að hann ætlaði sér ekki að leggja meira fé í bankann. Gengi bréfa í Credit Suisse hrundu í kjölfarið og dróg aðra evrópska banka niður með sér í leiðinni. Viðskipti með bréfin voru stöðvuð sjálfkrafa í svissnesku kauphöllinni. Nú segja forráðamenn bankans að þeir ætli sér að nýta sér heimild til þess að fá allt að fimmtíu milljarða franka lánaða frá svissneska seðlabankanum. „Þetta viðbótar lausafé styrkti kjarnastarfsemi Credit Suisse og viðskiptavini á meðan bankinn stígur nauðsynleg skref til þess að búa til einfaldari og hnitmiðaðri banka sem er sniðinn að þörfum viðskiptavina,“ sagði í yfirlýsingu frá svissneska bankanum. Seðlabanki Sviss segir að féð sé til staðar ef Credit Suisse þarf á því að halda. Bankinn sé tilbúinn að stíga inn í og leggja honum enn frekara lið ef þörf er á, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Sviss Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Áfram lækkanir í kauphöllum Hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum hafa lækkuðu áfram við opnun markaða á suðurhveli jarðar í nótt. 16. mars 2023 07:38 Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Áfram lækkanir í kauphöllum Hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum hafa lækkuðu áfram við opnun markaða á suðurhveli jarðar í nótt. 16. mars 2023 07:38
Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47