Lífið

„Ég hef sært fólk“

Leikkonan Gwyneth Paltrow er að undirbúa sig fyrir fimmtugsafmælið sitt og fer yfir mistök fortíðarinnar í nýjum pistli sem hún birti á heimasíðu sinni Goop. Hún segir andann sinn ekki bera ummerki tímans sem hefur liðið en aftur á móti segir hún líkamann gera það.

Lífið

Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár

Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni.

Tónlist

Rit­höfundurinn Hilary Man­tel er látin

Breski rithöfundurinn, Lafði Hilary Mantel, er látin, sjötug að aldri. Mantel er þekkt fyrir þríleikinn sem kenndur er við Wolf Hall. Mantel varð fyrsta konan til að hljóta hin virtu Booker-bókmenntaverðlaun tvisvar.

Menning

Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli.

Lífið

Frum­sýning á nýju tón­listar­mynd­bandi Systra

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar Systur við lagið Dusty Road. Þetta er fyrsti síngúll sem Systur senda frá sér eftir þátttöku þeirra í Eurovision í vor en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunarferlinu á bak við lagið og myndbandið.

Tónlist

Kanye biður Kim afsökunar

Kanye West hefur beðið fyrrverandi eiginkonu sína, Kim Kardashian, afsökunar á öllu því stressi sem hann hefur valdið henni. Hann segist geta borið erfiðleika sína með Kim saman við erfiðleika sína með Adidas.

Lífið

Voru flutt inn saman eftir mánuð

Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017.

Lífið

„Mér finnst vanta svona alvöru dívu borgara“

Útvarpsmaðurinn Gústi B plataði söngvarann Eyþór Inga til þess að taka símahrekk sem tónlistarmaðurinn Páll Óskar. Líkt og þekkt er hefur Eyþór einstakt lag á eftirhermum og nýtti hæfileikann í símtalinu.

Lífið

Sýna gamanmynd með Will Ferrell í bílabíóinu í ár

Bílabíó RIFF verður haldið laugardaginn 24. september kl. 19, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Ergo. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á efra bílastæðaplani við verslunarmiðstöðina Smáralind þar sem tekið verður vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra.

Bíó og sjónvarp

Samdi lag fyrir þá sem eru í lægð

Tónlistarkonan Brynja Bjarnadóttir var að gefa út lagið My oh My sem er hluti af væntanlegri breiðskífa frá Brynju. Hún hefur verið starfrækt í íslensku tónlistarlífi undanfarin fjögur ár og átti meðal annars lag í íslensku Netflix seríunni Katla.

Tónlist

„Bane“ vann brasilískt jiu-jitsu mót

Leikarinn Tom Hardy gerði sér lítið fyrir og tók heim gullverðlaun á brasilísku jiu-jitsu móti á Englandi um helgina. Samkvæmt the Guardian vann hann alla bardagana sína á mótinu. Netverjar hafa grínast með hvernig það sé fyrir aðra keppendur í íþróttinni að þurfa að mæta „Bane“.

Lífið

Laug því að stóri bróðir væri faðir sinn

Kópavogsbúi á áttræðisaldri með einstakan persónuleika er aðalpersónan í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um leit hans að uppruna sínum í Bandaríkjunum. Rætt var við Árna Jón Árnason í Íslandi í dag, sem lýsir því hvernig líf hans hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Viðtalið hefst á tólftu mínútu.

Lífið

KÚNST: „Við erum öll í grunninn nakin“

Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er hugfangin af mjúkri, berskjaldaðri og kvenlægri orku en vinnustofa hennar og verk endurspegla það með sanni. Júlíanna Ósk notast við fjölbreytta miðla í listsköpun sinni, smíðar sína eigin ramma, opnaði vinnustofu í miðbænum og lætur ekkert stoppa sig en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning

Þungavigtafólk úr tónlistarbransanum á IA Ráðstefnuna

Ráðstefna Iceland Airwaves fer fram 3.-4. nóvember, fimmtudag og föstudag í Hörpu. Í ár mun viðfangsefni ráðstefnunnar snerta á stöðu lifandi tónlistar eftir COVID-19, hlutverk útgefanda í dag og sameinandi kraft tónlistar í heimi lituðum af átökum, sem og mikilvægi sjálfbærni í tónlist.

Albumm

Nýjasta stórstjarna Hollywood fer sínar eigin leiðir

Leikkonan Florence Pugh fer með aðalhlutverk í umtöluðu kvikmyndinni Don't Worry Darling sem frumsýnd verður á föstudaginn næsta í kvikmyndahúsum um allan heim. Florence, sem er 26 ára gömul, hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir glæsilegan stíl sinn, yfirvegað viðhorf og einlæga, sjarmerandi nærveru. Blaðamaður ákvað að fara yfir feril Florence og fá nánari innsýn í líf þessarar rísandi stórstjörnu.

Lífið

„Það er svo gaman að lifa“

Þúsundir magaerma-og hjáveituaðgerða hafa verið gerðar hér á landi síðustu ár og greinilegt að þörfin er mikil. Ein þeirra sem hefur farið í slíka aðgerð síðustu ár segist hafa verið búin að prófa alla mögulega kúra áður. Hún hugsaði sig lengi um en fékk nóg af aukaþyngdinni þegar hún gat ekki lengur fylgt eiginmanni sínum eftir.

Lífið