Lífið samstarf

Allir og amma þeirra í Hel­vítis út­gáfu­boðinu

Bókabeitan
Ívar Örn Hansen, eða Helvítis kokkurinn, hafði varla undan við að árita bækur. Á meðan gestir biðu eftir árituninni gæddu þeir sér á ljúffengum veitingum.
Ívar Örn Hansen, eða Helvítis kokkurinn, hafði varla undan við að árita bækur. Á meðan gestir biðu eftir árituninni gæddu þeir sér á ljúffengum veitingum.

Fullt var út úr dyrum á Kaffi Flóru þegar útgáfuhóf Helvítis matreiðslubókarinnar fór fram á dögunum.

„Við erum í skýjunum með viðtökurnar," segir Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, en bókina vann hann í samstarfi við eiginkonu sína, Þóreyju Hafliðadóttur.

Hjónin og höfundarnir Þórey Hafliðadóttir og Ívar Örn Hansen (eða Helvítis kokkurinn og frú Helvítis) voru glöð með kvöldið.

Þættir Ívars hafa slegið í gegn á Stöð 2 og hafði hann varla undan að árita bækur. Á meðan gestir biðu eftir áritun gátu þeir gætt sér á ljúffengum veitingum. „Bókin er full af girnilegum uppskriftum og við buðum auðvitað upp á sýnishorn í boðinu,“ segir Ívar brosandi, en um er að ræða fyrstu bók þeirra hjóna.

Helvítis eldpiparsulturnar voru að sjálfsögðu í boði.
Höfundarnir Þórey og Ívar Örn með útgefendum sínum hjá Bókabeitunni, þeim Birgittu Elínu Hassell og Mörtu Hlín Magnadóttur.
Gunni Hilmarsson að fá Helvítis matreiðslubókina sína áritaða.
Gunnar Wedholm Helgason, Agnes Kristinsdóttir,Kristinn Ottason og Gunnlaugur Þór Guðmundson.
Hjónin og höfundarnir Þórey Hafliðadóttir, Ívar Örn Hansen (eða Helvítis kokkurinn og frú Helvítis) og synir Samúel Týr Hansen og Daníel Ingi Magnússon.
Ívar Örn Hansen og Þórarinn Þórarinnsson.

Kaffi Flóra í Grasagarðinum hefur vaxið í vinsældum sem tónleika- og viðburðarstaður og skapaðist ákveðinn töfra ljómi yfir hópnum sem fagnaði útkomu Helvítis matreiðslubókarinnar.

Þórey með góðum vinum, Kolbrúnu Ýr Sigurðardóttur og Eiríki Rósberg Prior.
Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir fatahönnuður og dóttir hennar Gabríella Tara Gunnarsdóttir.
Viðar Ingi Pétursson, Bryndís Nielsen frá samkiptafyrirtækinu Athygli og börn.
Athafnakonurnar Birgitta Guðrún Schepsky Ásgrímsdóttir, Guðdís Helga Jörgensdóttir og Elísa Guðlaug Jónsdóttir.
Roald Viðar Eyvindsson ritstjóri GayIceland og Hlynur Steingrímsson.
Ólafur Georgsson, Ýrr Baldursdóttir og Þórey Hafliðadóttir.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.