Forseti Sviss staðfestir kaup UBS á Credit Suisse Máni Snær Þorláksson skrifar 19. mars 2023 19:02 Frá blaðamannafundinum þar sem tilkynnt var um kaupin. YouTube Forseti Sviss hefur staðfest að UBS, stærsti banki Sviss, mun kaupa Credit Suisse, næst stærsta banka landsins. Ekki kom fram í máli hans hvert nákvæmt kaupverð er en það er sagt nema yfir tveimur milljörðum bandaríkjadala. Viðræður um yfirtöku svissneska bankans UBS á bankanum Credit Suisse hófust á föstudagskvöld en seðlabankinn og fjármálaeftirlitið þar í landi stóðu að viðræðunum, sem höfðu það markmið að endurvekja traust á bankakerfinu. Boðað var til blaðamannafundar klukkan 19:30 á staðartíma í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Þar staðfesti Alain Berset, forseti Sviss, að UBS myndi festa kaup á keppinaut sínum. Talið er að kaupverðið nemi yfir tveimur milljörðum bandaríkjadala eins og fram kom í Financial Times fyrr í dag. Það kaupverð er langt undir markaðsvirði bankans á föstudaginn. Þá kostaði hver hlutur í bankanum 1,86 franka en ef kaupverðið er tveir milljarðar bandaríkjadala þá er hver hlutur einungis á 0,5 franka. Kaupverðið er sagt vera mun lægra en markaðsvirði fyrir helgi.Grafík/Hjalti Karin Keller-Sutter, fjármálaráðherra Sviss, undirstrikar mikilvægi kaupanna á blaðamannafundinum. Hún segir að ef jafn mikilvægur banki og Credit Suisse hefði fallið þá hefði það haft óbætanleg áhrif á fjármálamarkaði. Sviss Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Samkomulag um kaupin sagt í höfn: „Sýnir hversu slæm staðan er“ UBS, stærsti banki Sviss, er sagður hafa samþykkt að kaupa Credit Suisse, sem er næst stærsti banki landsins. Kaupverðið er sagt vera yfir tveir milljarðar Bandaríkjadala. Yfirvöld í Sviss eru sögð ætla að breyta hlutafélagalöggjöf landsins til að koma í veg fyrr að hluthafa bankans fái að greiða atkvæði um söluna. 19. mars 2023 17:22 UBS sagður ætla að kaupa Credit Suisse fyrir allt að milljarð dala UBS, stærsti banki Sviss, er sagður ætla að kaupa Credit Suisse, sem er næststærsti banki Sviss og rambar á barmi falls, fyrir allt að einn milljarð Bandaríkjadala. Það er einungis brot af markaðsvirði bankans við lok markaða á föstudag. 19. mars 2023 12:25 Sögð undirbúa neyðarráðstafanir vegna yfirtöku UBS á Credit Suisse Yfirvöld í Sviss eru sögð undirbúa neyðarráðsstafanir til að flýta fyrir yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse en ríkisstjórnin þar í landi kom saman á neyðarfundi í kvöld. Titringur hefur verið á mörkuðum víða um heim en íslenska fjármálakerfið er sterkt að sögn fjármálaráðherra. Hann hefur litlar áhyggjur af áhrifum, sem gætu þó orðið einhver. 18. mars 2023 20:43 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðræður um yfirtöku svissneska bankans UBS á bankanum Credit Suisse hófust á föstudagskvöld en seðlabankinn og fjármálaeftirlitið þar í landi stóðu að viðræðunum, sem höfðu það markmið að endurvekja traust á bankakerfinu. Boðað var til blaðamannafundar klukkan 19:30 á staðartíma í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Þar staðfesti Alain Berset, forseti Sviss, að UBS myndi festa kaup á keppinaut sínum. Talið er að kaupverðið nemi yfir tveimur milljörðum bandaríkjadala eins og fram kom í Financial Times fyrr í dag. Það kaupverð er langt undir markaðsvirði bankans á föstudaginn. Þá kostaði hver hlutur í bankanum 1,86 franka en ef kaupverðið er tveir milljarðar bandaríkjadala þá er hver hlutur einungis á 0,5 franka. Kaupverðið er sagt vera mun lægra en markaðsvirði fyrir helgi.Grafík/Hjalti Karin Keller-Sutter, fjármálaráðherra Sviss, undirstrikar mikilvægi kaupanna á blaðamannafundinum. Hún segir að ef jafn mikilvægur banki og Credit Suisse hefði fallið þá hefði það haft óbætanleg áhrif á fjármálamarkaði.
Sviss Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Samkomulag um kaupin sagt í höfn: „Sýnir hversu slæm staðan er“ UBS, stærsti banki Sviss, er sagður hafa samþykkt að kaupa Credit Suisse, sem er næst stærsti banki landsins. Kaupverðið er sagt vera yfir tveir milljarðar Bandaríkjadala. Yfirvöld í Sviss eru sögð ætla að breyta hlutafélagalöggjöf landsins til að koma í veg fyrr að hluthafa bankans fái að greiða atkvæði um söluna. 19. mars 2023 17:22 UBS sagður ætla að kaupa Credit Suisse fyrir allt að milljarð dala UBS, stærsti banki Sviss, er sagður ætla að kaupa Credit Suisse, sem er næststærsti banki Sviss og rambar á barmi falls, fyrir allt að einn milljarð Bandaríkjadala. Það er einungis brot af markaðsvirði bankans við lok markaða á föstudag. 19. mars 2023 12:25 Sögð undirbúa neyðarráðstafanir vegna yfirtöku UBS á Credit Suisse Yfirvöld í Sviss eru sögð undirbúa neyðarráðsstafanir til að flýta fyrir yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse en ríkisstjórnin þar í landi kom saman á neyðarfundi í kvöld. Titringur hefur verið á mörkuðum víða um heim en íslenska fjármálakerfið er sterkt að sögn fjármálaráðherra. Hann hefur litlar áhyggjur af áhrifum, sem gætu þó orðið einhver. 18. mars 2023 20:43 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkomulag um kaupin sagt í höfn: „Sýnir hversu slæm staðan er“ UBS, stærsti banki Sviss, er sagður hafa samþykkt að kaupa Credit Suisse, sem er næst stærsti banki landsins. Kaupverðið er sagt vera yfir tveir milljarðar Bandaríkjadala. Yfirvöld í Sviss eru sögð ætla að breyta hlutafélagalöggjöf landsins til að koma í veg fyrr að hluthafa bankans fái að greiða atkvæði um söluna. 19. mars 2023 17:22
UBS sagður ætla að kaupa Credit Suisse fyrir allt að milljarð dala UBS, stærsti banki Sviss, er sagður ætla að kaupa Credit Suisse, sem er næststærsti banki Sviss og rambar á barmi falls, fyrir allt að einn milljarð Bandaríkjadala. Það er einungis brot af markaðsvirði bankans við lok markaða á föstudag. 19. mars 2023 12:25
Sögð undirbúa neyðarráðstafanir vegna yfirtöku UBS á Credit Suisse Yfirvöld í Sviss eru sögð undirbúa neyðarráðsstafanir til að flýta fyrir yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse en ríkisstjórnin þar í landi kom saman á neyðarfundi í kvöld. Titringur hefur verið á mörkuðum víða um heim en íslenska fjármálakerfið er sterkt að sögn fjármálaráðherra. Hann hefur litlar áhyggjur af áhrifum, sem gætu þó orðið einhver. 18. mars 2023 20:43