Sport

Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum

Þjálfarinn margreyndi Pia Sundhage, sem stýrir Sviss, er ekki í vafa um hvað sé lykilatriðið í því að vinna Ísland í stórleiknum á EM í fótbolta í kvöld. Þess vegna lét hún meðal annars leikmenn sína æfa það að verjast löngum innköstum Sveindísar Jane Jónsdóttur síðustu dag.

Fótbolti

Ís­land mætir óslípuðum demanti í kvöld

Ís­land mætir Sviss í annarri um­ferð riðla­keppni EM í fót­bolta í Bern í kvöld. Þýðingar­mikill leikur fyrir bæði lið og innan raða Sviss­lendinga er einn mest spennandi leik­maður kvenna­boltans sem er á mála hjá Barcelona og átti eftir­minni­lega inn­komu í Meistara­deildinni á síðasta tíma­bili.

Fótbolti

EM í dag: Allt eða ekkert

Nýjasti þátturinn af EM í dag var tekinn upp við Wankdorf leikvanginn í Bern, þar sem Ísland mætir heimaþjóðinni Sviss á Evrópumótinu í fótbolta í kvöld. Stelpurnar okkar verða að sækja til sigurs.  

Fótbolti

Kláruðu óupp­gert Evrópu­ein­vígi 65 árum síðar

Stórmerkilegur Evrópuleikur fór fram á Norður-Írlandi í dag þegar Glenavon FC tók á móti Erzgebirge Aue frá Þýskalandi. Sennilega kannast þó fáir við þessi lið enda leika þau bæði í neðri deildum og átti leikurinn upphaflega að fara fram árið 1960.

Fótbolti

„Hann elskar ís­lenska stuðnings­menn“

Sveindís Jane Jónsdóttir er lítið fyrir það að ræða um fótbolta, nema þegar það er hluti af hennar störfum sem fótboltakonu. Þó að kærasti hennar Rob Holding sé einnig þekktur fótboltamaður þá tala þau eiginlega ekkert um boltann.

Fótbolti

Metfjöldi á Ís­lands­mótinu í þríþraut

Íslandsmótið í þríþraut fór fram við Laugarvatn í morgun og var hið fjölmennasta frá upphafi. Sigurður Örn Ragnarsson varð Íslandsmeistari sjöunda árið í röð og Brynja Dögg Sigurpálsdóttir tryggði Íslandsmeistaratitil á lokakaflanum. 

Sport

„Búnir að vera á smá hrak­hólum“

„Varnarlega spiluðum við gríðarlega vel. Við breyttum og skiptum í 4-4-2 og það var bara mjög erfitt að finna lausnir gegn okkur. Svo áttum við góð færi líka. Ég er bara mjög sáttur við leikinn í heildina,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir markalaust jafntefli hans manna við topplið Víkings á Hásteinsvelli í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.

Íslenski boltinn

Walker fer til Burnley

Enski hægri bakvörðurinn Kyle Walker hefur skrifað undir tveggja ára samning við Burnley sem verða nýliðar í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Sport