Enski boltinn

Calvert-Lewin hættir ekki að skora

Aron Guðmundsson skrifar
Dominic Calvert-Lewin í leik með Leeds United
Dominic Calvert-Lewin í leik með Leeds United Vísir/getty

Dominic Calvert-Lewin var allt í öllu þegar að nýliðar Leeds United unnu 4-1 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Virkilega vel að verki staðið hjá Leeds United en Crystal Palace hefur verið á fínu skriði í deildinni á tímabilinu og er í Evrópubaráttu.

Enski framherjinn Dominic Calvert-Lewin er heldur betur búinn að finna markaskóna sína. Hann skoraði fyrstu tvö mörk Leeds United í kvöld og bæði komu þau í fyrri hálfleik. 

Þetta er fimmti leikurinn í röð í deildinni sem hann skorar í, sex mörk í síðustu fimm leikjum, sjö mörk í heildina það sem af er tímabili.

Ethan Ampadu bætti svo við þriðja marki Leeds United áður en Justin Devenny minnkaði muninn fyrir Crysal Palace í stöðuna 3-1.

Það var hins vegar Þjóðverjinn Anton Stach sem kórónaði flottan leik og frammistöðu Leeds United með fjórða marki liðsins í uppbótartíma.

Lokatölur á Elland Road, 4-1 sigur Leeds United. Nýliðarnir færast fjær botniliðunum og eru nú í 16.sæti með 19 stig. Crystal Palace er í 8.sæti með 26 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×