Sport

Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM

Graham Potter var í dag kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Svíþjóðar í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Jon Dahl Tomasson, sem var rekinn fyrir viku vegna lélegs gengis, og ætlar að koma Svíum á HM næsta sumar.

Fótbolti

Dag­skráin í dag: Fót­boltinn á sviðið

Eftir ansi þéttpakkaða helgi þá getum við aðeins kastað mæðinni þennan mánudag en það þýðir þó ekki að slá slöku við. Fótboltinn á sviðið í dag, bæði sá enski og íslenski.

Sport

„Fannst slakt að fá skila­boðin í gegnum messenger“

Sigurður Egill Lárusson, leikjahæsti leikmaður í sögu Vals, er ekki sáttur við hvernig viðskilnaður hans við félagið bar að. Sigurður Egill skoraði eitt mark og lagði upp annað í síðasta heimaleik hans fyrir Val þegar liðið gerði 4-4 jafntefli við FH í næstsíðustu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. 

Fótbolti

Árni Gautur glímir við erfiðan tauga­hrörnunar­sjúk­dóm

Markvörðurinn fyrrverandi Árni Gautur Arason glímir nú við erfiðan og krefjandi taugahrörnunarsjúkdóm. Um er að ræða arfgengan sjúkdóm sem nefnist Huntington. Árni Gautur opnaði sig um veikindin í samtali við RÚV en tíu ár eru síðan Árni greindist fyrst með sjúkdóminn að hans sögn.

Fótbolti

Mbappé mætti og kláraði Getafe

Kylian Mbappé meiddist í landsliðsverkefni og missti af leik gegn Íslandi var mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid sem sótti Getafe heim í 7. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði eina mark leiksins í kvöld.

Fótbolti

„Þurfum bara að keyra á þetta og vera ó­hræddir og spila okkar fót­bolta“

KR vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn ÍBV í næst síðustu umferð Bestu deild karla í dag. Sigurinn stillir KR upp í hreinan úrslitaleik um að halda sæti sínu í deildinni um næstu helgi þegar KR heimsækir Vestra. Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði sigurmark KR með frábærum skalla og ræddi hann við Ágúst Orra Arnarsson eftir leik.

Sport

Unnu seinni leikinn en eru úr leik

FH vann Nilüfer í Tyrklandi, 29-34, í seinni leik liðanna í 2. umferð EHF-bikars karla í handbolta í dag. FH-ingar töpuðu fyrri leiknum í gær, 23-31, og einvíginu, 57-60 samanlagt.

Handbolti

Upp­gjörið: KA - ÍA 5-1 | Skaga­menn fengu á baukinn en eru hólpnir

KA rúllaði yfir ÍA 5-1 í næstsíðustu umferð í neðri hluta Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Þrátt fyrir tapið hafa Skagamenn tryggt sæti sitt í deildinni þar sem jafntefli var niðurstaðan í viðureign Aftureldingar og Vestra en Vestri jafnaði leikinn í blálokin sem þýðir að Skagamenn geta farið áhyggjulausir inn í lokaumferðina.

Íslenski boltinn