Körfubolti

Naumt Meistaradeildartap Elvars og félaga

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í litháíska liðinu Rytas Vilnius máttu þola naumt fimm stiga tap er liðið heimsótti Bnei Herzliya til Ísrael í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, 90-85.

Körfubolti

Sch­rödrer og Midd­let­on byrja á meiðsla­listanum

Dennis Schröder, leikmaður Los Angeles Lakers, verður ekki með liði sínu þegar það mætir ríkjandi meisturum Golden State Warriors í fyrstu umferð NBA deildarinnar í körfubolta annað kvöld. Raunar verður hann frá næstu vikurnar. Sömu sögu er að segja af Khris Middleton, leikmanni Milwaukee Bucks.

Körfubolti

Sindri gaf ÍR sigur

ÍR-ingar eru komnir áfram í 16-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta án þess að hreyfa legg eða lið því Sindri gaf leikinn við ÍR í 32-liða úrslitum.

Körfubolti

Jón Axel má spila með Grindavík

Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er kominn með félagaskipti til uppeldisfélags síns Grindavíkur og getur því spilað með liðinu í Subway-deildinni í körfubolta í vetur.

Körfubolti

„Eins og 1-0 sigur í fótbolta“

Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var kátur eftir sigur nýliðanna á Þór Þ. í kvöld, 90-84. Honum fannst sínir menn verða full ragir í seinni hálfleik eftir frábæran sóknarleik í þeim fyrri.

Körfubolti

Skiptir engu máli hvernig vindar blása, við bognum en brotnum ekki

„Þeir höfðu engu að tapa“, sagði Dominykas Milka eftir sigur Keflvíkinga á Stjörnunni fyrr í kvöld. Leikið var í Ásgarði, Garðabæ en lokatölur voru 86-92. Milka var spurður að því hvað hafi gerst í lok leiks en Keflvíkingar voru komnir 15 stigum yfir þegar stutt var eftir og ekkert sem benti til þess að Stjörnumenn ættu séns.

Körfubolti

„Eins og tengda­móðir mín segir: Sportið er grimmt“

Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var ansi þungur á brún í leikslok eftir tap í tvíframlengdum leik gegn Breiðabliki í Subway deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 136-133 heimamönnum í vil. Að mati Helga Más var það stuttur lélegur kafli um miðjan leik sem kostaði þá sigurinn að lokum.

Körfubolti