Enn einn Skarsgårdinn á skjánum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2023 14:57 Gustaf, Bill og Alexander Skarsgård hressir á góðri stundu. Albert L. Ortega/Getty Images Ossian Skarsgård, fjórtán ára sonur sænska stórleikarans Stellan Skarsgård fer með hlutverk í jóladagatali sænska ríkisútvarpsins í ár. Hann segir leiklistina heilla. Í umfjöllun Aftonbladet er haft eftir Ossian, sem er næstyngsti sonur hins 72 ára gamla stórleikara, að þrátt fyrir að leiklistin heilli sé hann ekki algjörlega búinn að ákveða hvað hann ætli að gera að ævistarfi. Ossian fer með hlutverk tröllsins Love í jóladagatalinu sem í ár ber heitið Tröllatíðindi - goðsögnin um bergtröllið. „Ég vil alveg klárlega prófa að leika meira. En ég er ekki alveg viss hvað ég vil gera svo,“ segir Ossian. Hann segir þó alveg klárt að hann vilji gera eitthvað sem tengist kvikmyndum. „Ég gæti meira að segja viljað prófa að leikstýra. Ég er frekar viss um að það ég vilji vinna við kvikmyndagerð.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ossian þegar verið viðriðinn nokkrar kvikmyndir, líkt og kvikmyndina The Wife og Burn all my letters. Hann á ekki langt að sækja leiklistargáfuna enda eru bræður hans nánast allir að starfa á því sviði. Hinn fjórtán ára gamli Ossian á ekki langt að sækja hæfileikana.TV4 Þeir Alexander Skarsgård, Gustaf Skarsgård, Bill Skarsgård og Valter Skarsgård hafa allir leikið í hinum ýmsu þekktu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Alexander lék meðal annars í True Blood þáttunum og fór með aðalhlutverkið í Northman. Gustaf leikur Loka í The Vikings þáttunum á meðan Bill hefur meðal annars leikið trúðinn Pennywise í It hryllingsmyndunum og illmennið í John Wick 4 svo fátt eitt sé nefnt. Valter vakti svo athygli í sjónvarpsþáttaröðinni Kötlu úr smiðju Baltasars Kormáks sem frumsýnd var á Netflix streymisveitunni í fyrra. Það er eitthvað í genunum hjá Stellan Skarsgård.Jeff Kravitz/Getty Bíó og sjónvarp Svíþjóð Hollywood Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Í umfjöllun Aftonbladet er haft eftir Ossian, sem er næstyngsti sonur hins 72 ára gamla stórleikara, að þrátt fyrir að leiklistin heilli sé hann ekki algjörlega búinn að ákveða hvað hann ætli að gera að ævistarfi. Ossian fer með hlutverk tröllsins Love í jóladagatalinu sem í ár ber heitið Tröllatíðindi - goðsögnin um bergtröllið. „Ég vil alveg klárlega prófa að leika meira. En ég er ekki alveg viss hvað ég vil gera svo,“ segir Ossian. Hann segir þó alveg klárt að hann vilji gera eitthvað sem tengist kvikmyndum. „Ég gæti meira að segja viljað prófa að leikstýra. Ég er frekar viss um að það ég vilji vinna við kvikmyndagerð.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ossian þegar verið viðriðinn nokkrar kvikmyndir, líkt og kvikmyndina The Wife og Burn all my letters. Hann á ekki langt að sækja leiklistargáfuna enda eru bræður hans nánast allir að starfa á því sviði. Hinn fjórtán ára gamli Ossian á ekki langt að sækja hæfileikana.TV4 Þeir Alexander Skarsgård, Gustaf Skarsgård, Bill Skarsgård og Valter Skarsgård hafa allir leikið í hinum ýmsu þekktu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Alexander lék meðal annars í True Blood þáttunum og fór með aðalhlutverkið í Northman. Gustaf leikur Loka í The Vikings þáttunum á meðan Bill hefur meðal annars leikið trúðinn Pennywise í It hryllingsmyndunum og illmennið í John Wick 4 svo fátt eitt sé nefnt. Valter vakti svo athygli í sjónvarpsþáttaröðinni Kötlu úr smiðju Baltasars Kormáks sem frumsýnd var á Netflix streymisveitunni í fyrra. Það er eitthvað í genunum hjá Stellan Skarsgård.Jeff Kravitz/Getty
Bíó og sjónvarp Svíþjóð Hollywood Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira