Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Sel­foss 2-0 | Heima­liðið upp úr fall­sæti en gestirnir í vondum málum

FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro.

Íslenski boltinn

Birgir: Draumur hjá mér að vinna þennan bikar

Birgir Baldvinsson, leikmaður KA, spilaði í vinstri bakvarðarstöðunni og skoraði fyrsta mark leiksins í 2-1 sigri KA á Grindavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Greifavellinum á Akureyri í dag. Birgir var kampakátur strax eftir leik sér bikarúrslitin í hyllingum.

Íslenski boltinn

„Ekki eitt­hvað sem allir for­eldrar myndu leyfa“

Sædís Rún Heiðarsdóttir úr Stjörnunni og Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki settust niður með Helenu Ólafsdóttur til að hita upp fyrir 7. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Helena nýtti tækifærið til að kynnast þeim betur og komst að því hversu ung Sædís var þegar hún neyddist til að flytja í Garðabæ til að geta spilað fótbolta.

Íslenski boltinn

Draumurinn rættist: „Þetta er pabbi minn!“

Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á fimmtudaginn var þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla. Hann þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann.

Íslenski boltinn

„Held ég sé mjög van­metinn“

„Ég var náttúrulega hafsent sem leyfði öðrum að njóta sín því ég vildi ekki taka neina sénsa,“ sagði miðvörðurinn fyrrverandi Grétar Sigfinnur Sigurðarson í hlaðvarpsþættinum Chat After Dark, áður Chess After Dark, á dögunum.

Íslenski boltinn

Móðir þungt hugsi eftir að sonur varð vitni að látunum

Mikill hiti var í toppslag Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Slagsmál hófust við lok leiks, rautt spjald fór á loft og þjálfarar voru harðorðir í viðtölum. Þá skarst í odda milli stuðningsmanna liðanna. Móðir átta ára drengs veltir fyrir sér hvort slíkur fótboltaleikur sé æskilegur fyrir drenginn til að mæta á.

Íslenski boltinn

„Þetta verður önnur íþrótt“

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, segir sína menn klára í slaginn fyrir leik kvöldsins við Víking á Kópavogsvelli. Blikar geta minnkað forskot Víkings á toppi Bestu deildarinnar.

Íslenski boltinn