Sport

Danir flugu inn í undanúr­slitin

Danmörk, ríkjandi heimsmeistari karla í handbolta, lenti ekki í teljandi vandræðum gegn Brasilíu þegar þjóðirnar mættust í 8-liða úrslitum. Danir hafa unnið hvern stórsigurinn til þessa á mótinu og það sama var upp á teningnum í kvöld.

Handbolti

Foden skýtur á Southgate

Phil Foden var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Hann náði sér hins vegar ekki á strik með enska landsliðinu á EM í fyrra. Foden segir að það megi rekja hvernig Gareth Southgate notaði hann.

Enski boltinn

Allt sem þú þarft að vita fyrir loka­um­ferð Meistara­deildarinnar í kvöld

Loka­um­ferð deildar­keppni Meistara­deildar Evrópu verður leikin í kvöld. Átján leikir eru á dag­skrá og fylgst verður með gangi mála í öllum þeirra í Meistara­deildar­messunni í um­sjón Guð­mundar Bene­dikts­sonar á Stöð 2 Sport 2. Spennan er mikil fyrir þessa síðustu um­ferð, ógjörningur að segja hvaða lið komast á næsta stig keppninnar, stór nöfn gætu setið eftir.

Fótbolti

Taylor Swift í­hugaði að skipta um nafn

Nafnið Taylor Swift kemur ekki bara við sögu í tónlistaheiminum eða í kringum NFL-deildina því íþróttamaður með sama nafn er nú að reyna að koma sér áfram í breskum bardagaíþróttum.

Sport

Ó­sáttur bæjar­stjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags

Darko Milinovic, bæjarstjóra Gospic í Króatíu, var ekki skemmt yfir þeirri ákvörðun alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að gefa Króötum ekki seinni leik kvöldsins á HM í handbolta í gær, þrátt fyrir að þeir væru gestgjafar. Hann ákvað að gefa bæjarbúum frí til að mæta á leikinn.

Handbolti

„Fokking aumingjar“

Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, þurfti að horfa upp á áttunda tapið í röð þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í kvöld. Hann segir sínar konur aumingja, þær skorti karakter og þess vegna tapi liðið. Sjálfur ber hann af sér alla sök á taphrinunni og telur enga þörf á breytingum í sinni nálgun. 

Körfubolti