Sport

Logi varð Norður­landa­meistari í frum­raun sinni

Logi Geirs­son, bar­daga­maður hjá Mjölni, gerði sér lítið fyrir og varð Norður­landa­meistari í sínum flokki í blönduðum bar­daga­listum eftir öruggan sigur á Norð­manninum Vebjørn Aunet í frum­raun sinni í MMA.

Sport

Gary Martin kveður Ís­land: „Takk fyrir mig“

Komið er að tíma­mótum á ferli enska sóknar­mannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orð­stír nær ó­slitið frá árinu 2010. Eng­lendingurinn er á leið heim eftir far­sælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjart­næmri færslu á sam­fé­lags­miðlum.

Íslenski boltinn

Skandall og ó­sann­gjarnt gagn­vart stelpum í fót­bolta

Björg­vin Karl Gunnars­son, þjálfari kvenna­liðs FHL í fót­bolta, segir það ó­sann­gjarnt gagn­vart stelpum í fót­bolta að ekki skuli vera sami fjöldi liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kollegi hans í kvenna­boltanum er sam­mála og segir það al­gjöran skan­dal að það séu að­eins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna.

Íslenski boltinn

Þórir hættir sem þjálfari þeirra norsku

Þórir Hergeirsson ætlar að láta af störfum sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta eftir komandi Evrópumót í desember. Þórir leiddi þær norsku til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París og hefur unnið tíu gullverðlaun með landsliðið á stórmóti.

Handbolti

Kærastar Ólympíumeistaranna í stuði

Simone Biles og Sophia Smith eru báðar nýkomnar heim af Ólympíuleikunum í París með gullverðlaun um hálsinn og góð frammistaða þeirra hafði greinilega mjög góð áhrif á kærasta þeirra.

Sport

„Getum hrist að­eins upp í hlutunum“

„Við þurfum einna helst að einbeita okkur að okkur leik, hvernig við ætlum að verjast og hvernig ætlum að sækja. Við erum búnir að greina leikinn þeirra gegn Wales og sáum hvernig þeir spila,“ segir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir æfingu liðsins í Izmir í Tyrklandi í gær.

Sport

Ronaldo af bekknum og til bjargar

Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo var hetja Portúgals í kvöld þegar liðið vann nauman 2-1 sigur gegn Skotlandi í A-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta.

Fótbolti