Sport

Nýtt ár en á­fram vinna Valskonur

Valskonur unnu alla sína leiki árið 2024 og byrja nýja árið með sama hætti en þær unnu 34-20 stórsigur á Selfossi í dag, í Olís-deildinni í handbolta. Fram er næst á eftir Val, eftir 31-22 sigur gegn Gróttu á sama tíma.

Handbolti

Slæmt gengi gestanna heldur á­fram

Slæmt gengi Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu heldur áfram en liðið náði aðeins jafntefli gegn lánlausu liði Crystal Palace. Lokatölur í Lundúnum 1-1 að þessu sinni.

Enski boltinn

Meistararnir unnu annan leikinn í röð

Englandsmeistarar Manchester City voru ekki í vandræðum þegar West Ham United kom í heimsókn. Meistararnir eru nú komnir á beinu brautina eftir tvo sigra í röð í ensku úrvalsdeild karla. Lokatölur á Etihad-vellinum 4-1 heimamönnum í vil.

Enski boltinn

„Við eigum okkur allir drauma“

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fór yfir stöðuna nú þegar lokaundirbúningur er hafinn af fullum krafti fyrir HM. Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í Zagreb.

Handbolti

KA fær lykilmann úr Eyjum

Bikarmeistarar KA í fótbolta hafa bætt við sig leikmanni en Héraðsmaðurinn Guðjón Ernir Hrafnkelsson skrifaði undir samning við félagið sem gildir til næstu þriggja tímabila.

Íslenski boltinn

„Hann er með vonir og væntingar heils bæjar­fé­lags á bakinu“

„Það er ekkert rosalega gaman í Grindavík núna og það þarf að vera gaman í Grindavík,“ segir Pavel Ermolinskij um karlalið Grindvíkinga í körfubolta. Pavel segir þjálfara og leikmenn þurfa að eiga við gífurlega pressu sem sameiningartákn Grindvíkinga eftir að bænum var lokað síðasta vetur vegna eldgoss.

Körfubolti

Eng­lands­meistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands, hefur staðið sig frábærlega með Inter síðan hún kom þangað á láni frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Svo vel hefur hún spilað að Englandsmeistarar Chelsea eru meðal þeirra liða sem vilja fá markvörðinn í sínar raðir.

Fótbolti

Á­rásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var ná­lægt manni“

Hryðju­verkin á jóla­markað í Mag­deburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu ís­lenska lands­liðs­manninn Gísla Þor­geir Kristjáns­son sem leikur með hand­bolta­liði bæjarins djúpt. Gísli Þor­geir er nú mættur til móts við ís­lenska lands­liðið sem undir­býr sig af krafti fyrir komandi heims­meistaramót.

Handbolti

Ólafur Guð­munds­son til Noregs

Norska knattspyrnufélagið Álasund hefur staðfest kaup á varnarmanninum Ólafi Guðmundssyni. Hann verður annar Íslendingurinn í herbúðum liðsins þar sem Davíð Snær Jóhannsson er þar fyrir.

Fótbolti

Littler yngsti heims­meistari sögunnar

Enska undrabarnið, hinn 17 ára Luke Littler, er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn eftir öruggan sigur gegn þrefalda heimsmeistaranum Michael van Gerwen í Ally Pally í kvöld.

Sport

Ótrú­legur sigur lyfti Real á toppinn

Spánarmeistarar Real Madríd unnu heldur betur dramatískan 2-1 útisigur á Valencia í fyrsta leik liðsins árið 2025. Ekki nóg með að lenda marki undir heldur brenndu gestirnir frá Madríd af vítaspyrnu og voru orðnir manni færri þegar endurkoman hófst.

Fótbolti

Brazell ráðinn til Vals

Knattspyrnudeild Vals hefur ráðið Christopher Brazell sem þjálfara 2. Flokks karla hjá félaginu ásamt því að hann mun sinna sérstöku afreksstarfi í elstu flokkum félagsins, bæði í karla og kvennaflokki.

Íslenski boltinn