Sport

Fyrir­liðinn Popp leggur lands­liðs­skóna á hilluna

Alexandra Popp, fyrirliði þýska landsliðsins í fótbolta og samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg, hefur tilkynnt að hún muni leggja landsliðsskóna á hilluna síðar í þessum mánuði. Frá þessu greindi hin 33 ára gamla Popp í dag, mánudag.

Fótbolti

Mourinho fékk spjald fyrir furðu­leg mót­mæli

Portúgalinn José Mourinho er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum en hefur farið misjafnar leiðir í gegnum tíðina til að koma þeim á framfæri. Nýstárleg leið til að mótmæli dómi í tyrknesku deildinni um helgina hefur vakið athygli.

Fótbolti

Ætla að snið­ganga leikinn við Víking

Stuðningsmenn austurríska fótboltaliðsins LASK frá Linz eru allt annað en ánægðir með miðaverð á heimaleiki liðsins í Sambandsdeild karla í fótbolta. Þar á meðal er leikur við Íslandsmeistara Víkings í desember.

Fótbolti

Dikembe Mutombo látinn

NBA goðsögnin Dikembe Mutombo er látinn 58 ára að aldri eftir baráttu við heilaæxli. NBA deildin greinir frá þessu í yfirlýsingu. 

Körfubolti

Enginn „heims­endir“ verði Kefla­vík ekki Ís­lands­meistari

Keflavík er eitt þeirra liða í Bónus deild karla í körfubolta sem gerir hvað mest tilkall til Íslandsmeistaratitilsins á komandi tímabili. X-factorinn í liðinu frá því á síðasta tímabili, Remy Martin, er farinn en fólkið í kringum Keflavík ætlast til þess og býst við því að liðið verði meistari. Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, segir það hins vegar engan heimsendi standi Keflavík ekki uppi sem Íslandsmeistari.

Körfubolti

Jötunn og Böðlar berjast í bökkum á botninum

Þrír leikir fóru fram í 4. um­­­ferð Tölvu­lista­­deildarinnar í Overwatch á laugar­­daginn og að henni lokinni er lið Þórs enn í efsta sæti eftir 3-0 sigur á Jötni í „svaka­legum leik“ eins og Óskar og Guð­ný Stefanía orðuðu það í beinni út­sendingu frá um­ferðinni.

Rafíþróttir

Bar­áttan harðnar í Val­orant

Fjórða um­­­ferð Mílu­­deiladarinnar í Val­orant fór fram á föstu­­dags­­kvöld og ljóst var á leikjum kvöldsins að farið er að hitna í kolunum og bar­áttan á toppi deildarinnar að harðna, bæði um topp­sætið að tryggja sig á­fram í fjögurra liða úr­slit.

Rafíþróttir

Ten Hag verði ekki rekinn

Breski miðilinn The Telegraph heldur því fram í morgun að staða Hollendingsins Erik ten Hag í starfi knattspyrnustjóra Manchester United sé örugg þrátt fyrir afleit úrslit að undanförnu. Ten Hag mætti snemma til vinnu í dag eftir þungt tap á heimavelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 

Enski boltinn

Fær Njarð­vík frekar stimpilinn?

Þrátt fyrir að Njarðvík sé ekki sérstaklega tilgreind í tölum Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum landsins, heldur skilgreind sem hluti af Reykjanesbæ, þá er vel hægt að nota aðra skilgreiningu en Hagstofan og segja að Njarðvík sé stærsti byggðakjarni Íslands sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta.

Íslenski boltinn