Sóli útskrifaður úr fimm ára krabbameinseftirliti: „Ég er hrikalega lánsamur einstaklingur“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. janúar 2023 15:49 Sóli Hólm er útskrifaður úr krabbameinseftirliti. Vísir/Vilhelm Grínistinn Sóli Hólm er formlega útskrifaður úr eftirliti vegna krabbameins sem hann greindist með fyrir rúmum fimm árum síðan. Í samtali við Vísi segist Sóli vera þakklátur og segir hann gott að byrja árið á svona jákvæðum nótum. „Ég áttaði mig eiginlega ekkert á því að ég væri að útskrifast úr þessu þessu fimm ára eftirliti fyrr en læknirinn sagði mér þetta áðan. Ég er svo lánsamur að ég hugsa eiginlega ekkert um það að ég hafi fengið krabbamein. Ég spái ekkert í þessu dagsdaglega, ég er bara heppinn með það. En það er auðvitað gaman að vera búinn,“ segir Sóli. Sóli greindist með Hodgkins eitilfrumukrabbamein í júlí árið 2017. Skömmu síðar hóf hann lyfjagjöf sem hann mætti í á tveggja vikna fresti fram í nóvember. Í lok nóvember fór hann svo til Kaupmannahafnar í svokallaðan PET skanna sem sýndi að hann væri laus við krabbameinið. Síðan þá hefur hann verið undir eftirliti Sigrúnar Eddu Reykdal, krabbameinslæknis en hann útskrifaðist úr því eftirliti fyrr í dag. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) Sóli segir það upphaflega ekki hafa staðið til að fagna þessum tímamótum sérstaklega. Hann ákvað þó að deila tíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram og voru viðbrögðin meiri en hann átti von á. „Ég hef nú leyft fólki að fylgjast með minni baráttu og ákvað því að setja þessa mynd inn í dag og það eru allir svo rosalega glaðir. Þannig ég held þetta sé miklu stærra tilefni en ég áttaði mig á sjálfur. Þannig að jú, trúlega verð ég nú að fagna þessu á einhvern hátt.“ Hann segir umhyggjusemi fólks hafa veitt sér ómetanlegan styrk á meðan á baráttunni stóð. „Það kemur mér alltaf jafn notalega á óvart að finna hvað fólki er umhugað um velferð manns. Það er svo dýrmætt að finna hvað allir eru glaðir núna og eins hvað fólki var umhugað á meðan á baráttunni stóð. Fólk má hafa það hugfast að sína fólki í svona baráttu að því sé ekki sama, það er alveg ómetanlegt.“ Sóli segir það vera gott að byrja árið á svona jákvæðum nótum og vonar hann að þetta sé það sem koma skal á nýju ári. „Ég er hrikalega lánsamur einstaklingur. Ég treysti áfram á gæfuna sem hefur verið mér svo hliðholl.“ Heilsa Tímamót Tengdar fréttir „Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
„Ég áttaði mig eiginlega ekkert á því að ég væri að útskrifast úr þessu þessu fimm ára eftirliti fyrr en læknirinn sagði mér þetta áðan. Ég er svo lánsamur að ég hugsa eiginlega ekkert um það að ég hafi fengið krabbamein. Ég spái ekkert í þessu dagsdaglega, ég er bara heppinn með það. En það er auðvitað gaman að vera búinn,“ segir Sóli. Sóli greindist með Hodgkins eitilfrumukrabbamein í júlí árið 2017. Skömmu síðar hóf hann lyfjagjöf sem hann mætti í á tveggja vikna fresti fram í nóvember. Í lok nóvember fór hann svo til Kaupmannahafnar í svokallaðan PET skanna sem sýndi að hann væri laus við krabbameinið. Síðan þá hefur hann verið undir eftirliti Sigrúnar Eddu Reykdal, krabbameinslæknis en hann útskrifaðist úr því eftirliti fyrr í dag. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) Sóli segir það upphaflega ekki hafa staðið til að fagna þessum tímamótum sérstaklega. Hann ákvað þó að deila tíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram og voru viðbrögðin meiri en hann átti von á. „Ég hef nú leyft fólki að fylgjast með minni baráttu og ákvað því að setja þessa mynd inn í dag og það eru allir svo rosalega glaðir. Þannig ég held þetta sé miklu stærra tilefni en ég áttaði mig á sjálfur. Þannig að jú, trúlega verð ég nú að fagna þessu á einhvern hátt.“ Hann segir umhyggjusemi fólks hafa veitt sér ómetanlegan styrk á meðan á baráttunni stóð. „Það kemur mér alltaf jafn notalega á óvart að finna hvað fólki er umhugað um velferð manns. Það er svo dýrmætt að finna hvað allir eru glaðir núna og eins hvað fólki var umhugað á meðan á baráttunni stóð. Fólk má hafa það hugfast að sína fólki í svona baráttu að því sé ekki sama, það er alveg ómetanlegt.“ Sóli segir það vera gott að byrja árið á svona jákvæðum nótum og vonar hann að þetta sé það sem koma skal á nýju ári. „Ég er hrikalega lánsamur einstaklingur. Ég treysti áfram á gæfuna sem hefur verið mér svo hliðholl.“
Heilsa Tímamót Tengdar fréttir „Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
„Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12
Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24