Lífið

„Það hefur áhrif á mann að vera öðruvísi“

„Mér líður eins og þetta sé kannski eðlileg framvinda. Margt sem ég hef gert bæði meðvitað og ómeðvitað hefur verið í átt að þessu augnabliki síðustu ár,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir um ákvörðun sína að hella sér út í pólitík.

Lífið

Bar­áttu­maður fyrir Brexit vill Bret­land úr Euro­vision

Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins og síðar Brexit-flokksins, og ötull stuðningsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, vill að Bretar hætti að taka þátt í Eurovision. Bretland fékk engin stig á úrslitakvöldi keppninnar í gær.

Lífið

Ítalski söngvarinn verður prófaður fyrir fíkni­efnum

Damiano David, söngvarinn í Måneskin, sem sigraði Eurovision í gærkvöldi, mun gangast undir fíkniefnapróf þegar hann kemur heim til Ítalíu seinna í dag. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um mögulega fíkniefnanotkun hans eftir að hann virtist hafa tekið kókaín í beinni útsendingu í gær.

Lífið

Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum

„Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum.

Lífið

Svona gáfu þjóðirnar okkur stig

Finnskir, ástralskir og danskir Eurovision-aðdáendur gáfu Íslandi tólf stig í símakosningu Eurovision í gær. Ísland hafnaði í fjórða sæti í keppninni, en þau Daði Freyr og Gagnamagnið „stigu á svið“ fyrir Íslands hönd og fluttu lagið 10 Years.

Lífið

Ítalía vann Eurovision

Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig.

Lífið

Ís­land gaf Jaja Ding Dong tólf stig: „Play it!“

Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Lífið

Twitter sprakk eftir Daða og Gagna­magnið

Líkt og venja gerir ráð fyrir er líf á samfélagsmiðlinum Twitter þegar Eurovision gengur í garð. Segja má að hátíðin nái hámarki þegar Ísland stígur á svið á sjálfu úrslitakvöldinu, en líkt og flestir með nettengingu hafa eflaust tekið eftir er það kvöldið í kvöld.

Lífið

Hafa æft pósur fyrir lokakvöldið

Daði og gagnamagnið hafa undirbúið skemmtilegar pósur fyrir augnablikið þegar myndavélin beinist að þeim í græna herberginu í úrslitakeppni Eurovision í kvöld. Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, meðlimur í gagnamagninu, lýsir síðustu dögum sem tilfinningarússíbana. 

Lífið

Unnur Ösp leikstýrir söngleik í Þjóðleikhúsinu

Unnur Ösp leikstýrir glænýjum söngleik, Sem á himni, þar sem hópur 25 leikara og tólf manna hljómsveit mun flytja fagra tónlist. Kvikmyndin sem söngleikurinn er byggður á var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 2004.

Lífið