Afhendir fyrsta jólakortið á leiðinni í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 7. desember 2023 10:56 Einar gengur með tuttugu kílóa bakpoka á bakinu og segir það hjálpa með kuldann. Hann borðaði nestið sitt einn daginn í kofanum hér hægra megin. Mynd/Einar Skúlason Göngugarpurinn Einar Skúlason hefur lokið um þriðjungi göngu sinnar fjórum dögum eftir að gangan hófst á mánudag, eða alls um 74 kílómetra. Hann ætlar sér að ganga 280 kílómetra frá Seyðisfirði til Akureyrar, svokallaða póstleið, á tveimur vikum. Algengt var að gengið væri sömu leið áður fyrr þegar farið var með póst. Leiðin er svokölluð þjóðleið, eða gamla póstleiðin frá Seyðisfirði til Akureyrar. Einar er með um tuttugu póstkort sem hann afhendir annað hvort á leiðinni eða á Akureyri. Það fyrsta afhendir hann við lok ferðar í dag. „Ég er á Skjöldólfsstöðum og er að pakka saman til að leggja aftur af stað,“ segir Einar sem gekk alls 32 kílómetra í gær. „Þau buðu mér gistingu en til þess að fá hana þurfti ég að klára 32 kílómetra. Það var gulrótin. Annars hefði ég þurft að tjalda. Landpóstar gistu yfirleitt á Skjöldólfsstöðum þannig þetta passaði mjög vel.“ Þorði ekki að gera áætlun Spurður hvort hann sé á áætlun segir Einar að hann hafi ekki þorað að gera alvöru áætlun en hafi alltaf gert ráð fyrir að ljúka um 20 kílómetra göngu á hverjum degi. Veðurspáin sé góð næstu daga og hann sjái fyrir sér að ljúka göngu, miðað við það, á tveimur vikum. Samkvæmt spá Veðurstofunnar á að vera nokkuð bjart en kalt. „Það er allt í lagi að það sé kalt á meðan það er ekki vindur. Það er erfiðast að eiga við hann. Það kemur skafrenningur ef það er þurrt,“ segir hann. Í gær gekk Einar yfir Fellaheiði þar sem var nokkuð mikill snjór. „Ég þurfti að taka upp snjódrífurnar.“ En hefur gengið vel? „Já, en það snjóaði mikið um helgina á Austfjörðum og það er erfitt að ganga í nýfallinni mjöll. Það er svo mikið loft í henni og hún hefur svo mikið eftir þótt maður sé í þrúgum. Það pressast smám saman úr því lengra sem líður frá snjókomunni. Þannig var það sérstaklega erfitt á mánudag og svo aftur í gær.“ Það hefur snjóað dálítið fyrir austan. Mynd/Einar Skúlason Einar stefnir í dag að ganga rúma tuttugu kílómetra í Sænautasel því þar hafi honum verið boðin gisting. Þar mun hann afhenda fyrsta póstkortið sem hann afhendir á leiðinni. Hann segir það alveg í takt við tilgang ferðarinnar að gista þar. „Landpóstarnir gistu oft á bæ sem er rétt hjá Sænautaseli. Sem var í byggð á þeim tíma og er nær þjóðleiðinni. Það er smá útúrdúr að fara í Sænautasel en bara nokkrir kílómetrar.“ Í Möðrudal um helgina Einar segir bæinn nokkuð þekktan því Halldór Laxness hafi komið þangað áður en hann skrifaði Sjálfstætt fólk. Á vef Egilsstaða segir að margir telji að fyrirmynd sögunnar sé komin frá Sænautaseli, því þar átti Halldór næturstað á þriðja áratugi 20. aldar. Hann gekk þangað úr byggð. „Það var mikið ósætti við Halldór eftir að bókin kom út. Einhverjir ásökuðu hann um að hafa tekið samtöl beint upp frá heimilisfólki í bókina.“ Einar og Villi í Fjallseli sem eldaði fyrir hann kjötsúpu og leyfði Einari að gista í bústaðnum. Mynd/Einar Skúlason Eftir það gengur hann svo í Möðrudal. Frá Sænautaseli eru um 25 kílómetrar þangað. Um helgina ætti hann því að hafa lokið meira en hundrað kílómetrum af þeim 280 sem hann þarf að fara til Akureyrar. „Það er stefnan að vera í Möðrudal um helgina. Ef allt er í lagi. Þar gisti ég líka inni. Það er þvílík gestrisni hérna fyrir austan. Ég gisti í sumarbústað í fyrrinótt í Fjallsseli. Villi, eigandi bústaðsins, kom uppeftir og eldaði kjötsúpu fyrir mig. Það var þvílíkt flott.“ Leiðin sem Einar ætlar að ganga. Hann gerir ráð fyrir 12 til 17 daga göngu. Einar segir að hann hafi það nokkuð fínt í heildina. „Kuldinn bítur ekkert á meðan maður er á hreyfingu. Þegar maður er með tuttugu kílóa bakpoka þá verður manni bara heitt við að ganga. En auðvitað þarf maður að vera í þykkum vettlingum og passa vel upp á fingur, tær og höfuðið,“ segir Einar. Kaldast sextán gráður í mínus Hann segir kaldast hafa verið á leiðinni um fimmtán eða sextán gráður í mínus en í gær hafi verið um tólf og svipað á þriðjudag. „Það á að vera minna í dag en svo aftur að bæta í frost á morgun. Ég held það veðri eins stafs tala í dag og fari aftur í tveggja stafa tölu á morgun.“ Hann segir að einhver fjöldi sé að fylgjast með honum en það er hægt að gera í Wapp appinu og er staðsetning hans uppfærð á um tíu mínútna fresti. Svo reynir hann að setja inn myndir og sögur þegar hann getur á Facebook-síðuna fyrir ferðalagið. Einar segir gönguna mikla hugleiðslu og hlustar ekki á neitt á leiðinni nema í náttúruna sjálfa. „Ég held áfram að ganga og raula jólalög. Það er það sem hefur komið í huga minn núna. Eiginlega alla heiðina í gær raulaði ég Þú komst með jólin til mín og sérstaklega línuna „Enga leti nú lengur“. Ég söng þetta aftur og aftur. Þegar ég gekk vegkantinn í Jökuldal undir lokin, í myrkri, þá kom Heims um ból allt í einu. Það er svo skrítið hvað gerist á svona leið. Það er ekki það sama á hverjum degi.“ Fjallamennska Jól Ástin og lífið Múlaþing Tengdar fréttir Gengur með jólakortin 280 kílómetra í desember Einar Skúlason, í gönguhópnum Vesen og vergangi, ætlar í desember að ganga 280 kílómetra leið frá Seyðisfirði til Akureyrar. Við komu til Akureyrar ætlar hann að dreifa í hús jólakortum til fólks og fyrirtækja. 21. nóvember 2023 12:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira
Algengt var að gengið væri sömu leið áður fyrr þegar farið var með póst. Leiðin er svokölluð þjóðleið, eða gamla póstleiðin frá Seyðisfirði til Akureyrar. Einar er með um tuttugu póstkort sem hann afhendir annað hvort á leiðinni eða á Akureyri. Það fyrsta afhendir hann við lok ferðar í dag. „Ég er á Skjöldólfsstöðum og er að pakka saman til að leggja aftur af stað,“ segir Einar sem gekk alls 32 kílómetra í gær. „Þau buðu mér gistingu en til þess að fá hana þurfti ég að klára 32 kílómetra. Það var gulrótin. Annars hefði ég þurft að tjalda. Landpóstar gistu yfirleitt á Skjöldólfsstöðum þannig þetta passaði mjög vel.“ Þorði ekki að gera áætlun Spurður hvort hann sé á áætlun segir Einar að hann hafi ekki þorað að gera alvöru áætlun en hafi alltaf gert ráð fyrir að ljúka um 20 kílómetra göngu á hverjum degi. Veðurspáin sé góð næstu daga og hann sjái fyrir sér að ljúka göngu, miðað við það, á tveimur vikum. Samkvæmt spá Veðurstofunnar á að vera nokkuð bjart en kalt. „Það er allt í lagi að það sé kalt á meðan það er ekki vindur. Það er erfiðast að eiga við hann. Það kemur skafrenningur ef það er þurrt,“ segir hann. Í gær gekk Einar yfir Fellaheiði þar sem var nokkuð mikill snjór. „Ég þurfti að taka upp snjódrífurnar.“ En hefur gengið vel? „Já, en það snjóaði mikið um helgina á Austfjörðum og það er erfitt að ganga í nýfallinni mjöll. Það er svo mikið loft í henni og hún hefur svo mikið eftir þótt maður sé í þrúgum. Það pressast smám saman úr því lengra sem líður frá snjókomunni. Þannig var það sérstaklega erfitt á mánudag og svo aftur í gær.“ Það hefur snjóað dálítið fyrir austan. Mynd/Einar Skúlason Einar stefnir í dag að ganga rúma tuttugu kílómetra í Sænautasel því þar hafi honum verið boðin gisting. Þar mun hann afhenda fyrsta póstkortið sem hann afhendir á leiðinni. Hann segir það alveg í takt við tilgang ferðarinnar að gista þar. „Landpóstarnir gistu oft á bæ sem er rétt hjá Sænautaseli. Sem var í byggð á þeim tíma og er nær þjóðleiðinni. Það er smá útúrdúr að fara í Sænautasel en bara nokkrir kílómetrar.“ Í Möðrudal um helgina Einar segir bæinn nokkuð þekktan því Halldór Laxness hafi komið þangað áður en hann skrifaði Sjálfstætt fólk. Á vef Egilsstaða segir að margir telji að fyrirmynd sögunnar sé komin frá Sænautaseli, því þar átti Halldór næturstað á þriðja áratugi 20. aldar. Hann gekk þangað úr byggð. „Það var mikið ósætti við Halldór eftir að bókin kom út. Einhverjir ásökuðu hann um að hafa tekið samtöl beint upp frá heimilisfólki í bókina.“ Einar og Villi í Fjallseli sem eldaði fyrir hann kjötsúpu og leyfði Einari að gista í bústaðnum. Mynd/Einar Skúlason Eftir það gengur hann svo í Möðrudal. Frá Sænautaseli eru um 25 kílómetrar þangað. Um helgina ætti hann því að hafa lokið meira en hundrað kílómetrum af þeim 280 sem hann þarf að fara til Akureyrar. „Það er stefnan að vera í Möðrudal um helgina. Ef allt er í lagi. Þar gisti ég líka inni. Það er þvílík gestrisni hérna fyrir austan. Ég gisti í sumarbústað í fyrrinótt í Fjallsseli. Villi, eigandi bústaðsins, kom uppeftir og eldaði kjötsúpu fyrir mig. Það var þvílíkt flott.“ Leiðin sem Einar ætlar að ganga. Hann gerir ráð fyrir 12 til 17 daga göngu. Einar segir að hann hafi það nokkuð fínt í heildina. „Kuldinn bítur ekkert á meðan maður er á hreyfingu. Þegar maður er með tuttugu kílóa bakpoka þá verður manni bara heitt við að ganga. En auðvitað þarf maður að vera í þykkum vettlingum og passa vel upp á fingur, tær og höfuðið,“ segir Einar. Kaldast sextán gráður í mínus Hann segir kaldast hafa verið á leiðinni um fimmtán eða sextán gráður í mínus en í gær hafi verið um tólf og svipað á þriðjudag. „Það á að vera minna í dag en svo aftur að bæta í frost á morgun. Ég held það veðri eins stafs tala í dag og fari aftur í tveggja stafa tölu á morgun.“ Hann segir að einhver fjöldi sé að fylgjast með honum en það er hægt að gera í Wapp appinu og er staðsetning hans uppfærð á um tíu mínútna fresti. Svo reynir hann að setja inn myndir og sögur þegar hann getur á Facebook-síðuna fyrir ferðalagið. Einar segir gönguna mikla hugleiðslu og hlustar ekki á neitt á leiðinni nema í náttúruna sjálfa. „Ég held áfram að ganga og raula jólalög. Það er það sem hefur komið í huga minn núna. Eiginlega alla heiðina í gær raulaði ég Þú komst með jólin til mín og sérstaklega línuna „Enga leti nú lengur“. Ég söng þetta aftur og aftur. Þegar ég gekk vegkantinn í Jökuldal undir lokin, í myrkri, þá kom Heims um ból allt í einu. Það er svo skrítið hvað gerist á svona leið. Það er ekki það sama á hverjum degi.“
Fjallamennska Jól Ástin og lífið Múlaþing Tengdar fréttir Gengur með jólakortin 280 kílómetra í desember Einar Skúlason, í gönguhópnum Vesen og vergangi, ætlar í desember að ganga 280 kílómetra leið frá Seyðisfirði til Akureyrar. Við komu til Akureyrar ætlar hann að dreifa í hús jólakortum til fólks og fyrirtækja. 21. nóvember 2023 12:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira
Gengur með jólakortin 280 kílómetra í desember Einar Skúlason, í gönguhópnum Vesen og vergangi, ætlar í desember að ganga 280 kílómetra leið frá Seyðisfirði til Akureyrar. Við komu til Akureyrar ætlar hann að dreifa í hús jólakortum til fólks og fyrirtækja. 21. nóvember 2023 12:30