Plötuðu gesti Vikunnar upp úr skónum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 09:41 Fjórmenningarnir á mynd fyrir þáttinn. Róbert setti svo á sig loðhúfuna, sólgleraugun og áhorfendur tóku ekki eftir neinu. gústiB Síðasti Vikuþáttur ársins hjá Gísla Marteini á RÚV fór fram laugardagskvöldið 30. desember þar sem árið var gert upp. Skína með Patrik Atlasyni, Prettyboitjokko, var valið lag ársins og Patrik boðið í þáttinn til að flytja lagið. Lagið var flutt í þættinum og virtist flutningurinn hafa tekist nokkuð vel. Nú hefur hins vegar komið í ljós að Patrik var ekki á svæðinu. Hann var ekki einu sinni á landinu. Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, segir frá því á samfélagsmiðlum að flugi Patrik til landsins hafi verið frestað og því góð ráð dýr á næstsíðasta degi ársins. Ekki hafi komið til greina að sleppa því að mæta í þáttinn. Hann hafi fengið hugmynd að lausn. Hugmyndin fólst í því að klæða Róbert Frey Samaniego, stundum nefndur Done-gæinn vegna samnefnds mysupróteindrykks sem hann framleiðir, upp sem Prettyboitjokko og láta reyna á það. Gústi þeytti skífum, Logi Tómasson hóf sönginn og Adam Ægir Pálsson var á svæðinu. Svo virtist Patrik vera mættur á sviðið en nú liggur fyrir að hann var alls ekki á svæðinu, ekki einu sinni á landinu. Róbert klæddi sig upp eins og Patrik og enginn tók eftir neinu. Gísli Marteinn og hópur barna kom upp á svið í síðari hluta ársins til að dansa með Patrik og félögum. Enginn Patrik var á svæðinu.RÚV „Sorry RÚV“ segir Gústi á Instagram og birtir myndband af samtali þeirra Patriks þegar sá síðarnefndi upplýsir að hann missi af þættinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu vissi Gísli Marteinn af breytingunni á skipan sveitarinnar um klukkustund áður en atriðið fór í loftið. Gústi og félagar kynntu þá fyrir Gísla stöðuna sem upp var komin og hvernig þeir ætluðu að flytja atriðið. Atriðið fékk grænt ljós og var flutt í sjónvarpi allra landsmanna þótt Patrik sjálfur væri enn erlendis. Engin umræða hefur farið fram um fjarveru Patriks síðan og ljóst að fáir hafi gert athugasemd við Patrikslausan flutning á hans vinsælasta lagi í sjónvarpinu. Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Lagið var flutt í þættinum og virtist flutningurinn hafa tekist nokkuð vel. Nú hefur hins vegar komið í ljós að Patrik var ekki á svæðinu. Hann var ekki einu sinni á landinu. Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, segir frá því á samfélagsmiðlum að flugi Patrik til landsins hafi verið frestað og því góð ráð dýr á næstsíðasta degi ársins. Ekki hafi komið til greina að sleppa því að mæta í þáttinn. Hann hafi fengið hugmynd að lausn. Hugmyndin fólst í því að klæða Róbert Frey Samaniego, stundum nefndur Done-gæinn vegna samnefnds mysupróteindrykks sem hann framleiðir, upp sem Prettyboitjokko og láta reyna á það. Gústi þeytti skífum, Logi Tómasson hóf sönginn og Adam Ægir Pálsson var á svæðinu. Svo virtist Patrik vera mættur á sviðið en nú liggur fyrir að hann var alls ekki á svæðinu, ekki einu sinni á landinu. Róbert klæddi sig upp eins og Patrik og enginn tók eftir neinu. Gísli Marteinn og hópur barna kom upp á svið í síðari hluta ársins til að dansa með Patrik og félögum. Enginn Patrik var á svæðinu.RÚV „Sorry RÚV“ segir Gústi á Instagram og birtir myndband af samtali þeirra Patriks þegar sá síðarnefndi upplýsir að hann missi af þættinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu vissi Gísli Marteinn af breytingunni á skipan sveitarinnar um klukkustund áður en atriðið fór í loftið. Gústi og félagar kynntu þá fyrir Gísla stöðuna sem upp var komin og hvernig þeir ætluðu að flytja atriðið. Atriðið fékk grænt ljós og var flutt í sjónvarpi allra landsmanna þótt Patrik sjálfur væri enn erlendis. Engin umræða hefur farið fram um fjarveru Patriks síðan og ljóst að fáir hafi gert athugasemd við Patrikslausan flutning á hans vinsælasta lagi í sjónvarpinu.
Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira