„Þetta er búið að vera dásamlegt upp á síðkastið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 09:31 Tryggvi Snær Hlinason er stóru hlutverki í íslenska körfuboltalandsliðinu og liðinu gríðarlega mikilvægur. Vísir/Arnar Tryggvi Snær Hlinason og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila mikilvægan leik í Laugardalshöllinni í kvöld þegar þeir fá Ungverja í heimsókn í undankeppni EM. Þetta er fyrsti leikur liðsins í keppninni og mótherjarnir eru helstu keppinautar íslensku strákanna um laust sæti á Eurobasket 2025. „Það er alltaf kostur að vera heima og byrja heima. Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur því þeir eru okkar helstu keppinautar um þetta lausa sæti á stórmót. Við erum bara mjög spenntir og tilbúnir í þennan leik,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason í samtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska liðsins í Laugardalshöllinni. Þeir þekkja okkur alveg jafnvel Íslenska liðið hefur á undanförnum árum keppt á móti liðunum sem strákarnir mæta í þessari undankeppni. Er það gott eða vont? „Það fer bara eftir því hvernig við notum það. Við erum búnir að spila við þessi lið upp á síðkastið og þekkjum þau nokkuð vel. Við vorum að fara yfir leikmennina þeirra, aðeins hrista upp á minnið og skoða þá betur. Það er jákvætt að við þekkjum þessi lið en þeir þekkja okkur alveg jafnvel eins og við þekkjum þá, “ sagði Tryggvi. „Við reynum bara að taka á þeim eins og vanalega, vera með sama brjálæði og við ætlum að vinna okkar fyrsta leik hérna,“ sagði Tryggvi. Halda þeim á tánum allan tímann Hvað þarf íslenska liðið að gera á móti Ungverjunum til að sigla heim sigri? „Þeir eru með (Mikael) Hopkins sem er stóri maðurinn þeirra og mjög góður sóknarlega. Við þurfum að halda honum niðri og halda leikstjórnanda þeirra frá boltanum. Við þurfum bara að spila okkar leik og okkar vörn sérstaklega. Halda þeim á tánum allan tímann og reyna að ná þessu í lokin,“ sagði Tryggvi. Klippa: Viðtal við Tryggva fyrir Ungverjaleik Það er uppselt á leikinn og það má því búast við mikilli stemmningu á leiknum. „Þetta er búið að vera dásamlegt upp á síðkastið. Það er alltaf uppselt hjá okkur eins jákvætt og neikvætt það er kannski. Það er bara geggjað og ég treysti á það að það verði mjög góð stemmning hérna,“ sagði Tryggvi og vísar þar náttúrulega í það að það vantar nauðsynlega nýja þjóðarhöll fyrir landsliðin. „Við fullum höllina og höldum áfram í þessari gleði sem er búin að vera í kringum landsliðið upp á síðkastið,“ sagði Tryggvi. Gleðiefni að fá menn aftur inn í hópinn Martin Hermannsson er kominn aftur inn í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla. „Martin er mjög góður leikmaður og það er gaman að fá hann aftur inn í hópinn. Hann hjálpar okkur alveg helling. Þó að liðið sé búið að vera mjög gott upp á síðkastið. Menn eru búnir að stíga upp og spila mjög vel. Það er alltaf gleðiefni að fá menn aftur inn í hópinn og styrkja okkur enn þá frekar,“ sagði Tryggvi. Tryggvi skipti yfir til Bilbao fyrir þetta tímabil og kann bara vel við sig á nýjum stað. „Við byrjuðum bara mjög vel og síðan lenti ég í smá meiðslum seinni partinn. Ég lenti í smá veseni en allur að koma til baka og er orðinn nokkuð góður núna. Ég er bara mjög jákvæður með klúbbinn og treysti á það að við munum halda áfram að standa okkur vel út tímabilið,“ sagði Tryggvi. Baskarnir aðeins öðruvísi Er lífið í Bilbao eitthvað öðruvísi en hann var að upplifa í Zaragoza? Er þetta svipað samfélag og svipað daglegt líf? „Þetta er í Baskalandi og þeir eru aðeins öðruvísi en Spánverjarnir. Þetta er samt svipaður lífsstíll. Fara á æfingar, ferðast og taka á því eins og vanalega. Svo er borgin aðeins öðruvísi og þá er það sérstaklega náttúran sem hefur góð áhrif á mig. Norðurströndin er mjög falleg. Það er mjög gaman að prufa nýjan stað,“ sagði Tryggvi. Heldur áfram að reyna að nýta hvern dag Nú eru bara liðin tíu ár síðan að Tryggvi mætti á sína fyrstu körfuboltaæfingu. Hefði hann einhvern tímann séð það fyrir sér að hann væri kominn svo langt á þessum tíma? „Það var fyndið að ég fékk minningu fyrir ekki svo löngu að þá væri ég að mæta á mína fyrstu æfingu. Það var skemmtileg minning en á sama tíma þá er ég búinn að vera í þessu það lengi núna að þetta er orðinn eins og hver annar dagur,“ sagði Tryggvi. „Það er alltaf stórt að vera hérna með landsliðinu og alltaf gaman að fá þessi tækifæri úti til þess að spila á þessu getustigi. Það er alltaf gaman og ég held áfram að reyna að nýta hvern dag,“ sagði Tryggvi. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira
„Það er alltaf kostur að vera heima og byrja heima. Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur því þeir eru okkar helstu keppinautar um þetta lausa sæti á stórmót. Við erum bara mjög spenntir og tilbúnir í þennan leik,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason í samtali við Aron Guðmundsson á æfingu íslenska liðsins í Laugardalshöllinni. Þeir þekkja okkur alveg jafnvel Íslenska liðið hefur á undanförnum árum keppt á móti liðunum sem strákarnir mæta í þessari undankeppni. Er það gott eða vont? „Það fer bara eftir því hvernig við notum það. Við erum búnir að spila við þessi lið upp á síðkastið og þekkjum þau nokkuð vel. Við vorum að fara yfir leikmennina þeirra, aðeins hrista upp á minnið og skoða þá betur. Það er jákvætt að við þekkjum þessi lið en þeir þekkja okkur alveg jafnvel eins og við þekkjum þá, “ sagði Tryggvi. „Við reynum bara að taka á þeim eins og vanalega, vera með sama brjálæði og við ætlum að vinna okkar fyrsta leik hérna,“ sagði Tryggvi. Halda þeim á tánum allan tímann Hvað þarf íslenska liðið að gera á móti Ungverjunum til að sigla heim sigri? „Þeir eru með (Mikael) Hopkins sem er stóri maðurinn þeirra og mjög góður sóknarlega. Við þurfum að halda honum niðri og halda leikstjórnanda þeirra frá boltanum. Við þurfum bara að spila okkar leik og okkar vörn sérstaklega. Halda þeim á tánum allan tímann og reyna að ná þessu í lokin,“ sagði Tryggvi. Klippa: Viðtal við Tryggva fyrir Ungverjaleik Það er uppselt á leikinn og það má því búast við mikilli stemmningu á leiknum. „Þetta er búið að vera dásamlegt upp á síðkastið. Það er alltaf uppselt hjá okkur eins jákvætt og neikvætt það er kannski. Það er bara geggjað og ég treysti á það að það verði mjög góð stemmning hérna,“ sagði Tryggvi og vísar þar náttúrulega í það að það vantar nauðsynlega nýja þjóðarhöll fyrir landsliðin. „Við fullum höllina og höldum áfram í þessari gleði sem er búin að vera í kringum landsliðið upp á síðkastið,“ sagði Tryggvi. Gleðiefni að fá menn aftur inn í hópinn Martin Hermannsson er kominn aftur inn í landsliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla. „Martin er mjög góður leikmaður og það er gaman að fá hann aftur inn í hópinn. Hann hjálpar okkur alveg helling. Þó að liðið sé búið að vera mjög gott upp á síðkastið. Menn eru búnir að stíga upp og spila mjög vel. Það er alltaf gleðiefni að fá menn aftur inn í hópinn og styrkja okkur enn þá frekar,“ sagði Tryggvi. Tryggvi skipti yfir til Bilbao fyrir þetta tímabil og kann bara vel við sig á nýjum stað. „Við byrjuðum bara mjög vel og síðan lenti ég í smá meiðslum seinni partinn. Ég lenti í smá veseni en allur að koma til baka og er orðinn nokkuð góður núna. Ég er bara mjög jákvæður með klúbbinn og treysti á það að við munum halda áfram að standa okkur vel út tímabilið,“ sagði Tryggvi. Baskarnir aðeins öðruvísi Er lífið í Bilbao eitthvað öðruvísi en hann var að upplifa í Zaragoza? Er þetta svipað samfélag og svipað daglegt líf? „Þetta er í Baskalandi og þeir eru aðeins öðruvísi en Spánverjarnir. Þetta er samt svipaður lífsstíll. Fara á æfingar, ferðast og taka á því eins og vanalega. Svo er borgin aðeins öðruvísi og þá er það sérstaklega náttúran sem hefur góð áhrif á mig. Norðurströndin er mjög falleg. Það er mjög gaman að prufa nýjan stað,“ sagði Tryggvi. Heldur áfram að reyna að nýta hvern dag Nú eru bara liðin tíu ár síðan að Tryggvi mætti á sína fyrstu körfuboltaæfingu. Hefði hann einhvern tímann séð það fyrir sér að hann væri kominn svo langt á þessum tíma? „Það var fyndið að ég fékk minningu fyrir ekki svo löngu að þá væri ég að mæta á mína fyrstu æfingu. Það var skemmtileg minning en á sama tíma þá er ég búinn að vera í þessu það lengi núna að þetta er orðinn eins og hver annar dagur,“ sagði Tryggvi. „Það er alltaf stórt að vera hérna með landsliðinu og alltaf gaman að fá þessi tækifæri úti til þess að spila á þessu getustigi. Það er alltaf gaman og ég held áfram að reyna að nýta hvern dag,“ sagði Tryggvi.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira