Utan vallar: Ástæðan fyrir því að Elvar var maður leiksins í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2024 09:30 Elvar Már Friðiksson gaf ekkert eftir þótt á móti blæsi og fann leiðina að sigri með útsjónarsemi og keppnishörku. Vísir/Hulda Margrét Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM mjög vel í gærkvöldi með endurkomusigri á Ungverjum. Það voru margir að skila til liðsins í gær og því ekki auðvelt að velja mann leiksins. Það var þó andlegur styrkur eins manns sem mér fannst standa upp úr. Auðvitað má nefna Martin Hermannsson sem var stigahæstur í endurkomunni með 17 stig, Tryggvi Snær Hlinason var með tvennu (14 stig og 11 fráköst), Kristinn Pálsson kom með frábær 11 stig inn af bekknum og Ægir Þór Steinarsson breytti ákefð varnarleiksins í sinni innkomu. Fleiri lögðu líka til sigursins enda hefur breidd íslenska liðsins aukist að undanförnu. Sá sem stendur þó upp úr í mínum augum er Elvar Már Friðriksson. Stór ástæða fyrir þeirri skoðun minni er að eftir 25 mínútna leik var íslenska liðið níu stigum undir, 38-47, og Elvar búinn að vera hörmulegur. Leikurinn var að renna frá íslenska liðinu og um leið draumurinn um Eurobasket 2025 að fjarlægjast. Tvö stig á tuttugu mínútum Elvar var langt frá sínu besta. Tvö stig og þrettán prósent skotnýting (1 af 8) á tæplega tuttugu mínútum í byrjun þessa leiks. Íslenska liðið hafði líka tapað með 10 stigum þann tíma sem hann var inn á gólfinu. Vísir/Hulda Margrét Allt til alls til að leggja árar á bát, draga sig í hlé og sætta sig við að það komi dagur eftir þennan dag. Þetta var samt eftir allt saman dagurinn hans Elvars. Elvar Már Friðriksson þekkir það ekki að gefast upp eða hætta. Hann er búinn að spila í klikkuninni í Grikklandi í allan vetur og hefur séð ýmislegt á ferlinum. Elvar sagði líka skemmtilega frá hugsunargangi sínum í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Ég fór þá bara að pönkast í honum“ „Ótrúlega erfið fæðing. Ég var að reyna að vera ekki of langt niðri í hálfleik. Ég var að reyna gíra mig upp og þurfti að finna aðrar leiðir. Svo sá ég á stærstu stjörnunni þeirra að hann var að pirra sig á því þegar við vorum að ýta eitthvað í hann og koma við hann,“ sagði Elvar í viðtali við Gunnar Birgisson í útsendingu Rúv eftir leikinn. Hann var þar að tala um Ungverjann öfluga Adam Hanga. Hanga var með sjö stig á þessum tímapunkti en skoraði ekki eitt stig það sem eftir var leiksins. Klikkaði á fjórum síðustu skotum sínum. „Ég fór þá bara að pönkast í honum og koma mér inn í leikinn þannig. Ég fékk þá auðvelda körfu, komst á vítalínuna. Það var svo þægilegt að sjá boltann fara ofan í og þá kom sjálfstraustið á núll einni. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur. Ég var ánægður að geta snúið þessu við því þetta var mjög erfitt í byrjun fyrir mig,“ sagði Elvar. Elvar sá boltann fara ofan í á vítalínunni og kveikti á sér á ný.Vísir/Hulda Margrét Bjó til fleiri stig en Ungverjarnir skoruðu Íslenska liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins með fjórtán stigum eða 32-18. Elvar skoraði 11 stig á þessum lokamínútum og gaf 4 stoðsendingar að auki. Hann bjó samtals til 20 stig fyrir íslenska liðið eða meira en allt ungverska liðið skoraði til samans á lokakafla leiksins. Hann átti líka mikinn þátt í frábærum varnarleik íslenska liðsins á þessum snúningspunkti í leiknum. Á þessum lokamínútum sýndi Elvar svart á hvítu keppnishörku sína, leiklestur og andlegan styrk. Hann hefur þurft að taka á sig miklu meiri ábyrgð í fjarveru Martins og nú þegar við höfum þá saman hlið við hlið á ný er ástæða til að vera bjartsýn á það að íslenska körfuboltalandsliðið komist aftur á stórmót í næstu framtíð. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Utan vallar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Auðvitað má nefna Martin Hermannsson sem var stigahæstur í endurkomunni með 17 stig, Tryggvi Snær Hlinason var með tvennu (14 stig og 11 fráköst), Kristinn Pálsson kom með frábær 11 stig inn af bekknum og Ægir Þór Steinarsson breytti ákefð varnarleiksins í sinni innkomu. Fleiri lögðu líka til sigursins enda hefur breidd íslenska liðsins aukist að undanförnu. Sá sem stendur þó upp úr í mínum augum er Elvar Már Friðriksson. Stór ástæða fyrir þeirri skoðun minni er að eftir 25 mínútna leik var íslenska liðið níu stigum undir, 38-47, og Elvar búinn að vera hörmulegur. Leikurinn var að renna frá íslenska liðinu og um leið draumurinn um Eurobasket 2025 að fjarlægjast. Tvö stig á tuttugu mínútum Elvar var langt frá sínu besta. Tvö stig og þrettán prósent skotnýting (1 af 8) á tæplega tuttugu mínútum í byrjun þessa leiks. Íslenska liðið hafði líka tapað með 10 stigum þann tíma sem hann var inn á gólfinu. Vísir/Hulda Margrét Allt til alls til að leggja árar á bát, draga sig í hlé og sætta sig við að það komi dagur eftir þennan dag. Þetta var samt eftir allt saman dagurinn hans Elvars. Elvar Már Friðriksson þekkir það ekki að gefast upp eða hætta. Hann er búinn að spila í klikkuninni í Grikklandi í allan vetur og hefur séð ýmislegt á ferlinum. Elvar sagði líka skemmtilega frá hugsunargangi sínum í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Ég fór þá bara að pönkast í honum“ „Ótrúlega erfið fæðing. Ég var að reyna að vera ekki of langt niðri í hálfleik. Ég var að reyna gíra mig upp og þurfti að finna aðrar leiðir. Svo sá ég á stærstu stjörnunni þeirra að hann var að pirra sig á því þegar við vorum að ýta eitthvað í hann og koma við hann,“ sagði Elvar í viðtali við Gunnar Birgisson í útsendingu Rúv eftir leikinn. Hann var þar að tala um Ungverjann öfluga Adam Hanga. Hanga var með sjö stig á þessum tímapunkti en skoraði ekki eitt stig það sem eftir var leiksins. Klikkaði á fjórum síðustu skotum sínum. „Ég fór þá bara að pönkast í honum og koma mér inn í leikinn þannig. Ég fékk þá auðvelda körfu, komst á vítalínuna. Það var svo þægilegt að sjá boltann fara ofan í og þá kom sjálfstraustið á núll einni. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur. Ég var ánægður að geta snúið þessu við því þetta var mjög erfitt í byrjun fyrir mig,“ sagði Elvar. Elvar sá boltann fara ofan í á vítalínunni og kveikti á sér á ný.Vísir/Hulda Margrét Bjó til fleiri stig en Ungverjarnir skoruðu Íslenska liðið vann síðustu fimmtán mínútur leiksins með fjórtán stigum eða 32-18. Elvar skoraði 11 stig á þessum lokamínútum og gaf 4 stoðsendingar að auki. Hann bjó samtals til 20 stig fyrir íslenska liðið eða meira en allt ungverska liðið skoraði til samans á lokakafla leiksins. Hann átti líka mikinn þátt í frábærum varnarleik íslenska liðsins á þessum snúningspunkti í leiknum. Á þessum lokamínútum sýndi Elvar svart á hvítu keppnishörku sína, leiklestur og andlegan styrk. Hann hefur þurft að taka á sig miklu meiri ábyrgð í fjarveru Martins og nú þegar við höfum þá saman hlið við hlið á ný er ástæða til að vera bjartsýn á það að íslenska körfuboltalandsliðið komist aftur á stórmót í næstu framtíð.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Utan vallar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum