Menning Ingibjörg Sólrún til sölu fyrir rétt verð „Ingibjörg er verðugt viðfangsefni fyrir málara,“ segir Björn T. Hauksson, ljósmyndari og málari, en hann hefur stillt olíumálverki sem hann málaði af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, upp í glugga á ljósmyndastofu sinni á Óðinsgötu. Menning 25.1.2007 07:45 Þrælar þorrans Skáldafélagsskapurinn Nýhil stendur fyrir upplestrarkvöldi í Stúdentakjallaranum við Hringbraut í kvöld. Menning 25.1.2007 04:30 Boðið í vettlinga Bjarts í Sumarhúsum „Þetta er auðvitað tilbúningur og í gamni gert en það hafa margir tekið þessu alvarlega og boðið í vettlingana,“ segir Bragi Kristjónsson fornbókasali. Glöggir vegfarendur hafa rekið augun í forláta ullarvettlinga í glugga Bókarinnar, fornbókaverslun Braga við Klapparstíg, sem merktir eru sjálfum Bjarti úr Sumarhúsi, úr Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Tekið er skýrt fram að vettlingarnir séu ekki falir. Menning 24.1.2007 09:15 Faust í þýðingu Coleridge? Stefnt er að því að þýðing enska skáldsins Samuel Taylor Coleridge á Faust, höfuðverki þýska starfsbróður hans Goethes, komi út hjá Oxford University Press í september. Þýðing þessi ku hafa legið í gleymsku í næstum tvær aldir en rómantíkerinn er talinn hafa tekið að sér að þýða verkið í kringum árið 1814. Vefmiðill breska dagblaðsins Independent greindi frá þessu nýlega. Menning 24.1.2007 08:30 Grasrótarstarf í galleriBOXi GalleriBOX er gamall kontór í mjólkurvinnslu norður á Akureyri. Listalífið iðar í Gilinu en fjórar metnaðarfullar konur fara með lyklavöldin í Boxinu, sem hýsir fjölmargar sýningar á hverju ári. Menning 24.1.2007 06:30 Strætóbílstjóri opnar myndlistarsýningu Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson opnaði sína fyrstu opinberu málverkasýningu á sextíu ára afmælisdegi alnafna síns Ladda síðastliðinn laugardag. „Ég hef málað síðustu fjögur árin en ekki nógu mikið samt. Núna er ég að gefa þessu sjéns almennilega en ég hef alltaf hugsað mér að leggja myndlistina fyrir mig,“ segir Þórhallur, sem hefur starfað sem strætóbílstjóri í fjögur ár. Menning 24.1.2007 05:00 Nýsmíðar í Listasafni Íslands Tónlistarhópurinn Aton heldur tónleika í Listasafni Íslands kl. 20 í kvöld – á fjórða degi Myrkra músíkdaga. Aton-hópurinn er skipaður ungu tónlistarfólki sem sérhæfir sig í nýrri íslenskri tónlist og hefur leikið á hátíðinni undanfarin ár. Menning 23.1.2007 07:00 Hið þekkta og óþekkta Myndlistarmennirnir Hlaðgerður Íris Björnsdóttir og Aron Reyr Sverrisson opna sýninu á verkum sínum í Listasafni Reykjanesbæjar á morgun kl. 14. Sýningin ber yfirskriftina "Tvísýna“ og er haldin í Duushúsum. Menning 19.1.2007 04:30 Áttleysur og útþráin Í hinu snyrtilega húsnæði gallerís i8 á Klapparstíg stendur frakkaklæddur gestur og heldur myndlistarmanni á snakki. Myndlistarmaðurinn er búinn að koma fyrir tveimur stórum stálplötulaga verkum á gólfinu en umhverfis eru 32 ferhyrnd en aflöng verk í römmum: öll sýna það sama - fleyg úr áttunum 32 á áttavitanum. Menning 18.1.2007 02:00 Hvað leynist í skúffunum? Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efnir árlega til verðlaunasamkeppni og auglýsir eftir handritum að skáldsögum fyrir börn og unglinga. Sagan skal vera að lágmarki fimmtíu blaðsíður að lengd eða um tuttugu þúsund orð. Ekki er gert ráð fyrir því að verðlaunasagan verði myndskreytt. Menning 16.1.2007 08:30 Öðruvísi saga - Fjórar stjörnur Bókin hentar vel ungum lesendum og er ég viss um að fólk á þeim aldri hefur oft leitt hugann að svipuðum aðstæðum og Kæja hugsar um. Hugleiðingar hennar gætu þannig vakið fleiri spurningar og veitt kjörið tækifæri fyrir hina eldri að ræða við hina yngri um stríðsátök, söguna og ástandið í dag. Menning 16.1.2007 07:45 Unnið með almenna ógæfu Myndlistarmaðurinn Kolbeinn Hugi Höskuldsson heldur óvenjulega sýningu í Nýlistasafninu um þessar mundir. Yfirskrift hennar er „Still drinking about you“ en þar veitir hann gestum sínum „einstakt tækifæri til að skyggnast inn í íveru listamannsins jafnframt því að fjalla á fordómalausan hátt um sjúkan hugarheim fíkilsins“. Menning 16.1.2007 03:00 Afmælisrit um Melaskóla Út er komin hjá Skruddu glæsilegt afmælisrit um Melaskólann sem varð 60 ára í október síðastliðinn. Þar eru birtar skrár um alla nemendur sem þaðan luku barnaskólaprófi frá upphafi til þessa dags ásamt bekkjarmyndum. Menning 15.1.2007 06:30 Mannamyndir á söfnum Þrjár stórsýningar hafa verið uppi í London á þessu hausti: Mannamyndasýningu Þjóðverjans Hans Holbein (1497/98-1543) lauk í Tate-safninu síðasta sunnudag. Menning 13.1.2007 13:30 Bók um Mikines hrósað Nesútgáfunnar um færeyska málarann Samal Joensen-Mikines sem Aðalsteinn Ingólfsson er aðalhöfundurinn að fær framúrskarandi umsögn hjá Peter Michael Hornung í Politiken um helgina. Ein glæsilegasta útgáfa ársins segir gagnrýnandinn og hrósar aðstandendum útgáfunnar fyrir metnað í öllum frágangi verksins. Menning 13.1.2007 10:30 Bláminn indigo Þjóð sem klæðir sig árið um kring í bláar gallabuxur ætti ekki að kippa sér upp við að myndlistarmenn setji saman sýningu með yfirskriftinni Indigo. Á hverju ári er baðmullin í gallabuxunum lituð blá með tilbúnum indigo-lit sem hefur um langt árabil tekið við af hinum forna dimmbláa lit. Menning 13.1.2007 09:30 Steinunn í Florida Steinunn Þórarinsdóttir á verk á listaverkamessunni í Palm Beach 3 Contemporary Art Fair í Flórida.Það eru um níutíu gallerí sem þar sýna og er Samuel Osborne galleríið í Mayfair sem höndalr alla jafna með verk Steinunnar sem sýnir þar syðra. Menning 12.1.2007 08:15 Byggingalist í ráðhúsinu Það er ekki á hverjum degi sem almenningi gefst kostur á að sjá sæmilegt yfirlit um íslenska byggingarlist en nú gefst slíkt tækifæri: Sýning um byggingarlist á Íslandi á síðustu árum verður uppi í Tjarnarsal, Ráðhússins í Reykjavík frá föstudeginum 12. til 28. janúar. Menning 12.1.2007 02:00 Sólarljóð í myndum Listmálarinn, blaðamaðurinn, ritstjórinn og ferðabókahöfundurinn Gísli Sigurðsson hefur gefið Garðabæ, þar sem hann býr, myndröð eftir sjálfan sig sem gerð er eftir Sólarljóðum. Menning 11.1.2007 14:30 Færeysk list í Hafnarborg Á sýningunni „Einsýna List“ eru verk eftir sex færeyska listamenn og verður hún opnuð í Hafnarborg kl. 17 í dag. Einn þeirra, Astri Luihn, segir að þjóðirnar tvær geti lært margt hver af annarri. Menning 11.1.2007 11:45 Von á góðu Ian McEwan er með nýja skáldsögu í undirbúningi sem kemur út í Bretlandi á vormánuðum; On Chesle Beach. Laugardagur hans kom út í frábærri þýðingu Árna Óskarssonar fyrir hátíðir og hefur víðast hvar fengið góða dóma. Nýja skáldsaga McEwan gerist árið 1962 og lýsir sambandi hjóna. Menning 10.1.2007 16:30 Býr til klakastyttur í bílskúrnum Ottó Magnússon, matreiðslumaður á Humarhúsinu, á sér sérstaka aukabúgrein; á kvöldin og um helgar býr hann til ísstyttur eftir pöntunum. „Ég fór á námskeið í Kanada fyrir áratug og hef verið að gera þetta síðan,“ segir Ottó. „Mér fannst þetta bara smart og ákvað að prófa. Svo kom þetta bara með æfingunni.“ Menning 9.1.2007 10:30 Jón fékk pening Árleg úthlutun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins var á gamlársdag og fékk Jón Kalman Stefánsson hana að þessu sinni. Jón hlaut sem kunnugt er íslensku bókmenntaverðlaunin fyrr á árinu enda er hann margra verðlauna maklegur: Jón hóf feril sinn sem ljóðskáld en hefur um langt árabil stundað sagnabúskap og sent frá sér fjölda eftirminnilegra sagna. Menning 3.1.2007 11:00 Hlotnast heiður Njörður P. Njarðvík prófessor hlaut á dögunum menningarverðlaun Sænsk-íslenska menningarsjóðsins. Sjóður þessi var stofnaður árið 1995 í kjölfar gjafar sænsku ríkisstjórnarinnar til Íslendinga á fimmtíu ára lýðveldisári. Menning 2.1.2007 11:45 Átthagafræði samkvæmt bók KK Önnur sýning Söguloftsins í Landnámssetrinu í Borgarnesi leit dagsins ljós á föstudag. Önnur sýning var á laugardagskvöld: Einar Kárason og KK flytja þar Menn eru svona sem byggir að miklu leyti á minningum KK sem Einar skráði eftir honum sjálfum og fleirum og gaf út á bók 2002 og svo söngvum KK, bæði frumsömdum og sóttum í sjóði söngvaskáldsins. Þetta er dagskrá sem teygir sig í tvo klukkutíma, þægileg áheyrnar og skemmtileg kvöldstund sem líður hratt. Menning 2.1.2007 10:00 Víða sýningarlok Í dag og á morgun er víða komið að sýningarlokum í mörgum sýningarsala landsins. Það er því enn tækifæri til að sjá ýmislegt af því sem kom upp á fyrstu vikum vetrarins og nú þegar dauður tími er í lífi margra er fínt að líta til þess sem er að gerast í myndlistinni. Menning 29.12.2006 16:30 Myndlistin fer á vefinn Breski safnarinn og auðkýfingurinn Charles Saatchi rekur vef fyrir unga myndlistarmenn í tengslum við safn sitt í London: www.saatchi-gallery.co.uk/stuart. Þangað koma nú þrjár milljónir innlita á degi hverjum. Á vef safnsins er slóð fyrir listamenn, Your Gallery, og eru ríflega 25 þúsund listamenn með verk sín skráð þar og til sölu. Menning 29.12.2006 15:00 Menn eru svona og svona Í kvöld verður fyrsti flutningur á Landnámssetrinu í Borgarnesi á dagskrá – söngatriði með spjalli eða eintali með innskotum og tónlist – þar sem KK og Einar Kárason rifja upp feril þess fyrrnefnda. Þar byggja þeir á samstarfi sínu fyrir nokkrum misserum þegar Einar skráði sögu KK, Þangað sem vindurinn blæs. Menning 29.12.2006 14:00 Harry Potter feigur Líkurnar á að skáldsagnapersónan Harry Potter lifi af í nýjustu bókinni eru hverfandi að mati veð-mangara. Talið er nær öruggt að Potter láti lífið í Dauðaköllunum og er illmennið Voldemort talinn líklegasti morðinginn. Margir hafa einnig veðjað á að Harry verði sjálfum sér að bana í því skyni að tortíma Voldemort. Menning 29.12.2006 11:00 Endurrómur upphafsins - Tvær stjörnur Metnaðarfull ljóðabók en mjög óþroskaður skáldskapur. Skáldið leitar hinstu raka og þráspyr sjálft sig um eðli veruleikans. Menning 28.12.2006 14:30 « ‹ 190 191 192 193 194 195 196 197 198 … 334 ›
Ingibjörg Sólrún til sölu fyrir rétt verð „Ingibjörg er verðugt viðfangsefni fyrir málara,“ segir Björn T. Hauksson, ljósmyndari og málari, en hann hefur stillt olíumálverki sem hann málaði af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, upp í glugga á ljósmyndastofu sinni á Óðinsgötu. Menning 25.1.2007 07:45
Þrælar þorrans Skáldafélagsskapurinn Nýhil stendur fyrir upplestrarkvöldi í Stúdentakjallaranum við Hringbraut í kvöld. Menning 25.1.2007 04:30
Boðið í vettlinga Bjarts í Sumarhúsum „Þetta er auðvitað tilbúningur og í gamni gert en það hafa margir tekið þessu alvarlega og boðið í vettlingana,“ segir Bragi Kristjónsson fornbókasali. Glöggir vegfarendur hafa rekið augun í forláta ullarvettlinga í glugga Bókarinnar, fornbókaverslun Braga við Klapparstíg, sem merktir eru sjálfum Bjarti úr Sumarhúsi, úr Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Tekið er skýrt fram að vettlingarnir séu ekki falir. Menning 24.1.2007 09:15
Faust í þýðingu Coleridge? Stefnt er að því að þýðing enska skáldsins Samuel Taylor Coleridge á Faust, höfuðverki þýska starfsbróður hans Goethes, komi út hjá Oxford University Press í september. Þýðing þessi ku hafa legið í gleymsku í næstum tvær aldir en rómantíkerinn er talinn hafa tekið að sér að þýða verkið í kringum árið 1814. Vefmiðill breska dagblaðsins Independent greindi frá þessu nýlega. Menning 24.1.2007 08:30
Grasrótarstarf í galleriBOXi GalleriBOX er gamall kontór í mjólkurvinnslu norður á Akureyri. Listalífið iðar í Gilinu en fjórar metnaðarfullar konur fara með lyklavöldin í Boxinu, sem hýsir fjölmargar sýningar á hverju ári. Menning 24.1.2007 06:30
Strætóbílstjóri opnar myndlistarsýningu Strætóbílstjórinn Þórhallur Sigurðsson opnaði sína fyrstu opinberu málverkasýningu á sextíu ára afmælisdegi alnafna síns Ladda síðastliðinn laugardag. „Ég hef málað síðustu fjögur árin en ekki nógu mikið samt. Núna er ég að gefa þessu sjéns almennilega en ég hef alltaf hugsað mér að leggja myndlistina fyrir mig,“ segir Þórhallur, sem hefur starfað sem strætóbílstjóri í fjögur ár. Menning 24.1.2007 05:00
Nýsmíðar í Listasafni Íslands Tónlistarhópurinn Aton heldur tónleika í Listasafni Íslands kl. 20 í kvöld – á fjórða degi Myrkra músíkdaga. Aton-hópurinn er skipaður ungu tónlistarfólki sem sérhæfir sig í nýrri íslenskri tónlist og hefur leikið á hátíðinni undanfarin ár. Menning 23.1.2007 07:00
Hið þekkta og óþekkta Myndlistarmennirnir Hlaðgerður Íris Björnsdóttir og Aron Reyr Sverrisson opna sýninu á verkum sínum í Listasafni Reykjanesbæjar á morgun kl. 14. Sýningin ber yfirskriftina "Tvísýna“ og er haldin í Duushúsum. Menning 19.1.2007 04:30
Áttleysur og útþráin Í hinu snyrtilega húsnæði gallerís i8 á Klapparstíg stendur frakkaklæddur gestur og heldur myndlistarmanni á snakki. Myndlistarmaðurinn er búinn að koma fyrir tveimur stórum stálplötulaga verkum á gólfinu en umhverfis eru 32 ferhyrnd en aflöng verk í römmum: öll sýna það sama - fleyg úr áttunum 32 á áttavitanum. Menning 18.1.2007 02:00
Hvað leynist í skúffunum? Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka efnir árlega til verðlaunasamkeppni og auglýsir eftir handritum að skáldsögum fyrir börn og unglinga. Sagan skal vera að lágmarki fimmtíu blaðsíður að lengd eða um tuttugu þúsund orð. Ekki er gert ráð fyrir því að verðlaunasagan verði myndskreytt. Menning 16.1.2007 08:30
Öðruvísi saga - Fjórar stjörnur Bókin hentar vel ungum lesendum og er ég viss um að fólk á þeim aldri hefur oft leitt hugann að svipuðum aðstæðum og Kæja hugsar um. Hugleiðingar hennar gætu þannig vakið fleiri spurningar og veitt kjörið tækifæri fyrir hina eldri að ræða við hina yngri um stríðsátök, söguna og ástandið í dag. Menning 16.1.2007 07:45
Unnið með almenna ógæfu Myndlistarmaðurinn Kolbeinn Hugi Höskuldsson heldur óvenjulega sýningu í Nýlistasafninu um þessar mundir. Yfirskrift hennar er „Still drinking about you“ en þar veitir hann gestum sínum „einstakt tækifæri til að skyggnast inn í íveru listamannsins jafnframt því að fjalla á fordómalausan hátt um sjúkan hugarheim fíkilsins“. Menning 16.1.2007 03:00
Afmælisrit um Melaskóla Út er komin hjá Skruddu glæsilegt afmælisrit um Melaskólann sem varð 60 ára í október síðastliðinn. Þar eru birtar skrár um alla nemendur sem þaðan luku barnaskólaprófi frá upphafi til þessa dags ásamt bekkjarmyndum. Menning 15.1.2007 06:30
Mannamyndir á söfnum Þrjár stórsýningar hafa verið uppi í London á þessu hausti: Mannamyndasýningu Þjóðverjans Hans Holbein (1497/98-1543) lauk í Tate-safninu síðasta sunnudag. Menning 13.1.2007 13:30
Bók um Mikines hrósað Nesútgáfunnar um færeyska málarann Samal Joensen-Mikines sem Aðalsteinn Ingólfsson er aðalhöfundurinn að fær framúrskarandi umsögn hjá Peter Michael Hornung í Politiken um helgina. Ein glæsilegasta útgáfa ársins segir gagnrýnandinn og hrósar aðstandendum útgáfunnar fyrir metnað í öllum frágangi verksins. Menning 13.1.2007 10:30
Bláminn indigo Þjóð sem klæðir sig árið um kring í bláar gallabuxur ætti ekki að kippa sér upp við að myndlistarmenn setji saman sýningu með yfirskriftinni Indigo. Á hverju ári er baðmullin í gallabuxunum lituð blá með tilbúnum indigo-lit sem hefur um langt árabil tekið við af hinum forna dimmbláa lit. Menning 13.1.2007 09:30
Steinunn í Florida Steinunn Þórarinsdóttir á verk á listaverkamessunni í Palm Beach 3 Contemporary Art Fair í Flórida.Það eru um níutíu gallerí sem þar sýna og er Samuel Osborne galleríið í Mayfair sem höndalr alla jafna með verk Steinunnar sem sýnir þar syðra. Menning 12.1.2007 08:15
Byggingalist í ráðhúsinu Það er ekki á hverjum degi sem almenningi gefst kostur á að sjá sæmilegt yfirlit um íslenska byggingarlist en nú gefst slíkt tækifæri: Sýning um byggingarlist á Íslandi á síðustu árum verður uppi í Tjarnarsal, Ráðhússins í Reykjavík frá föstudeginum 12. til 28. janúar. Menning 12.1.2007 02:00
Sólarljóð í myndum Listmálarinn, blaðamaðurinn, ritstjórinn og ferðabókahöfundurinn Gísli Sigurðsson hefur gefið Garðabæ, þar sem hann býr, myndröð eftir sjálfan sig sem gerð er eftir Sólarljóðum. Menning 11.1.2007 14:30
Færeysk list í Hafnarborg Á sýningunni „Einsýna List“ eru verk eftir sex færeyska listamenn og verður hún opnuð í Hafnarborg kl. 17 í dag. Einn þeirra, Astri Luihn, segir að þjóðirnar tvær geti lært margt hver af annarri. Menning 11.1.2007 11:45
Von á góðu Ian McEwan er með nýja skáldsögu í undirbúningi sem kemur út í Bretlandi á vormánuðum; On Chesle Beach. Laugardagur hans kom út í frábærri þýðingu Árna Óskarssonar fyrir hátíðir og hefur víðast hvar fengið góða dóma. Nýja skáldsaga McEwan gerist árið 1962 og lýsir sambandi hjóna. Menning 10.1.2007 16:30
Býr til klakastyttur í bílskúrnum Ottó Magnússon, matreiðslumaður á Humarhúsinu, á sér sérstaka aukabúgrein; á kvöldin og um helgar býr hann til ísstyttur eftir pöntunum. „Ég fór á námskeið í Kanada fyrir áratug og hef verið að gera þetta síðan,“ segir Ottó. „Mér fannst þetta bara smart og ákvað að prófa. Svo kom þetta bara með æfingunni.“ Menning 9.1.2007 10:30
Jón fékk pening Árleg úthlutun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins var á gamlársdag og fékk Jón Kalman Stefánsson hana að þessu sinni. Jón hlaut sem kunnugt er íslensku bókmenntaverðlaunin fyrr á árinu enda er hann margra verðlauna maklegur: Jón hóf feril sinn sem ljóðskáld en hefur um langt árabil stundað sagnabúskap og sent frá sér fjölda eftirminnilegra sagna. Menning 3.1.2007 11:00
Hlotnast heiður Njörður P. Njarðvík prófessor hlaut á dögunum menningarverðlaun Sænsk-íslenska menningarsjóðsins. Sjóður þessi var stofnaður árið 1995 í kjölfar gjafar sænsku ríkisstjórnarinnar til Íslendinga á fimmtíu ára lýðveldisári. Menning 2.1.2007 11:45
Átthagafræði samkvæmt bók KK Önnur sýning Söguloftsins í Landnámssetrinu í Borgarnesi leit dagsins ljós á föstudag. Önnur sýning var á laugardagskvöld: Einar Kárason og KK flytja þar Menn eru svona sem byggir að miklu leyti á minningum KK sem Einar skráði eftir honum sjálfum og fleirum og gaf út á bók 2002 og svo söngvum KK, bæði frumsömdum og sóttum í sjóði söngvaskáldsins. Þetta er dagskrá sem teygir sig í tvo klukkutíma, þægileg áheyrnar og skemmtileg kvöldstund sem líður hratt. Menning 2.1.2007 10:00
Víða sýningarlok Í dag og á morgun er víða komið að sýningarlokum í mörgum sýningarsala landsins. Það er því enn tækifæri til að sjá ýmislegt af því sem kom upp á fyrstu vikum vetrarins og nú þegar dauður tími er í lífi margra er fínt að líta til þess sem er að gerast í myndlistinni. Menning 29.12.2006 16:30
Myndlistin fer á vefinn Breski safnarinn og auðkýfingurinn Charles Saatchi rekur vef fyrir unga myndlistarmenn í tengslum við safn sitt í London: www.saatchi-gallery.co.uk/stuart. Þangað koma nú þrjár milljónir innlita á degi hverjum. Á vef safnsins er slóð fyrir listamenn, Your Gallery, og eru ríflega 25 þúsund listamenn með verk sín skráð þar og til sölu. Menning 29.12.2006 15:00
Menn eru svona og svona Í kvöld verður fyrsti flutningur á Landnámssetrinu í Borgarnesi á dagskrá – söngatriði með spjalli eða eintali með innskotum og tónlist – þar sem KK og Einar Kárason rifja upp feril þess fyrrnefnda. Þar byggja þeir á samstarfi sínu fyrir nokkrum misserum þegar Einar skráði sögu KK, Þangað sem vindurinn blæs. Menning 29.12.2006 14:00
Harry Potter feigur Líkurnar á að skáldsagnapersónan Harry Potter lifi af í nýjustu bókinni eru hverfandi að mati veð-mangara. Talið er nær öruggt að Potter láti lífið í Dauðaköllunum og er illmennið Voldemort talinn líklegasti morðinginn. Margir hafa einnig veðjað á að Harry verði sjálfum sér að bana í því skyni að tortíma Voldemort. Menning 29.12.2006 11:00
Endurrómur upphafsins - Tvær stjörnur Metnaðarfull ljóðabók en mjög óþroskaður skáldskapur. Skáldið leitar hinstu raka og þráspyr sjálft sig um eðli veruleikans. Menning 28.12.2006 14:30