Vilhjálmur „sínaði“ Harry nokkrum tímum fyrir andlát drottningar Bjarki Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2023 16:03 Vilhjálmur prins (t.v.) hafði engan áhuga á að svara skilaboðum frá bróður sínum Harry (t.h.) þegar amma þeir var veik. Getty/Mark Cuthbert Vilhjálmur krónprins Bretlands „seenaði“ skilaboð frá yngri bróður sínum Harry nokkrum klukkutímum áður en amma þeirra Elísabet drottning lést. Harry hafði verið að reyna að skipuleggja ferð sína til Skotlands þar sem Vilhjálmur dvaldi ásamt ömmu þeirra. Þetta kemur fram í nýrri bók blaðamannsins Omid Scobie en hann sérhæfir sig í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar. Bókin heitir Endgame: Inside the Royal Family and the Monarchy’s Fight for Survival. Las skilaboðin en svaraði ekki Elísabet drottning hafði verið veik í nokkra daga fram að andlátinu. Hún varð mikið veik þann 8. september og var öll fjölskyldan kölluð til hennar í Balmoral-kastala í Skotlandi þar sem hún var undir eftirliti lækna. Karl þá prinsinn af Wales, sonur Elísabetar, var staddur í kastalanum ásamt eiginkonu sinni Kamillu. Saman í flugvél mættu Andrés prins og Játvarður prins, yngri synir drottningarinnar, ásamt Vilhjálmi, eldri syni Karls. Hins vegar var Harry ekki með og kom seinna en hinir. Hann náði ekki að kveðja drottninguna áður en hún lést. Harry reyndi að ræða við bróður sinn um hvernig hann ætlaði að ferðast til Skotlands en báðir voru þeir staddir í London. Vilhjálmur ákvað hins vegar að „seena“ skilaboðin frá bróður sínum, það er að hann las þau en ákvað að svara þeim ekki. Frétti af andlátinu þegar hann lenti Það að Harry fékk ekki svar olli því að hann þurfti að fljúga síðar en drottningin lést skömmu áður en flugvél hans fór á loft. Hann fékk þó ekki upplýsingar um andlátið fyrr en að hann var lentur í Skotlandi. „Þau hefðu getað beðið aðeins lengur, það hefði ekki breytt neinu í stóra samhenginu, en það var enginn sem ákvað að gera það,“ er haft eftir heimildamanni Scobie í bókinni. Sá hinn sami sagði Scobie að Harry hafi verið eyðilagður þegar hann frétti af andlátinu. Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Skotland England Tengdar fréttir Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14 Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar Lilibet Diana, dóttir Meghan Markle og Harry Bretaprins, var skírð við litla athöfn í Kaliforníu á föstudaginn. Konungsfjölskyldunni var boðið í skírnina en hún mætti ekki. 8. mars 2023 15:05 Harry búinn að brenna allar brýr að baki sér Bókin sem öll heimsbyggðin er að tala um, "Varaskeifa" eftir Harry Bretaprins, kom í bókabúðir á Íslandi í dag. Áhugakona um bresku konungsfjölskylduna segir að Harry sé með bókinni búinn að brenna allar brýr að baki sér hvað fjölskylduna varðar. 11. janúar 2023 23:28 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri bók blaðamannsins Omid Scobie en hann sérhæfir sig í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar. Bókin heitir Endgame: Inside the Royal Family and the Monarchy’s Fight for Survival. Las skilaboðin en svaraði ekki Elísabet drottning hafði verið veik í nokkra daga fram að andlátinu. Hún varð mikið veik þann 8. september og var öll fjölskyldan kölluð til hennar í Balmoral-kastala í Skotlandi þar sem hún var undir eftirliti lækna. Karl þá prinsinn af Wales, sonur Elísabetar, var staddur í kastalanum ásamt eiginkonu sinni Kamillu. Saman í flugvél mættu Andrés prins og Játvarður prins, yngri synir drottningarinnar, ásamt Vilhjálmi, eldri syni Karls. Hins vegar var Harry ekki með og kom seinna en hinir. Hann náði ekki að kveðja drottninguna áður en hún lést. Harry reyndi að ræða við bróður sinn um hvernig hann ætlaði að ferðast til Skotlands en báðir voru þeir staddir í London. Vilhjálmur ákvað hins vegar að „seena“ skilaboðin frá bróður sínum, það er að hann las þau en ákvað að svara þeim ekki. Frétti af andlátinu þegar hann lenti Það að Harry fékk ekki svar olli því að hann þurfti að fljúga síðar en drottningin lést skömmu áður en flugvél hans fór á loft. Hann fékk þó ekki upplýsingar um andlátið fyrr en að hann var lentur í Skotlandi. „Þau hefðu getað beðið aðeins lengur, það hefði ekki breytt neinu í stóra samhenginu, en það var enginn sem ákvað að gera það,“ er haft eftir heimildamanni Scobie í bókinni. Sá hinn sami sagði Scobie að Harry hafi verið eyðilagður þegar hann frétti af andlátinu.
Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Skotland England Tengdar fréttir Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14 Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar Lilibet Diana, dóttir Meghan Markle og Harry Bretaprins, var skírð við litla athöfn í Kaliforníu á föstudaginn. Konungsfjölskyldunni var boðið í skírnina en hún mætti ekki. 8. mars 2023 15:05 Harry búinn að brenna allar brýr að baki sér Bókin sem öll heimsbyggðin er að tala um, "Varaskeifa" eftir Harry Bretaprins, kom í bókabúðir á Íslandi í dag. Áhugakona um bresku konungsfjölskylduna segir að Harry sé með bókinni búinn að brenna allar brýr að baki sér hvað fjölskylduna varðar. 11. janúar 2023 23:28 Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. 5. janúar 2023 06:14
Konungsfjölskyldan mætti ekki í skírn Lilibetar Lilibet Diana, dóttir Meghan Markle og Harry Bretaprins, var skírð við litla athöfn í Kaliforníu á föstudaginn. Konungsfjölskyldunni var boðið í skírnina en hún mætti ekki. 8. mars 2023 15:05
Harry búinn að brenna allar brýr að baki sér Bókin sem öll heimsbyggðin er að tala um, "Varaskeifa" eftir Harry Bretaprins, kom í bókabúðir á Íslandi í dag. Áhugakona um bresku konungsfjölskylduna segir að Harry sé með bókinni búinn að brenna allar brýr að baki sér hvað fjölskylduna varðar. 11. janúar 2023 23:28
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“