Sport

Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum

Arnór Þór Gunnarsson stýrði sínum mönnum í Bergischer HC til sigurs gegn RN Löwen í 12. umferð þýsku Búndeslígunnar í dag. Haukur Þrastarson stóð sína vakt vel en náði ekki að koma sínum mönnum til bjargar.

Handbolti

„Ó­hræddir við að vinna þennan leik“

Ísland og Úkraína mætast kl 17:00 í dag í leik um 2. sæti D-riðils í undankeppni HM 2026. Það er mikið undir en sigur eða jafntefli dugir Íslandi til þess að komast í umspil um sæti á HM. Leikurinn er kl 17:00 og er í opinni dagskrá á Sýn Sport.

Sport

Arnar: Ég laug að­eins að strákunum í sumar

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari var til viðtals út á velli rétt fyrir leikinn gegn Úkraínu í Varsjá. Hann útskýrði breytingarnar á byrjunarliðinu og hvað hann er að pæla í þessum mikilvæga leik. Leikurinn hefst kl. 17 í dag og er í opinni dagskrá á Sýn Sport.

Fótbolti

Haf­rún Rakel hetja Bröndby

Landsliðskonan Hafrún Rakel Halldórsdóttir reyndist hetja Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, þegar hún skoraði sigurmarkið gegn Kolding á útivelli.

Fótbolti

Haaland þakk­látur mömmu sinni

Erling Haaland er með alvöru íþróttagen sem eflaust hafa hjálpað honum að verða að þeirri markamaskínu sem hann er. Hann kveðst afar þakklátur fyrir mömmu sína, Gry Marita Braut.

Fótbolti

Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag

Ruslan Malinovskyi er klár í slaginn með Úkraínu fyrir leik dagsins við Ísland. Það eru ekki frábærar fréttir fyrir Ísland, en hann er að stíga upp úr meiðslum, hvíldi gegn Frökkum og vonast til að Úkraínumenn endurtaki leikinn frá 5-3 sigrinum í Laugardal í október.

Fótbolti

Ágúst laus úr frysti­kistu í Dan­mörku

Ágúst Elí Björgvinsson, einn þriggja markvarða íslenska handboltalandsliðsins í síðustu leikjum, er í leit að nýju félagsliði eftir að hafa samið við danska félagið Ribe-Esbjerg um riftun samnings.

Handbolti

200 gegn 18 þúsund

Búist er við 18 þúsund manns eða svo í stúkunni er Úkraínumenn og Íslendingar takast á um umspilssæti fyrir HM 2026 í fótbolta í Varsjá síðdegis. Áhugavert verður að sjá hvernig strákarnir okkar mæta til leiks en þjálfarinn lofar breytingum.

Fótbolti

„Það verða breytingar“

„Við vitum hvað bíður okkar. Við vitum hvað við þurfum að gera,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, fyrir leik karlaliðs Íslands í fótbolta við Úkraínu í Varsjá í dag. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í umspili HM.

Fótbolti

Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye

Óhætt er að segja að mögnuð tilþrif hafi sést á fjórða og síðasta stigasöfnunarkvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, á Bullseye í gær. Sjö af átta keppendum voru með bakið uppi við vegg svo hver píla og hver leggur skipti máli.

Sport

Rebrov: Karakterinn lykil­at­riði

Sergei Rebrov sagði að sínir menn væru með sjálfstraust fyrir úrslitaleikinn um umspilssætið á HM ´26 gegn Íslandi. Hann sagði einnig að bæði lið væru með karakter sem væri lykilatriði í leiknum mikilvæga.

Fótbolti

Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn

New Orleans Pelicans hafa byrjað hörmulega í NBA deildinni í vetur. Liðið hefur unnið tvo af 12 fyrstu leikjum sínum og Joe Dumars hefur fengið nóg. Willie Green hefur verið látinn taka pokann sinn og mun ekki þjálfa liðið lengur.

Körfubolti

Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap

Jón Axel Guðmundsson spilaði 20mínútur fyrir San Pablo Burgos og komst vel frá sínu. Hann gat þó ekki hjálpað sínum mönnum til þess að vinna leikinn en liðið tapaði fyrir MB Andorra 86-93 á heimavelli í ACB deildinni á Spáni.

Körfubolti

Arsenal að missa menn í meiðsli

Landsleikjahlé eru oft sá tími þar sem þjálfara félagsliða þurfa bíða með öndina í hálsinum eftir fréttum af því að sínir menn séu heilir heilsu. Mikel Arteta þarf núna að bíða eftir fréttum af tveimur lykilleikmönnum sem meiddust með landsliðunum sínum um helgina.

Fótbolti