„Besti kokkur í heimi“ missir óvænt eina Michelin-stjörnuna Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2023 07:48 Kokkurinn Guy Savoy (fyrir miðju) með Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Mauricio Macri (til hægri), fyrrverandi forseta Argentínu. Lengst til vinstri er Juliana Awada, fyrrverandi forsetafrú Argentínu, og við hlið hennar Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands. Myndin er tekin 2018. EPA Veitingastaður franska meistarakokksins Guy Savoy hefur misst eina af Michelin-stjörnum sínum eftir að hafa skartað þremur slíkum í heil nítján ár. Kokkurinn Savoy var í nóvember síðastliðinn valinn „besti kokkur í heimi“ sjötta árið í röð af La Liste. Savoy er yfirkokkur og eigandi veitingastaðarins Guy Savoy sem er að finna við suðurbaka Signu, nærri brúnni Pont Neuf, í frönsku höfuðborginni. Veitingastaðurinn hlaut þrjár Michelin-stjörnur árið 2002 og hefur haldið þeim í einhver nítján ár. Greint var frá því í gær að veitingastaðurinn hefði nú misst eina stjörnuna og því „einungis“ fengið tvær stjörnur. Michelin-stjörnur eru almennt taldar vera mesta viðurkenning sem veitingastaðir geta fengið og er mest hægt að fá þrjár stjörnur. Gwendal Poullennec, sem starfar hjá Michelin við úthlutunina, segir í samtali við AFP að um sé að ræða einstaka veitingastaði sem fái Michelin-stjörnur og að það sé mikil vinna og hugsun sem liggi að baki hverri úthlutun. Fulltrúar Michelin sæki staðina nokkrum sinnum yfir árið þar sem þeir taka út staðinn. Ekki eru gefnar skýringar á því opinberlega hver ástæðan sé fyrir því að staðurinn hafi nú misst eina stjörnuna. Poullennec leggur áherslu á að Michelin notist ekki einungis við útsendara frá Frakklandi heldur einnig erlendis frá. Frá veitingastað Guy Savoy í París.Guy Savoy Þetta sé í fyrsta sinn frá árinu 2019 sem franskur veitingastaður fari úr þremur stjörnum í tvær. Savoy sagðist í gærkvöldi hugsa til samstarfsfólks síns og að hann myndi ræða við þá í dag, að því er segir í De Standaard. „Við töpuðum leiknum í ár en ætlum okkur að vinna hann aftur að ári,“ sagði Savoy í yfirlýsingu eftir að ljóst var að staðurinn hefði misst eina stjörnuna. Michelin-stjörnum var fyrst úthlutað til veitingastaða árið 1926. Michelin Frakkland Veitingastaðir Matur Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Kokkurinn Savoy var í nóvember síðastliðinn valinn „besti kokkur í heimi“ sjötta árið í röð af La Liste. Savoy er yfirkokkur og eigandi veitingastaðarins Guy Savoy sem er að finna við suðurbaka Signu, nærri brúnni Pont Neuf, í frönsku höfuðborginni. Veitingastaðurinn hlaut þrjár Michelin-stjörnur árið 2002 og hefur haldið þeim í einhver nítján ár. Greint var frá því í gær að veitingastaðurinn hefði nú misst eina stjörnuna og því „einungis“ fengið tvær stjörnur. Michelin-stjörnur eru almennt taldar vera mesta viðurkenning sem veitingastaðir geta fengið og er mest hægt að fá þrjár stjörnur. Gwendal Poullennec, sem starfar hjá Michelin við úthlutunina, segir í samtali við AFP að um sé að ræða einstaka veitingastaði sem fái Michelin-stjörnur og að það sé mikil vinna og hugsun sem liggi að baki hverri úthlutun. Fulltrúar Michelin sæki staðina nokkrum sinnum yfir árið þar sem þeir taka út staðinn. Ekki eru gefnar skýringar á því opinberlega hver ástæðan sé fyrir því að staðurinn hafi nú misst eina stjörnuna. Poullennec leggur áherslu á að Michelin notist ekki einungis við útsendara frá Frakklandi heldur einnig erlendis frá. Frá veitingastað Guy Savoy í París.Guy Savoy Þetta sé í fyrsta sinn frá árinu 2019 sem franskur veitingastaður fari úr þremur stjörnum í tvær. Savoy sagðist í gærkvöldi hugsa til samstarfsfólks síns og að hann myndi ræða við þá í dag, að því er segir í De Standaard. „Við töpuðum leiknum í ár en ætlum okkur að vinna hann aftur að ári,“ sagði Savoy í yfirlýsingu eftir að ljóst var að staðurinn hefði misst eina stjörnuna. Michelin-stjörnum var fyrst úthlutað til veitingastaða árið 1926.
Michelin Frakkland Veitingastaðir Matur Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira