Hönnunarnemar selja blóðbergsdrykk 18. ágúst 2007 05:30 Nemendur á þriðja ári hönnunardeildar Listaháskóla Íslands verða með aðsetur í Gallerí Sellerí á menningarnótt og verður þar mikið húllumhæ í gangi. Nemendur í vöruhönnun munu selja margrómaðan blóðbergsdrykk sem vakti mikla lukku á sýningu í Matarsetrinu í byrjun árs. „Við munum selja blóðbergsdrykkinn sem við Sindri Páll Sigurðsson gerðum í sérstökum matarhönnunarkúrsi síðasta vetur," segir Hafsteinn Júlíusson, nemandi í vöruhönnun. „Ætlunin er að blanda hátt í tólf hundruð drykki og við höfum fengið um fjögur hundruð lítra af gosi í styrk frá Ölgerðinni. Í þetta sinn notum við aðstöðuna í skólanum í eldamennskuna en síðast þurftum við að blanda þetta heima hjá mér og það var fáránlegt. Allt úti um allt. Drykkurinn er meðal annars samsettur af blóðbergstei, sódavatni og bláberjaþykkni sem við fáum frá Heilsuhúsinu," segir Hafsteinn en hann seldi drykkinn áður á sýningunni sem haldin var í lok matarkúrssins. „Þá vorum við með einhverjar hundrað flöskur sem seldust upp á tuttugu mínútum en sýningin stóð í fimm tíma svo við vorum ekki með neitt til sölu í rúma fjóra tíma. Þess vegna fannst okkur við verða að gera þetta aftur og hyggjumst selja drykkinn á fimm hundruð kall. Einnig verðum við með eins konar kebab-klaka á staðnum, frystan drykk sem við sköfum af og gefum fólki að smakka." Auk hins séríslenska blóðbergsdrykks verða aðrir nemendur skólans með boli og plaköt til sölu. „Það verða þarna einhverjir úr fatahönnun og grafískri hönnun að þrykkja á boli á staðnum. Við verðum svo öll með sýningu á verkum okkar í galleríinu og tónlistarmaðurinn Johnny Sexual leikur fyrir gesti. Það verður því mikið glens hjá okkur þarna í Gallerí Sellerí á menningarnótt frá klukkan tólf til átta og allir eru velkomnir." Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nemendur á þriðja ári hönnunardeildar Listaháskóla Íslands verða með aðsetur í Gallerí Sellerí á menningarnótt og verður þar mikið húllumhæ í gangi. Nemendur í vöruhönnun munu selja margrómaðan blóðbergsdrykk sem vakti mikla lukku á sýningu í Matarsetrinu í byrjun árs. „Við munum selja blóðbergsdrykkinn sem við Sindri Páll Sigurðsson gerðum í sérstökum matarhönnunarkúrsi síðasta vetur," segir Hafsteinn Júlíusson, nemandi í vöruhönnun. „Ætlunin er að blanda hátt í tólf hundruð drykki og við höfum fengið um fjögur hundruð lítra af gosi í styrk frá Ölgerðinni. Í þetta sinn notum við aðstöðuna í skólanum í eldamennskuna en síðast þurftum við að blanda þetta heima hjá mér og það var fáránlegt. Allt úti um allt. Drykkurinn er meðal annars samsettur af blóðbergstei, sódavatni og bláberjaþykkni sem við fáum frá Heilsuhúsinu," segir Hafsteinn en hann seldi drykkinn áður á sýningunni sem haldin var í lok matarkúrssins. „Þá vorum við með einhverjar hundrað flöskur sem seldust upp á tuttugu mínútum en sýningin stóð í fimm tíma svo við vorum ekki með neitt til sölu í rúma fjóra tíma. Þess vegna fannst okkur við verða að gera þetta aftur og hyggjumst selja drykkinn á fimm hundruð kall. Einnig verðum við með eins konar kebab-klaka á staðnum, frystan drykk sem við sköfum af og gefum fólki að smakka." Auk hins séríslenska blóðbergsdrykks verða aðrir nemendur skólans með boli og plaköt til sölu. „Það verða þarna einhverjir úr fatahönnun og grafískri hönnun að þrykkja á boli á staðnum. Við verðum svo öll með sýningu á verkum okkar í galleríinu og tónlistarmaðurinn Johnny Sexual leikur fyrir gesti. Það verður því mikið glens hjá okkur þarna í Gallerí Sellerí á menningarnótt frá klukkan tólf til átta og allir eru velkomnir."
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira