Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 14:30 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta, sem er á leið á EM næsta sumar, hefur þurft að leika annars staðar en á Laugardalsvelli vegna þess að grasvöllurinn dugar ekki yfir vetrarmánuðina. vísir/Anton Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. Þetta kom fram við undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli í dag. Þrír ráðherrar, borgarstjóri og formaður knattspyrnusambandsins og frjálsíþróttasambandsins undirrituðu viljayfirlýsinguna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Í viljayfirlýsingunni felst að frjálsar íþróttir kveðji Laugardalsvöll endanlega og fái nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum. Með því að leggja hybrid gras á Laugardalsvöll, og hitunarkerfi undir völlinn, er ætlunin að bregðast við kröfum UEFA og FIFA um að leikir í alþjóðlegum fótboltakeppnum geti farið fram nánast allan ársins hring. Bæði kvenna- og karlalandslið Íslands hafa fundið fyrir því hve illa Laugardalsvöllur dugar sem þjóðarleikvangur stóran hluta ársins. Samkvæmt upplýsingum Vísis stendur til að hybrid grasið verði lagt í október. Ríki og borg leggja hvort um sig allt að 250 milljónir króna til framkvæmdarinnar. Þjóðarleikvangur ehf., sem er í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og KSÍ, annast verkið. Vinna við nýjan þjóðarleikvang frjálsíþrótta á að hefjast „eins fljótt og kostur er“. Í því samhengi er meðal annars horft til keppni á Smáþjóðameistaramóti á Íslandi 2028 sem og Smáþjóðaleika, fáum árum síðar, segir á vef stjórnarráðsins. Á fundinum í dag sagði Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, að allt væri á áætlun varðandi nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir og búið að semja um fjármögnun vegna hennar. Enn á þó eftir að taka fyrstu skóflustungu fyrir höllina sem rísa mun við Laugardalshöll. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Frjálsar íþróttir Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Þetta kom fram við undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli í dag. Þrír ráðherrar, borgarstjóri og formaður knattspyrnusambandsins og frjálsíþróttasambandsins undirrituðu viljayfirlýsinguna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Í viljayfirlýsingunni felst að frjálsar íþróttir kveðji Laugardalsvöll endanlega og fái nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum. Með því að leggja hybrid gras á Laugardalsvöll, og hitunarkerfi undir völlinn, er ætlunin að bregðast við kröfum UEFA og FIFA um að leikir í alþjóðlegum fótboltakeppnum geti farið fram nánast allan ársins hring. Bæði kvenna- og karlalandslið Íslands hafa fundið fyrir því hve illa Laugardalsvöllur dugar sem þjóðarleikvangur stóran hluta ársins. Samkvæmt upplýsingum Vísis stendur til að hybrid grasið verði lagt í október. Ríki og borg leggja hvort um sig allt að 250 milljónir króna til framkvæmdarinnar. Þjóðarleikvangur ehf., sem er í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og KSÍ, annast verkið. Vinna við nýjan þjóðarleikvang frjálsíþrótta á að hefjast „eins fljótt og kostur er“. Í því samhengi er meðal annars horft til keppni á Smáþjóðameistaramóti á Íslandi 2028 sem og Smáþjóðaleika, fáum árum síðar, segir á vef stjórnarráðsins. Á fundinum í dag sagði Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, að allt væri á áætlun varðandi nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir og búið að semja um fjármögnun vegna hennar. Enn á þó eftir að taka fyrstu skóflustungu fyrir höllina sem rísa mun við Laugardalshöll.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Frjálsar íþróttir Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira