„…leiddist út í þetta aftur“ 1. september 2007 06:00 Kjartan Ólason við verk sín. Í Ásmundarsal við Freyjugötu opnar Listasafn ASÍ sýningu í dag á verkum tveggja myndlistarmanna, Kjartans Ólasonar og Hildar Bjarnadóttur. Sýningin bætist í flóð myndlistarsýninga sem verða opnaðar þessa helgi. Báðir hafa listamennirnir verið við myndlist um langt skeið: Hildur víða sýnt undanfarið en Kjartan hefur ekki haldið sýningu um langt árabil. „Ég hætti þessu í ein sjö, átta ár," sagði Kjartan. Hann hafði þá sýnt verk sín oft og víða: stórar flatarmyndir með hráu og áköfu yfirbragði þar sem líkamar liðu í rýminu. Málverk hans voru í miklu áliti innan þess hóps sem enn hélt tryggð við málverkið meðan önnur birtingarform fóru hátt. En hann var ekki ánægður með viðtökur: „Ég sá engan tilgang með þessu. Um aldamótin fór að tröllríða öllu listalífi einhver viðburðastefna hjá diet-liðinu sem réði og lék menninguna grátt, einkum myndlistina. Þessi viðburðamenning náði hámarki menningarborgarárið og hefur ekki minnkað síðan." Kjartan segist hafa látið tilleiðast að setja sýningu sína upp: „Þetta er lítil sýning, nánast stubbar. Ég leiddist út í þetta aftur, fór að teikna, bæði með blýanti og kolum á pappír og beint á plötur. Ég vinn eftir gömlum mælikvörðum, reyni að ná núönsum og fínheitum eins og menn gerðu áður. Svo eru þarna í Ásmundarsal ljósmynd og veggverk, ég veit eiginlega ekki hvað á að kalla það: þetta er einhvers konar hræ undir gleri." Kjartan er fæddur 1955. Hann er menntaður við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Empire State College í New York. Hildur Bjarnadóttir sýnir tilraunakenndan textíl. Samvistum við Kjartan í Ásmundarsal er Hildur Bjarnadóttir. Á sýningunni í Listasafni ASÍ sýnir Hildur verk þar sem grunnhugmyndir myndlistar og hefðir textílhandverks eru til umfjöllunar. Hún vitnar í málverkshefðina en er jafnframt að skoða handverk kvenna á fyrri tímum eins og hún hefur löngum gert áður. Útkoman er verk sem virðast bera keim af naumhyggju, en hafa víðtæka skírskotun þegar nánar er gáð. Hildur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 1992. Tveimur árum seinna hóf hún nám við Pratt Institute í New York sem hún lauk með MFA 1997. Verk eftir Hildi eru m.a. í eigu Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur og hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og sýningunni lýkur 23. september. Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í Ásmundarsal við Freyjugötu opnar Listasafn ASÍ sýningu í dag á verkum tveggja myndlistarmanna, Kjartans Ólasonar og Hildar Bjarnadóttur. Sýningin bætist í flóð myndlistarsýninga sem verða opnaðar þessa helgi. Báðir hafa listamennirnir verið við myndlist um langt skeið: Hildur víða sýnt undanfarið en Kjartan hefur ekki haldið sýningu um langt árabil. „Ég hætti þessu í ein sjö, átta ár," sagði Kjartan. Hann hafði þá sýnt verk sín oft og víða: stórar flatarmyndir með hráu og áköfu yfirbragði þar sem líkamar liðu í rýminu. Málverk hans voru í miklu áliti innan þess hóps sem enn hélt tryggð við málverkið meðan önnur birtingarform fóru hátt. En hann var ekki ánægður með viðtökur: „Ég sá engan tilgang með þessu. Um aldamótin fór að tröllríða öllu listalífi einhver viðburðastefna hjá diet-liðinu sem réði og lék menninguna grátt, einkum myndlistina. Þessi viðburðamenning náði hámarki menningarborgarárið og hefur ekki minnkað síðan." Kjartan segist hafa látið tilleiðast að setja sýningu sína upp: „Þetta er lítil sýning, nánast stubbar. Ég leiddist út í þetta aftur, fór að teikna, bæði með blýanti og kolum á pappír og beint á plötur. Ég vinn eftir gömlum mælikvörðum, reyni að ná núönsum og fínheitum eins og menn gerðu áður. Svo eru þarna í Ásmundarsal ljósmynd og veggverk, ég veit eiginlega ekki hvað á að kalla það: þetta er einhvers konar hræ undir gleri." Kjartan er fæddur 1955. Hann er menntaður við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Empire State College í New York. Hildur Bjarnadóttir sýnir tilraunakenndan textíl. Samvistum við Kjartan í Ásmundarsal er Hildur Bjarnadóttir. Á sýningunni í Listasafni ASÍ sýnir Hildur verk þar sem grunnhugmyndir myndlistar og hefðir textílhandverks eru til umfjöllunar. Hún vitnar í málverkshefðina en er jafnframt að skoða handverk kvenna á fyrri tímum eins og hún hefur löngum gert áður. Útkoman er verk sem virðast bera keim af naumhyggju, en hafa víðtæka skírskotun þegar nánar er gáð. Hildur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 1992. Tveimur árum seinna hóf hún nám við Pratt Institute í New York sem hún lauk með MFA 1997. Verk eftir Hildi eru m.a. í eigu Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur og hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og sýningunni lýkur 23. september.
Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira