Mats Wibe Lund fagnar löngum ferli 18. ágúst 2007 02:45 Gautar frá Siglufirði á sjötta áratugnum. Ljósmynd:Mats Vibe Lund Í tilefni af sjötugsafmæli sínu fyrr á þessu ári opnar Mats Wibe Lund ljósmyndari sýningu völdum myndum úr sínu gríðarlega safni í galleríi Orkuveitu Reykjavíkur 100º að Bæjarhálsi 1 á morgun. Mats kallar sýninguna Augnagaman en hún er opin virka daga frá kl. 8.0 til kl. 16.00. Mats er þekktastur fyrir myndir sínar af byggðum og landslagi en snýr nú við blaðinu og sýnir aðallega myndir af hversdagslífinu hér áður fyrr. Þetta eru myndir frá árunum milli 1956 og 1974, miklu umbrotatímabili í öllum lífsháttum þjóðarinnar. Alls eru 45 myndir á sýningunni á Bæjarhálsi, allar teknar á filmu á Hasselblad-myndavél sem þá var leiðandi verkfæri ljósmyndara. Mats Wibe Lund fæddist í Noregi 28. febrúar 1937. Ljósmyndamenntun sína fékk hann í Konunglega norska flughernum, í Frakklandi og í Þýskalandi. Áhuga hans á Íslandi má rekja til þess tíma er faðir hans rak fyrirtæki sem var í sama húsi og ræðismannsskrifstofa Íslands í Ósló. Hann kom fyrst til Íslands sumarið 1954 og vann þá við uppgröft í Skálholti. Framan af starfaði hann jöfnum höndum sem blaðamaður og ljósmyndari. Hann hefur skrifað á annað þúsund blaðagreinar um margvísleg íslensk málefni fyrir blöð og tímarit í Evrópu og Bandaríkjunum. Með tuttugu Íslandsferðir að baki flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Arndísi Ellertsdóttur, alkominn hingað heim vorið 1966. Um tíma rak Mats ljósmyndavöruverslun og portrett-stúdíó í Reykjavík, en hin seinni ár hefur hann helgað sig átthagamyndatökum úr lofti. Hann á mikið safn mynda jafnt af þéttbýlisstöðum sem og af öllum bújörðum og eyðibýlum á Íslandi. Undanfarin ár hefur hann unnið ötullega að innsetningu allra þessara mynda á vefinn www.mats.is. Mats hefur áður tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar bæði hér heima og erlendis. Í ávarpi til sýningargesta segist Mats meðal annars vilja nota tækifærið til að þakka öllum þeim góðu Íslendingum sem hann hefur kynnst um land allt. Hvatning þeirra og gott viðmót hefur ávallt gefið honum byr undir báða vængi. Mats er ljósmyndun ástríða. Hann segir hana snúast fyrst og fremst um að gleðja aðra. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í tilefni af sjötugsafmæli sínu fyrr á þessu ári opnar Mats Wibe Lund ljósmyndari sýningu völdum myndum úr sínu gríðarlega safni í galleríi Orkuveitu Reykjavíkur 100º að Bæjarhálsi 1 á morgun. Mats kallar sýninguna Augnagaman en hún er opin virka daga frá kl. 8.0 til kl. 16.00. Mats er þekktastur fyrir myndir sínar af byggðum og landslagi en snýr nú við blaðinu og sýnir aðallega myndir af hversdagslífinu hér áður fyrr. Þetta eru myndir frá árunum milli 1956 og 1974, miklu umbrotatímabili í öllum lífsháttum þjóðarinnar. Alls eru 45 myndir á sýningunni á Bæjarhálsi, allar teknar á filmu á Hasselblad-myndavél sem þá var leiðandi verkfæri ljósmyndara. Mats Wibe Lund fæddist í Noregi 28. febrúar 1937. Ljósmyndamenntun sína fékk hann í Konunglega norska flughernum, í Frakklandi og í Þýskalandi. Áhuga hans á Íslandi má rekja til þess tíma er faðir hans rak fyrirtæki sem var í sama húsi og ræðismannsskrifstofa Íslands í Ósló. Hann kom fyrst til Íslands sumarið 1954 og vann þá við uppgröft í Skálholti. Framan af starfaði hann jöfnum höndum sem blaðamaður og ljósmyndari. Hann hefur skrifað á annað þúsund blaðagreinar um margvísleg íslensk málefni fyrir blöð og tímarit í Evrópu og Bandaríkjunum. Með tuttugu Íslandsferðir að baki flutti hann ásamt eiginkonu sinni, Arndísi Ellertsdóttur, alkominn hingað heim vorið 1966. Um tíma rak Mats ljósmyndavöruverslun og portrett-stúdíó í Reykjavík, en hin seinni ár hefur hann helgað sig átthagamyndatökum úr lofti. Hann á mikið safn mynda jafnt af þéttbýlisstöðum sem og af öllum bújörðum og eyðibýlum á Íslandi. Undanfarin ár hefur hann unnið ötullega að innsetningu allra þessara mynda á vefinn www.mats.is. Mats hefur áður tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar bæði hér heima og erlendis. Í ávarpi til sýningargesta segist Mats meðal annars vilja nota tækifærið til að þakka öllum þeim góðu Íslendingum sem hann hefur kynnst um land allt. Hvatning þeirra og gott viðmót hefur ávallt gefið honum byr undir báða vængi. Mats er ljósmyndun ástríða. Hann segir hana snúast fyrst og fremst um að gleðja aðra.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira