Krónprins íslenskra glæpasagna 6. september 2007 12:20 Þýska bókaútgáfan List sem er hluti af Ullstein samsteypunni gefur út glæpasöguna Krosstré eftir Jón Hall Stefánsson á morgun. Kynningareintök voru send á þýska fjölmiðla og bókabúðir í síðustu viku og virðist mikill áhugi vera á bókinni. Biðpantanir frá bókabúðum nema nú þegar yfir 20.000 eintökum og er fyrsta prentun bókarinnar þrotin, en endurprentun hafin. Þrátt fyrir að bókin eigi ekki að koma út fyrr en á morgun er fyrsti dómurinn fallinn. Jürgen Ruckh segir í dómi sínum að sagnaheimur Krosstrés sé merkilegur og svo spennandi að varla sé hægt að slíta sig frá bókinni. Hann segir Jón Hall eiga titilinn krónprins íslenskra glæpabókmennta skilinn. Bókin kom út í Noregi í sumar og hefur hún einnig verið lofuð af gagnrýnendum þar í landi. Ole Hoel hjá Adresseavisen segist næstum hafa fallið af stól sínum þegar glæpamaðurinn var dreginn fram og finnst honum Jón Hallur ná að búa til snilldarlega fléttu. Jón Hallur er að vonum ánægður með viðtökurnar en þetta er fyrsta skáldsaga hins 48 ára gamla höfundar. "Ég gerði mér nú ekki vonir um annað en að geta klárað bókina," segir Jón í samtali við Vísi. Hann ætlar nú að halda ótrauður áfram og er von á nýrri glæpasögu með haustinu. "Það er oft þannig að þegar einn tekur við sér fara hjólin að snúast en eftir að bókin kom út í Noregi fóru önnur lönd að sýna henni áhuga," segir Jón Hallur. Krosstré kom út hjá Bjarti árið 2005 en er nú væntanleg í þýðingu í Frakklandi, Danmörku, Hollandi, Spáni og víðar á næstu mánuðum. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þýska bókaútgáfan List sem er hluti af Ullstein samsteypunni gefur út glæpasöguna Krosstré eftir Jón Hall Stefánsson á morgun. Kynningareintök voru send á þýska fjölmiðla og bókabúðir í síðustu viku og virðist mikill áhugi vera á bókinni. Biðpantanir frá bókabúðum nema nú þegar yfir 20.000 eintökum og er fyrsta prentun bókarinnar þrotin, en endurprentun hafin. Þrátt fyrir að bókin eigi ekki að koma út fyrr en á morgun er fyrsti dómurinn fallinn. Jürgen Ruckh segir í dómi sínum að sagnaheimur Krosstrés sé merkilegur og svo spennandi að varla sé hægt að slíta sig frá bókinni. Hann segir Jón Hall eiga titilinn krónprins íslenskra glæpabókmennta skilinn. Bókin kom út í Noregi í sumar og hefur hún einnig verið lofuð af gagnrýnendum þar í landi. Ole Hoel hjá Adresseavisen segist næstum hafa fallið af stól sínum þegar glæpamaðurinn var dreginn fram og finnst honum Jón Hallur ná að búa til snilldarlega fléttu. Jón Hallur er að vonum ánægður með viðtökurnar en þetta er fyrsta skáldsaga hins 48 ára gamla höfundar. "Ég gerði mér nú ekki vonir um annað en að geta klárað bókina," segir Jón í samtali við Vísi. Hann ætlar nú að halda ótrauður áfram og er von á nýrri glæpasögu með haustinu. "Það er oft þannig að þegar einn tekur við sér fara hjólin að snúast en eftir að bókin kom út í Noregi fóru önnur lönd að sýna henni áhuga," segir Jón Hallur. Krosstré kom út hjá Bjarti árið 2005 en er nú væntanleg í þýðingu í Frakklandi, Danmörku, Hollandi, Spáni og víðar á næstu mánuðum.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira