„Ég er glöð að ég fékk að kynnast honum og vinna með honum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. janúar 2024 14:06 Chloe tengdist Stefáni Karli og fjölskyldu hans sterkum böndum þegar hún dvaldi á Íslandi við upptökur á þáttunum á sínum tíma. Vísir/Samsett „Hann gat komið öllum til að hlæja. Um leið og hann kom inn í herbergi þá fór fólk að brosa,“ segir bandaríska leikkonan Chloe Lang og á þar við mótleikara sinn úr Lazy Town sjónvarpsþáttunum; Stefán Karl Stefánsson heitinn. Chloe fór með hlutverk Sollu Stirðu í Lazy Town þáttunum frá 2013 til 2014. Í nýlegu viðtali við breska miðilinn Express segir hún frá kynnum sínum af Stefáni Karli, sem heimsbyggðin þekkti sem Robbie Rotten, eða Glanna Glæp. Stefán Karl var einungis 43 ára gamall þegar lést árið 2018, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Chloe tengdist Stefáni Karli og fjölskyldu hans sterkum böndum þegar hún dvaldi á Íslandi við upptökur á þáttunum á sínum tíma. Hún segir að þegar hún hafi fyrst fengið fregnir af veikindum Stefáns hafi hún átt bágt með að meðtaka þær. „Þetta gerðist allt mjög, mjög hratt. Þetta var ekki löngu eftir að þættirnir runnu sitt skeið. Og þetta var algjört áfall. Blessunarlega þá fékk ég tækifæri til að hitta hann eftir þetta, og áður en hann lést, og ég hitti fjölskylduna hans. En það var svo erfitt að horfa upp á þetta allt saman. Ég meina, þetta er svo óréttlátt,“ segir Chloe og bætir við á öðrum stað: „En ég er glöð að ég fékk að kynnast honum og vinna með honum, og mynda þessi tengsl við fjölskyldu hans.“ Þá segir Chloé að veikindi Stefáns Karls hafi leitt til þess að leiðir hennar og Julianna Rose Mauriello lágu saman, en Julianna lék Sollu Stirðu í fyrstu tveimur þáttaröðunum af Lazy Town, frá 2004 til 2006. Þær stöllur hittust á sínum tíma í New York og gerðu saman myndband handa Stefáni Karli, skömmu áður en hann lést. „Þetta var í fyrsta og síðasta skipti sem við hittumst. Það var bæði mjög súrrealískt og mjög svalt. En það var undir mjög dapurlegum kringumstæðum.“ Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
Chloe fór með hlutverk Sollu Stirðu í Lazy Town þáttunum frá 2013 til 2014. Í nýlegu viðtali við breska miðilinn Express segir hún frá kynnum sínum af Stefáni Karli, sem heimsbyggðin þekkti sem Robbie Rotten, eða Glanna Glæp. Stefán Karl var einungis 43 ára gamall þegar lést árið 2018, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Chloe tengdist Stefáni Karli og fjölskyldu hans sterkum böndum þegar hún dvaldi á Íslandi við upptökur á þáttunum á sínum tíma. Hún segir að þegar hún hafi fyrst fengið fregnir af veikindum Stefáns hafi hún átt bágt með að meðtaka þær. „Þetta gerðist allt mjög, mjög hratt. Þetta var ekki löngu eftir að þættirnir runnu sitt skeið. Og þetta var algjört áfall. Blessunarlega þá fékk ég tækifæri til að hitta hann eftir þetta, og áður en hann lést, og ég hitti fjölskylduna hans. En það var svo erfitt að horfa upp á þetta allt saman. Ég meina, þetta er svo óréttlátt,“ segir Chloe og bætir við á öðrum stað: „En ég er glöð að ég fékk að kynnast honum og vinna með honum, og mynda þessi tengsl við fjölskyldu hans.“ Þá segir Chloé að veikindi Stefáns Karls hafi leitt til þess að leiðir hennar og Julianna Rose Mauriello lágu saman, en Julianna lék Sollu Stirðu í fyrstu tveimur þáttaröðunum af Lazy Town, frá 2004 til 2006. Þær stöllur hittust á sínum tíma í New York og gerðu saman myndband handa Stefáni Karli, skömmu áður en hann lést. „Þetta var í fyrsta og síðasta skipti sem við hittumst. Það var bæði mjög súrrealískt og mjög svalt. En það var undir mjög dapurlegum kringumstæðum.“
Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira