„Það er saga á bakvið þetta lag“ Íris Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2023 10:08 Klara Einarsdóttir er ung og upprennandi söngkona. Gassi Klara Einarsdóttir, sautján ára, bar sigur úr býtum í söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands nýverið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Klara heilmikla reynslu úr heimi tónlistar. Hún gaf nú út sitt fyrsta jólalag en sagan á bak við það er einstaklega falleg. „Það er saga á bakvið þetta lag,“ segir Klara og heldur áfram. „Pabbi gaf mömmu það í jólagjöf fyrir tuttugu og fimm árum. Henni þykir mjög vænt um það og við hækkum alltaf og syngjum með í bílnum þegar það í spilað á útvarpsstöðvunum. Svo spilaði ég það fyrir nokkrum árum á tónleikum í Tónlistarskólanum í Garðabæ þar sem ég hef bæði lært söng og bassaleik.“ Líf Klöru hverfist að stærstum hluta í kringum tónlistina.Gassi Lagið er endurgerð af jólalagi sem faðir Klöru, Einar Bárðarson, samdi og flutt var af söngvurunum Gunnari Óla og Einari Ágústi. Það er Ingimar Tryggvason, einn af upptökustjórunum hjá Patr!k, prettyboitjokko, sem stýrði upptökum á endurgerðinni og óhætt að segja hann hafa átt gott ár í tónlistinni. „Hann sá meðal annars um upptökustjórn á laginu Skína, einu allra vinsælasta lagi ársins.“ Sjálfur segir hann samstarfið við Klöru hafa verið gott og gefandi. „Hún er alveg ótrúlega örugg í upptökum og á klárlega eftir að skína. Hún er nú þegar byrjuð að kenna öðrum upprennandi stjörnum hvernig á að gera þetta.“ Klara segir það dýrmæta reynslu að koma fram í Níu lífum Bubba.Gassi Klara sigraði sem fyrr segir söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands fyrir rúmri viku. Síðastliðin fjögur ár hefur líf hennar að mestu snúist um músik. Samhliða því að syngja í Stúlknakórnum Árórum og Stúlknakór Reykjavíkur undanfarin sjö ár, hefur Klara jafnframt tekið þátt í söngleiknum Níu líf Bubba Morthens í Borgarleikhúsinu. „Við byrjuðum að æfa það haustið 2019 svo við erum búnar að vera í þessu síðustu fjögur ár. Það er bæði ótrúlegt og í raun sögulegt fyrir okkur stelpurnar sem taka þátt í þessu magnaða verki með Bubba og öllum þessa frábæra hópi fólks. Þau hafa reynst okkur svo dýrmætar fyrirmyndir.“ Þegar Klara er ekki að sinna þessum verkefnum ásamt menntaskólagöngu kennir hún söngvurum framtíðarinnar að syngja í Söngskóla Maríu Bjarkar. Lagið, Handa þér, heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Klara Einarsdóttir - Handa þér Tónlist Jól Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
„Það er saga á bakvið þetta lag,“ segir Klara og heldur áfram. „Pabbi gaf mömmu það í jólagjöf fyrir tuttugu og fimm árum. Henni þykir mjög vænt um það og við hækkum alltaf og syngjum með í bílnum þegar það í spilað á útvarpsstöðvunum. Svo spilaði ég það fyrir nokkrum árum á tónleikum í Tónlistarskólanum í Garðabæ þar sem ég hef bæði lært söng og bassaleik.“ Líf Klöru hverfist að stærstum hluta í kringum tónlistina.Gassi Lagið er endurgerð af jólalagi sem faðir Klöru, Einar Bárðarson, samdi og flutt var af söngvurunum Gunnari Óla og Einari Ágústi. Það er Ingimar Tryggvason, einn af upptökustjórunum hjá Patr!k, prettyboitjokko, sem stýrði upptökum á endurgerðinni og óhætt að segja hann hafa átt gott ár í tónlistinni. „Hann sá meðal annars um upptökustjórn á laginu Skína, einu allra vinsælasta lagi ársins.“ Sjálfur segir hann samstarfið við Klöru hafa verið gott og gefandi. „Hún er alveg ótrúlega örugg í upptökum og á klárlega eftir að skína. Hún er nú þegar byrjuð að kenna öðrum upprennandi stjörnum hvernig á að gera þetta.“ Klara segir það dýrmæta reynslu að koma fram í Níu lífum Bubba.Gassi Klara sigraði sem fyrr segir söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands fyrir rúmri viku. Síðastliðin fjögur ár hefur líf hennar að mestu snúist um músik. Samhliða því að syngja í Stúlknakórnum Árórum og Stúlknakór Reykjavíkur undanfarin sjö ár, hefur Klara jafnframt tekið þátt í söngleiknum Níu líf Bubba Morthens í Borgarleikhúsinu. „Við byrjuðum að æfa það haustið 2019 svo við erum búnar að vera í þessu síðustu fjögur ár. Það er bæði ótrúlegt og í raun sögulegt fyrir okkur stelpurnar sem taka þátt í þessu magnaða verki með Bubba og öllum þessa frábæra hópi fólks. Þau hafa reynst okkur svo dýrmætar fyrirmyndir.“ Þegar Klara er ekki að sinna þessum verkefnum ásamt menntaskólagöngu kennir hún söngvurum framtíðarinnar að syngja í Söngskóla Maríu Bjarkar. Lagið, Handa þér, heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Klara Einarsdóttir - Handa þér
Tónlist Jól Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira