„Innilegar þakkir til áhorfenda í stúkunni“ Atli Arason skrifar 22. febrúar 2024 23:06 Craig Pedersen, þjálfari Íslands. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn í kvöld, enda enginn þörf á því. Ísland byrjar undankeppnina fyrir EM 2025, EuroBasket, með glæsilegum fimm stiga sigri á Ungverjum, sem fyrir fram eru taldir helstu keppinautar Íslands um þriðja sætið í B-riðli, sem veitir þátttökurétt á mótinu. Lokatölur í troðfullri Laugardalshöll 70-65. „Ungverjaland er rosalega gott körfuboltalið, þetta er risastór sigur. Ég er ótrúlega hamingjusamur akkúrat núna, okkur gekk erfiðlega að komast í takt við leikinn en þegar við náðum tökunum á leiknum þá fengum við einhverja orku sem fleytti okkur alla leið,“ sagði Craig í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn var sveiflukenndur og gífurlega spennandi frá upphafi til enda sem gerir sigurinn enn þá sætari. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast, að þeir myndu ekkert gefast upp. Elvar hélt okkur inn í leiknum með stórum þrist en það sem var allra mikilvægast í þessum leik var að við hittum rosalega vel úr vítaskotunum okkar,“ sagði Craig en íslenska liðið var með 85,71% vítanýtingu, hitti úr 18 af 21 skotum af línunni. Landsliðið spilaði fyrir troðfullri höll í kvöld og Craig sendi öllum sem mættu og bjuggu til ótrúlega stemningu sérstakar þakkir. „Við fundum einhverja auka orku hérna á þessum velli. Það fer ekki á milli mála að áhorfendur okkar gefa liðinu auka kraft. Þegar við hittum í körfuna og fengum viðbrögð frá stúkunni, það gaf manni adrenalín skot og þá hittum við aftur í næstu tilraun. Innilegar þakkir til áhorfenda í stúkunni, þetta skipti rosalega miklu máli í kvöld.“ Stúkan var troðfull.Vísir/Hulda Margrét Að öðrum leikmönnum ólöstuðum þá átti Kristinn Pálsson frábæran leik fyrir Ísland í kvöld. Kristinn skoraði 11 stig og var bestu þriggja stiga nýtingu í íslenska liðinu, 40% úr 5 tilraunum. „Kristinn Pálsson kom inn á og gerði frábærlega, sérstaklega í boltahindrunum á hálfum velli, sem opnaði leikinn fyrir aðra leikmenn,“ svaraði Craig, aðspurður út í Kristinn áður en hann bætti við. „Kiddi hefur átt gott tímabil og hann spilaði einnig rosalega vel fyrir okkur í Tyrklandi síðasta sumar. Þetta hefur verið lengi í bígerð hjá honum en hann hefur unnið sér inn fyrir mínútunum sem hann er að fá og hann nýtti þær heldur betur í dag.“ Kristinn á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét Framundan er svo leikur við ógnarsterkt lið Tyrkja næsta sunnudag. „Hausinn á mér er ekki alveg kominn þangað enn þá. Það verður samt gífurlega erfiður leikur þar sem þeir eru með ofboðslega gott lið því þeir eru með ótrúlega leikmenn sem eru hæfileikaríkir í körfubolta. Þeir verða ekki með sína fjóra NBA leikmenn sem er kannski ágætt fyrir okkur en það koma samt aðrir rosalegir leikmenn í staðinn, það koma Euro Leauge leikmenn inn fyrir þessa NBA leikmenn. Breiddin sem þeir búa yfir er ógnvænleg,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen að endingu Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. 22. febrúar 2024 22:15 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Ísland byrjar undankeppnina fyrir EM 2025, EuroBasket, með glæsilegum fimm stiga sigri á Ungverjum, sem fyrir fram eru taldir helstu keppinautar Íslands um þriðja sætið í B-riðli, sem veitir þátttökurétt á mótinu. Lokatölur í troðfullri Laugardalshöll 70-65. „Ungverjaland er rosalega gott körfuboltalið, þetta er risastór sigur. Ég er ótrúlega hamingjusamur akkúrat núna, okkur gekk erfiðlega að komast í takt við leikinn en þegar við náðum tökunum á leiknum þá fengum við einhverja orku sem fleytti okkur alla leið,“ sagði Craig í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn var sveiflukenndur og gífurlega spennandi frá upphafi til enda sem gerir sigurinn enn þá sætari. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast, að þeir myndu ekkert gefast upp. Elvar hélt okkur inn í leiknum með stórum þrist en það sem var allra mikilvægast í þessum leik var að við hittum rosalega vel úr vítaskotunum okkar,“ sagði Craig en íslenska liðið var með 85,71% vítanýtingu, hitti úr 18 af 21 skotum af línunni. Landsliðið spilaði fyrir troðfullri höll í kvöld og Craig sendi öllum sem mættu og bjuggu til ótrúlega stemningu sérstakar þakkir. „Við fundum einhverja auka orku hérna á þessum velli. Það fer ekki á milli mála að áhorfendur okkar gefa liðinu auka kraft. Þegar við hittum í körfuna og fengum viðbrögð frá stúkunni, það gaf manni adrenalín skot og þá hittum við aftur í næstu tilraun. Innilegar þakkir til áhorfenda í stúkunni, þetta skipti rosalega miklu máli í kvöld.“ Stúkan var troðfull.Vísir/Hulda Margrét Að öðrum leikmönnum ólöstuðum þá átti Kristinn Pálsson frábæran leik fyrir Ísland í kvöld. Kristinn skoraði 11 stig og var bestu þriggja stiga nýtingu í íslenska liðinu, 40% úr 5 tilraunum. „Kristinn Pálsson kom inn á og gerði frábærlega, sérstaklega í boltahindrunum á hálfum velli, sem opnaði leikinn fyrir aðra leikmenn,“ svaraði Craig, aðspurður út í Kristinn áður en hann bætti við. „Kiddi hefur átt gott tímabil og hann spilaði einnig rosalega vel fyrir okkur í Tyrklandi síðasta sumar. Þetta hefur verið lengi í bígerð hjá honum en hann hefur unnið sér inn fyrir mínútunum sem hann er að fá og hann nýtti þær heldur betur í dag.“ Kristinn á fleygiferð.Vísir/Hulda Margrét Framundan er svo leikur við ógnarsterkt lið Tyrkja næsta sunnudag. „Hausinn á mér er ekki alveg kominn þangað enn þá. Það verður samt gífurlega erfiður leikur þar sem þeir eru með ofboðslega gott lið því þeir eru með ótrúlega leikmenn sem eru hæfileikaríkir í körfubolta. Þeir verða ekki með sína fjóra NBA leikmenn sem er kannski ágætt fyrir okkur en það koma samt aðrir rosalegir leikmenn í staðinn, það koma Euro Leauge leikmenn inn fyrir þessa NBA leikmenn. Breiddin sem þeir búa yfir er ógnvænleg,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen að endingu
Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. 22. febrúar 2024 22:15 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. 22. febrúar 2024 22:15