Lífið

The Devil Wears Prada nostalgía á rauða dreglinum

Leikkonan Anne Hathaway rifjaði upp gamla takta úr kvikmyndinni The Devil Wears Prada þegar hún mætti klædd eins og persónan Andy Sachs á tískusýningu. Nú hefur leikkonan greint frá því að líkindin hafi átt sér stað fyrir slysni.

Lífið

Skroppið til Portúgal í bjór og sól en engan farseðil á HM

Það eru tuttugu klukkustundir síðan vekjaraklukkan hringdi í vesturbæ Reykjavíkur. 183 Íslendingar sitja á flugvellinum í Porto og bíða eftir því að komast aftur á klakann. Síðasti bjórinn teygaður. D-vítamínsöfnun dagsins er lokið. Hið daglega amstur er handan við hornið. HM draumurinn er úti. Þetta hefði alls ekki þurft að enda svona.

Lífið

Hulunni loksins svipt af Húgó

Maðurinn á bak við Húgó var afhjúpaður í samnefndum þáttum á Stöð 2 í kvöld. Mikil leynd hefur ríkt yfir því hver sé á bak við grímuna hjá tónlistarmanninum sem kom fram á sjónarsviðið í fyrra.

Lífið

Ingó veðurguð og Alexandra eignuðust son

Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, einnig þekktur sem Ingó veðurguð, er orðinn pabbi. Hann tók á móti sínu fyrsta barni ásamt kærustu sinni Alexöndru Eir Davíðsdóttur. Drengurinn kom í heiminn þann 9. október. Smartland greindi fyrst frá. 

Lífið

Blake Shelton hættir í The Voice

„Ég hef tekið ákvörðun um að tími sé kominn fyrir mig að hætta í The Voice eftir næstu seríu,“ sagði kántrí söngvarinn Blake Shelton í tilkynningu. Það er óhætt að segja að þættirnir hafi breytt lífi hans en í þeim kynntist hann meðal annars núverandi eiginkonu sinni Gwen Stefani.

Lífið

Angela Lans­bury er látin

Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 

Lífið

Pétur Jóhann og Sigrún giftu sig

Leikarinn Pétur Jóhann Sigfússon og Sigrún Halldórsdóttir giftu sig um helgina við litla athöfn. Grínistinn greindi frá því í Blökastinu fyrir nokkrum vikum að til stæði að hafa brúðkaupið lítið við dræmar undirtektir frá þáttastjórnendum. Parið kynntist árið 2007 eftir að hún sendi honum skilaboð á Myspace.

Lífið

Hjart­næmir endur­fundir Doc og Marty á Comic Con

Myndband af endurfundum leikaranna Christopher Lloyd og Michael J. Fox hefur vakið mikla athygli á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. Leikararnir léku saman í Back to the Future-kvikmyndunum á árunum 1985 til 1990. Lloyd lék brjálaða vísindamanninn Emmett „Doc“ Brown og Fox unglinginn Marty McFly.

Lífið

Stjörnulífið: Laxness, leður og Borat

Úlpurnar eru komnar á kreik, hrekkjavöku skreytingar eru mættar í verslanir og pumpkin spice latte er orðið aðgengilegt á kaffihúsum. Haustið er að ná hápunkti. Myndir frá ferðalögum eru enn áberandi á Instagram og virðast Íslendingar æstir í að ná nokkrum sólargeislum.

Lífið

Bein útsending: IKEA geitin rís í Kauptúni

Þegar 75 dagar eru til jóla má víða sjá merki þess að helstu jólabörn landsins séu komin í gírinn. Þannig má á einstaka húsum sjá jólaseríur og í Garðabær mætir kunnuglegur gestur á svæðið.

Lífið