Lífið

Bein útsending: IKEA geitin rís í Kauptúni

Þegar 75 dagar eru til jóla má víða sjá merki þess að helstu jólabörn landsins séu komin í gírinn. Þannig má á einstaka húsum sjá jólaseríur og í Garðabær mætir kunnuglegur gestur á svæðið.

Lífið

Silli kokkur sá næst­besti í Evrópu

Vagn Silla kokks lenti í öðru sæti í keppninni um Besta götubita Evrópu sem fram fór um helgina. Borgarinn hans Silla var valinn sá besti en Silli var einnig í öðru sæti í kosningu gesta hátíðarinnar.

Lífið

Átti ekki von á að Snertingu myndi ganga svona vel

Eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims hefur keypt réttinn að íslensku kvikmyndinni Snerting. Kaupsamningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hvað íslenska kvikmynd varðar en leikstjórinn segist ekki hafa búist við svo góðum móttökum úr kvikmyndaheiminum.

Lífið

KÚNST: „Við erum alltaf í stöðugri glímu“

Íslenska glíman heillaði listamanninn Sigurð Sævar Magnúsarson sem ákvað að mála gífurlega stórt verk í fjórum hlutum af glímuköppum. Verkið var hluti af sýningu úti í Hollandi þar sem Sigurður Sævar leggur stund á myndlistarnám við Konunglegu akademíuna í Den Haag. Sigurður Sævar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning

Sniðglíma á lofti reynd til að fella glímukóng Íslands

Enginn bær á Íslandi státar af öflugri glímuköppum um þessar mundir en Reyðarfjörður. Glímukóngur Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, handhafi Grettisbeltisins, og glímudrottning Íslands, Kristín Embla Guðjónsdóttir, handhafi Freyjumensins, eru bæði Reyðfirðingar.

Lífið

„Tíska er list í lifandi formi“

Karítas Spano stundar nám við fatahönnun í Listaháskóla Íslands og vinnur sem sjálfstætt starfandi stílisti. Fatnaður er hennar helsta tjáningarform en hún býr yfir einkennandi persónulegum stíl sem hún er óhrædd við að þróa. Karítas Spano er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Armensk Eurovision söngkona slær í gegn

Söngkonan Rosa Linn keppti fyrir hönd Armeníu í Eurovision síðastliðið vor með lagið Snap en það situr í fjórða sæti Íslenska listans þessa vikuna, tæpum fimm mánuðum eftir keppnina.

Tónlist

Regnbogahátíð í Mýrdalnum um helgina

Það iðar allt af lífi í Vík í Mýrdal og í sveitunum þar í kring um helgina því Regnbogahátíð fer þar fram um helgina. Um er að ræða menningarhátíð þar sem boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir unga, sem aldna.

Lífið

Bætt and­leg og líkam­leg heilsa hjá The Hou­se of Beauty – Happy hour til­boð!

Sigrún Lilja, sem oftast hefur verið kennd við íslenska hönnunarmerkið Gyðju Collection, hefur í nógu að snúast þessa dagana þegar fólk flykkist inn eftir sumarið, tilbúið í að setja heilsubót í forgang. Á líkamsmeðferðarstofunni hennar The House of Beauty hefur verið sett af stað glæsilegt HAPPY HOUR tilboð fyrir þá sem vilja nýta haustið til að bæta heilsu, líkamlega formið og auka sjálfstraustið.

Lífið samstarf

Eurovision fer fram í Liverpool á næsta ári

Breska borgin Liverpool mun hýsa 67. Eurovision-söngvakeppnina fyrir hönd Úkraínu á næsta ári. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) greindi frá þessu í dag en áður hafði komið fram að valið stæði milli Glasgow og Bítlaborgarinnar.

Lífið

Flott og fjölbreytt fagfólk í fiski

Það er ekki ofsögum sagt að það veltur margt á íslenskum sjávarútvegi og eru störfin í fiskgeiranum margvísleg og fólkið sem þeim sinnir ekki síður fjölbreytt. Skipstjóri, fiskbúðareigandi, gæðastjóri, matreiðslumaður og framleiðslustjóri, eru á meðal starfa sem sjávarútvegurinn gefur af sér.

Lífið

Adidas skoðar framtíð Kanye

Fyrirtækið Adidas er að endurskoða samstarf sitt við tónlistarmanninn Kanye West. „Farsælt samstarf byggir á sameiginlegri virðingu og sömu gildunum,“ sagði fyrirtækið í tilkynningu. 

Lífið

Netflix leitar í kvikmyndahúsin

Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix hafa ákveðið að birta myndina Gloass Onion: A Knives Out Mystery í kvikmyndahúsum. Það verður gert mánuði áður en myndin verður aðgengileg á streymisveitunni sjálfri en myndin er eins og nafnið gefur til kynna framhaldsmynd Knives Out.

Bíó og sjónvarp

Skapa ævintýralegan heim með nýrri plötu

Hljómsveitin Sycamore Tree er skipuð Gunna Hilmarssyni og Ágústu Evu Erlendsdóttir. Þau voru að senda frá sér plötuna Colors en hún hefur verið í bígerð í yfir þrjú ár. Blaðamaður tók púlsinn á Gunna.

Tónlist