Rithöfundar bíða átekta 19. ágúst 2007 09:00 Einar Kárason Miklar sviptingar urðu á útgáfumarkaði hér á landi á dögunum, þegar Edda-útgáfa seldi bókaútgáfuhluta sinn til Máls og menningar. Margir ástsælustu rithöfundar þjóðarinnar hafa verið á mála hjá Eddu. Fréttablaðið forvitnaðist um hvernig viðskiptin horfi við þeim. Ólafur Jóhann Ólafsson, einn farsælasti rithöfundur Íslendinga, sagðist ekki hafa mótað sér skýra afstöðu gagnvart breytingunum. „Ég held að menn hugsi ekki mikið um þetta fyrr en það líður að útgáfu hjá þeim. Ég ætla að sjá hvað verður úr þessu og hvernig þetta spilast allt út, það virðist ekki vera ljóst ennþá," sagði Ólafur. „Ég var að byrja á skáldsögu, svo það er dálítill tími í að ég gefi út. Ég þarf ekkert að stressa mig á þessari ákvörðun," bætti hann við. Ólafur Jóhann Ólafsson Ólafur sagði nöfn útgáfufyrirtækja þar að auki skipta litlu máli. „Ég held að höfundar vinni allir með fólki, ekki fyrirtækjum, þannig að þetta fer allt eftir því hverjir verða þarna innanborðs," sagði hann. Einar Már Guðmundsson Einar Már Guðmundsson var á sama máli. „Ég held að samband útgefanda og höfunda byggist á gagnkvæmu trausti, og það er fólkið innan forlagsins sem skiptir máli," sagði hann. Einar Már var ekki kominn svo langt að íhuga vistaskipti. „Nei, nei, nei. Ég veit ekki til þess að menn séu að hlaupa burt þó á móti blási, en ég veit ekki heldur hvort það blási nokkuð. Það þarf mikla bresti í þetta hjónband til að slíkt komi til tals," sagði hann. Hallgrímur Helgason Hallgrímur Helgason kvaðst mundu bíða átekta og fylgjast með breytingum. „Ég er alltaf opinn fyrir breytingum, en maður er svolítið að bíða og sjá til," sagði hann. Hallgrímur sagði samstarf sitt við Mál og menningu, og síðar Eddu, hafa verið farsælt. „Maður fer ekki að slíta því svo glatt," sagði Hallgrímur, sem kvaðst þó ekki útiloka það með öllu að hann myndi flytja sig um set. „Það gæti komið til greina, en ég hef ekki hugsað svo langt," sagði hann. Einar Kárason var harla ánægður með skiptin, sérstaklega nafnsins vegna. „Eddu-nafnið verður ekki lengur á útgáfunni, heldur Mál og menning. Mér finnst það miklu betra nafn," sagði hann. Fyrsta bók Einars kom út hjá Máli og menningu 1981, og hann segist hafa verið Máls og menningar maður síðan. Hann reiknaði því ekki með því að flytja sig um set. „Ég er að vísu alltaf opinn fyrir nýju samstarfi. JPV gaf til dæmis út bókina Úti að aka, eftir mig og Ólaf Gunnarsson, í fyrra," benti hann á, „en ég vonast til að eiga fínt samstarf við Mál og menningarmenn áfram," sagði hann. Arnaldur Indriðason vildi ekki tjá sig um málið. Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Miklar sviptingar urðu á útgáfumarkaði hér á landi á dögunum, þegar Edda-útgáfa seldi bókaútgáfuhluta sinn til Máls og menningar. Margir ástsælustu rithöfundar þjóðarinnar hafa verið á mála hjá Eddu. Fréttablaðið forvitnaðist um hvernig viðskiptin horfi við þeim. Ólafur Jóhann Ólafsson, einn farsælasti rithöfundur Íslendinga, sagðist ekki hafa mótað sér skýra afstöðu gagnvart breytingunum. „Ég held að menn hugsi ekki mikið um þetta fyrr en það líður að útgáfu hjá þeim. Ég ætla að sjá hvað verður úr þessu og hvernig þetta spilast allt út, það virðist ekki vera ljóst ennþá," sagði Ólafur. „Ég var að byrja á skáldsögu, svo það er dálítill tími í að ég gefi út. Ég þarf ekkert að stressa mig á þessari ákvörðun," bætti hann við. Ólafur Jóhann Ólafsson Ólafur sagði nöfn útgáfufyrirtækja þar að auki skipta litlu máli. „Ég held að höfundar vinni allir með fólki, ekki fyrirtækjum, þannig að þetta fer allt eftir því hverjir verða þarna innanborðs," sagði hann. Einar Már Guðmundsson Einar Már Guðmundsson var á sama máli. „Ég held að samband útgefanda og höfunda byggist á gagnkvæmu trausti, og það er fólkið innan forlagsins sem skiptir máli," sagði hann. Einar Már var ekki kominn svo langt að íhuga vistaskipti. „Nei, nei, nei. Ég veit ekki til þess að menn séu að hlaupa burt þó á móti blási, en ég veit ekki heldur hvort það blási nokkuð. Það þarf mikla bresti í þetta hjónband til að slíkt komi til tals," sagði hann. Hallgrímur Helgason Hallgrímur Helgason kvaðst mundu bíða átekta og fylgjast með breytingum. „Ég er alltaf opinn fyrir breytingum, en maður er svolítið að bíða og sjá til," sagði hann. Hallgrímur sagði samstarf sitt við Mál og menningu, og síðar Eddu, hafa verið farsælt. „Maður fer ekki að slíta því svo glatt," sagði Hallgrímur, sem kvaðst þó ekki útiloka það með öllu að hann myndi flytja sig um set. „Það gæti komið til greina, en ég hef ekki hugsað svo langt," sagði hann. Einar Kárason var harla ánægður með skiptin, sérstaklega nafnsins vegna. „Eddu-nafnið verður ekki lengur á útgáfunni, heldur Mál og menning. Mér finnst það miklu betra nafn," sagði hann. Fyrsta bók Einars kom út hjá Máli og menningu 1981, og hann segist hafa verið Máls og menningar maður síðan. Hann reiknaði því ekki með því að flytja sig um set. „Ég er að vísu alltaf opinn fyrir nýju samstarfi. JPV gaf til dæmis út bókina Úti að aka, eftir mig og Ólaf Gunnarsson, í fyrra," benti hann á, „en ég vonast til að eiga fínt samstarf við Mál og menningarmenn áfram," sagði hann. Arnaldur Indriðason vildi ekki tjá sig um málið.
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira