Ég vil snerta við fólki Anna Margrét Björnsson skrifar 9. september 2007 06:00 "Ég var að reyna að sýna allar hliðar litrófsins. Gleði og sorg,“ segir Mary Ellen Mark, áhrifamesti kvenljósmyndari samtímans. Fréttablaðið/Hörður Á Kaffitári í Þjóðminjasafninu situr ljósmyndarinn heimsfrægi, Mary Ellen Mark að spjalli við eiginmann sinn Martin Bell og Einar Fal, ljósmyndara og myndstjóra Morgunblaðsins. Mary Ellen er auðþekkjanleg strax í fjarska. Hún er lágvaxin og lítur út eins og indíánakona. Hár hennar er bundið í tvær svartar fléttur og hún er klædd þjóðlegum fötum. Á úlniðunum ber hún hrúgur af allskyns dularfullum armböndum. Þegar ég kynni mig sprettur hún upp frá salatdisknum sínum og heilsar innilega með handabandi. Hún leiðir mig inn i sýningarsalinn. Mary Ellen Mark, sem er nærri sjötug að aldri, hefur nokkrum sinnum heimsótt Ísland og hefur tvisvar sýnt verk sín á Kjarvalstöðum. Ég spyr hana hvers vegna hún hafi haft áhuga á að mynda fötluð börn á Íslandi. „Það er dásamlegt að hafa getað verið hluti af þessu verkefni. Algerlega frábært,“ segir hún og ljómar. „Þetta byrjaði allt með því að Einar Falur hjálpaði mér til þess að fá að eyða einum degi í Öskjuhlíðarskóla til að mynda börnin. Fyrirgefðu, hvernig berðu þetta aftur fram? Öskjuhlíðarskóli? Var þetta rétt hjá mér?“Lára Lilja fljótandi. Safamýrarskóli, Reykjavík 2006.Að sýna það sem oft er hulið Mary Ellen útskýrir að í kjölfarið hafi hún fylgst með fötluðum krökkum í Safamýrarskóla, á Lyngási og í Öskjuhlíðarskóla í heilan mánuð og myndað þau fyrir þessa stóru sýningu sem nú er að opna í safninu. „Fyrsta daginn sem ég myndaði í Öskjuhlíðarskóla heillaðist ég af þessum fallega og sérstaka dreng sem heitir Alexander og tók margar myndir af honum. Síðar á ferð minni til Íslands hitti ég móður hans Steinunni (Sigurðardóttir, fatahönnuð) undir allt öðrum kringumstæðum og var að lýsa þessum dreng fyrir henni. „Þetta er strákurinn minn,“ sagði hún stolt. Hugsaðu þér hvað það var mikil tilviljun? Og svo fannst Margréti ( Hallgrímsdóttur, þjóðminjaverði) það frábær hugmynd að halda sýningu um þessi börn.“ Ferill Mary Ellen Mark er afar fjölbreyttur en meðal þekktustu myndefna hennar eru sirkusar á Indlandi, heimilislausir unglingar í Seattle, geðdeild kvenna í Oregon, líknarstofnun móður Teresu í Kolkata og vændiskonur í Bombay. „Það má segja að ég hafi unnið mikið með fötlun. Bæði með myndum mínum í Kolkata og svo hef ég líka myndað blind börn fyrir tímarit. Að þessu leyti er verkefnið tengt því sem ég hef verið að fást við, að sýna það sem oft er hulið almenningi. En kerfið hér á Íslandi er svo miklu betra en í Bandaríkjunum. Þar þarftu að borga hundrað þúsund dollara til þess að koma fötluðu barni í sérskóla. Ef þú ert fátækur og fatlaður í Bandaríkjunum áttu ekki séns í lífinu.“ Hún verður þögul um stund. „Sjáðu þessa stúlku,“ segir hún svo og bendir brosandi á mynd af ungri stúlku. „Ég elska þessa stelpu. Hún er svo sæt.“Jökull úti á leikvelli á köldum degi. Öskjuhlíðarskóli, Reykjavík 2006.Fullt af ást og hlýju Í Öskjuhlíðarskóla eru þroskaheft og fjölfötluð börn á grunnskólaaldri en í Safamýrarskóla eru krakkar sem eiga við sérlega alvarlega fötlun að stríða. „Það er svo mikilvægt að til séu svona sérstakir skólar fyrir sérstök börn í stað þess að setja þau í almenna skóla. Og þrátt fyrir að aðstæður séu ekki kjörnar í skólunum þá er starfsfólkið alveg dásamlegt. Það er bæði afskaplega fagmannlegt en líka svo tengt inn á tilfinningasvið barnanna. Börnin eru virt fyrir það sem þau eru og allir eru fullir af ást og hlýju. Börn með mismunandi fötlun eru saman í skólanum. Alexander til dæmis er mjög fatlaður en hann getur þó komið sér áfram í hjólastól. Hann er í Öskjuhlíðarskóla og það er gott fyrir hann að vera þar og vera líka með minna fötluðum börnum. Hann lærir af þeim. Ég varð mjög hænd að þessum börnum, mér þykir vænt um þau. Sérstaklega Alexander en það er vegna þess að ég þekki hann best þeirra allra. Hann er svo sterkur karakter. Hann er gömul sál. Við erum í miklu sambandi og við mamma hans erum vinkonur.“ Hún tekur í handlegginn á mér. „Ertu búin að sjá myndina um hann? Þú verður að sjá myndina! Hún er frábær.“ Eiginmaður Mary Ellen Mark er hinn þekkti kvikmyndaleikstjóri Martin Bell en hann gerði heimildarmynd um líf Alexanders í fyrra sem einnig er sýnd í Þjóðminjasafninu. Þar að auki eru sýndar myndir Ívars Brynjólfssonar en hann fangar umhverfi barnanna í innanhússljósmyndum af skólunum. Mary Ellen segist vona að sýningin veki fólk til umhugsunar um börnin, líf þeirra og aðstöðu, en næst fara ljósmyndirnar á sýningu í New York og svo til Skandinavíu. Mary Ellen Mark þykir áhrifamesti kvenljósmyndari samtímans og ég spyr hana hvers vegna hún haldi að myndir hennar hreyfi svona við fólki. Hún verður hugsi. „Ég vona að þær geri það. Ég vil snerta við fólki. Það er tilgangur minn. Meira að segja þegar ég mynda auglýsingar, sem ég verð að gera til þess að hafa eitthvað lifibrauð, þá geri ég mitt besta þar líka til að hreyfa við fólki.“Kristín veifar til mín á köldum degi. Öskjuhlíðarskóli, Reykjavík 2006.Vissi að myndirnar yrðu að vera sterkar „Fötlun snertir svo marga. Það hefði verið ómögulegt í flestum tilfellum þessara barna að vita að nokkuð hefði verið að þeim í móðurkviði,“ segir Mary Ellen. „En ég fann sterkt fyrir því að það er einhver dýpri tilgangur með lífi þessara barna. Þau eru svo einstök og falleg.“ Ég stöðvast við mynd af tveimur börnum. Annað er í pollagalla og virðist vera um sex ára gamalt og er að keyra mun eldra barn um skólalóðina í hjólastól. Vináttan og samhugurinn skína svo sterkt úr myndinni að ég get ekki orða bundist. „Já, ég veit, þetta er það sem er svo sterkt í þessum skólum. Krakkarnir eiga svo góða vini. Þau eru öll svo ólík en mynda svo sterk bönd. En sjáðu þessa stúlku.“ Hún bendir á mynd af lítilli stelpu sem öskrar af hræðilegri angist, ein úti á skólalóð. „Hún er einhverf. En sjáðu svo þessa mynd af henni.“ Nú bendir hún á sömu stúlku sem liggur kyrrlát eins og engill og starir út í loftið. „Hér er hún, föst í sínum innri heimi.“ Margar myndanna eru teknar í sundlauginni í Safamýrarskóla en þar njóta þau sín einna best segir Mary Ellen. „Þar eru þau frjálsari. Sjáðu þetta er Karolis. Hann er skellihlæjandi. Hann elskar vatnið. Og sjáðu þessa stúlku. Hún er svo fögur, svo rómantísk. Hún getur hvorki talað né gengið. Og sjáðu, hér er lítill drengur með heilalömun. Hann er hlæjandi í vatninu. Og þetta er Eyjólfur. Hann er einhverfur og er að fela sig inni í teppi.“ Við þegjum stutta stund. Svo segir hún alvarleg í bragði. „Veistu, ég vissi að ég yrði að vera hörð. Ég vissi að myndirnar yrðu að vera sterkar. Þetta var mjög erfitt en þetta var það sem þurfti að gera. Ég var að reyna að sýna allar hliðar litrófsins. Gleði og sorg. Ég er svo hamingjusöm að mér var falið þetta verkefni og að njóta þeirrar gæfu að kynnast þessum yndislegu mannverum.“ Sýningin Undrabörn stendur til 27. janúar og vegleg ljósmyndabók með sama heiti er komin út. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á Kaffitári í Þjóðminjasafninu situr ljósmyndarinn heimsfrægi, Mary Ellen Mark að spjalli við eiginmann sinn Martin Bell og Einar Fal, ljósmyndara og myndstjóra Morgunblaðsins. Mary Ellen er auðþekkjanleg strax í fjarska. Hún er lágvaxin og lítur út eins og indíánakona. Hár hennar er bundið í tvær svartar fléttur og hún er klædd þjóðlegum fötum. Á úlniðunum ber hún hrúgur af allskyns dularfullum armböndum. Þegar ég kynni mig sprettur hún upp frá salatdisknum sínum og heilsar innilega með handabandi. Hún leiðir mig inn i sýningarsalinn. Mary Ellen Mark, sem er nærri sjötug að aldri, hefur nokkrum sinnum heimsótt Ísland og hefur tvisvar sýnt verk sín á Kjarvalstöðum. Ég spyr hana hvers vegna hún hafi haft áhuga á að mynda fötluð börn á Íslandi. „Það er dásamlegt að hafa getað verið hluti af þessu verkefni. Algerlega frábært,“ segir hún og ljómar. „Þetta byrjaði allt með því að Einar Falur hjálpaði mér til þess að fá að eyða einum degi í Öskjuhlíðarskóla til að mynda börnin. Fyrirgefðu, hvernig berðu þetta aftur fram? Öskjuhlíðarskóli? Var þetta rétt hjá mér?“Lára Lilja fljótandi. Safamýrarskóli, Reykjavík 2006.Að sýna það sem oft er hulið Mary Ellen útskýrir að í kjölfarið hafi hún fylgst með fötluðum krökkum í Safamýrarskóla, á Lyngási og í Öskjuhlíðarskóla í heilan mánuð og myndað þau fyrir þessa stóru sýningu sem nú er að opna í safninu. „Fyrsta daginn sem ég myndaði í Öskjuhlíðarskóla heillaðist ég af þessum fallega og sérstaka dreng sem heitir Alexander og tók margar myndir af honum. Síðar á ferð minni til Íslands hitti ég móður hans Steinunni (Sigurðardóttir, fatahönnuð) undir allt öðrum kringumstæðum og var að lýsa þessum dreng fyrir henni. „Þetta er strákurinn minn,“ sagði hún stolt. Hugsaðu þér hvað það var mikil tilviljun? Og svo fannst Margréti ( Hallgrímsdóttur, þjóðminjaverði) það frábær hugmynd að halda sýningu um þessi börn.“ Ferill Mary Ellen Mark er afar fjölbreyttur en meðal þekktustu myndefna hennar eru sirkusar á Indlandi, heimilislausir unglingar í Seattle, geðdeild kvenna í Oregon, líknarstofnun móður Teresu í Kolkata og vændiskonur í Bombay. „Það má segja að ég hafi unnið mikið með fötlun. Bæði með myndum mínum í Kolkata og svo hef ég líka myndað blind börn fyrir tímarit. Að þessu leyti er verkefnið tengt því sem ég hef verið að fást við, að sýna það sem oft er hulið almenningi. En kerfið hér á Íslandi er svo miklu betra en í Bandaríkjunum. Þar þarftu að borga hundrað þúsund dollara til þess að koma fötluðu barni í sérskóla. Ef þú ert fátækur og fatlaður í Bandaríkjunum áttu ekki séns í lífinu.“ Hún verður þögul um stund. „Sjáðu þessa stúlku,“ segir hún svo og bendir brosandi á mynd af ungri stúlku. „Ég elska þessa stelpu. Hún er svo sæt.“Jökull úti á leikvelli á köldum degi. Öskjuhlíðarskóli, Reykjavík 2006.Fullt af ást og hlýju Í Öskjuhlíðarskóla eru þroskaheft og fjölfötluð börn á grunnskólaaldri en í Safamýrarskóla eru krakkar sem eiga við sérlega alvarlega fötlun að stríða. „Það er svo mikilvægt að til séu svona sérstakir skólar fyrir sérstök börn í stað þess að setja þau í almenna skóla. Og þrátt fyrir að aðstæður séu ekki kjörnar í skólunum þá er starfsfólkið alveg dásamlegt. Það er bæði afskaplega fagmannlegt en líka svo tengt inn á tilfinningasvið barnanna. Börnin eru virt fyrir það sem þau eru og allir eru fullir af ást og hlýju. Börn með mismunandi fötlun eru saman í skólanum. Alexander til dæmis er mjög fatlaður en hann getur þó komið sér áfram í hjólastól. Hann er í Öskjuhlíðarskóla og það er gott fyrir hann að vera þar og vera líka með minna fötluðum börnum. Hann lærir af þeim. Ég varð mjög hænd að þessum börnum, mér þykir vænt um þau. Sérstaklega Alexander en það er vegna þess að ég þekki hann best þeirra allra. Hann er svo sterkur karakter. Hann er gömul sál. Við erum í miklu sambandi og við mamma hans erum vinkonur.“ Hún tekur í handlegginn á mér. „Ertu búin að sjá myndina um hann? Þú verður að sjá myndina! Hún er frábær.“ Eiginmaður Mary Ellen Mark er hinn þekkti kvikmyndaleikstjóri Martin Bell en hann gerði heimildarmynd um líf Alexanders í fyrra sem einnig er sýnd í Þjóðminjasafninu. Þar að auki eru sýndar myndir Ívars Brynjólfssonar en hann fangar umhverfi barnanna í innanhússljósmyndum af skólunum. Mary Ellen segist vona að sýningin veki fólk til umhugsunar um börnin, líf þeirra og aðstöðu, en næst fara ljósmyndirnar á sýningu í New York og svo til Skandinavíu. Mary Ellen Mark þykir áhrifamesti kvenljósmyndari samtímans og ég spyr hana hvers vegna hún haldi að myndir hennar hreyfi svona við fólki. Hún verður hugsi. „Ég vona að þær geri það. Ég vil snerta við fólki. Það er tilgangur minn. Meira að segja þegar ég mynda auglýsingar, sem ég verð að gera til þess að hafa eitthvað lifibrauð, þá geri ég mitt besta þar líka til að hreyfa við fólki.“Kristín veifar til mín á köldum degi. Öskjuhlíðarskóli, Reykjavík 2006.Vissi að myndirnar yrðu að vera sterkar „Fötlun snertir svo marga. Það hefði verið ómögulegt í flestum tilfellum þessara barna að vita að nokkuð hefði verið að þeim í móðurkviði,“ segir Mary Ellen. „En ég fann sterkt fyrir því að það er einhver dýpri tilgangur með lífi þessara barna. Þau eru svo einstök og falleg.“ Ég stöðvast við mynd af tveimur börnum. Annað er í pollagalla og virðist vera um sex ára gamalt og er að keyra mun eldra barn um skólalóðina í hjólastól. Vináttan og samhugurinn skína svo sterkt úr myndinni að ég get ekki orða bundist. „Já, ég veit, þetta er það sem er svo sterkt í þessum skólum. Krakkarnir eiga svo góða vini. Þau eru öll svo ólík en mynda svo sterk bönd. En sjáðu þessa stúlku.“ Hún bendir á mynd af lítilli stelpu sem öskrar af hræðilegri angist, ein úti á skólalóð. „Hún er einhverf. En sjáðu svo þessa mynd af henni.“ Nú bendir hún á sömu stúlku sem liggur kyrrlát eins og engill og starir út í loftið. „Hér er hún, föst í sínum innri heimi.“ Margar myndanna eru teknar í sundlauginni í Safamýrarskóla en þar njóta þau sín einna best segir Mary Ellen. „Þar eru þau frjálsari. Sjáðu þetta er Karolis. Hann er skellihlæjandi. Hann elskar vatnið. Og sjáðu þessa stúlku. Hún er svo fögur, svo rómantísk. Hún getur hvorki talað né gengið. Og sjáðu, hér er lítill drengur með heilalömun. Hann er hlæjandi í vatninu. Og þetta er Eyjólfur. Hann er einhverfur og er að fela sig inni í teppi.“ Við þegjum stutta stund. Svo segir hún alvarleg í bragði. „Veistu, ég vissi að ég yrði að vera hörð. Ég vissi að myndirnar yrðu að vera sterkar. Þetta var mjög erfitt en þetta var það sem þurfti að gera. Ég var að reyna að sýna allar hliðar litrófsins. Gleði og sorg. Ég er svo hamingjusöm að mér var falið þetta verkefni og að njóta þeirrar gæfu að kynnast þessum yndislegu mannverum.“ Sýningin Undrabörn stendur til 27. janúar og vegleg ljósmyndabók með sama heiti er komin út.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira