Sport

„Heldur þessi veisla ekki bara á­fram?“

Hermann Hreiðarsson þjálfari HK var að vonum ánægður eftir 2-3 sigur á Þrótti í seinni leik liðanna í úrslitakeppni Lengjudeildar sem fór fram í dag. HK vann fyrri leikinn 4-3 og því um algjöra markaveislu að ræða. Hermann viðurkenndi að hann væri í skýjunum með sigurinn.

Íslenski boltinn

Stór­meistara­jafn­tefli í Lundúnum

Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.

Enski boltinn

„Á endanum vinnum við þennan leik bara verð­skuldað“

Það verður Keflavík sem leikur til úrslita um laust sæti í Bestu deild karla næstu helgi eftir frábæra endurkomu í einvígi sínu gegn nágrönnum sínum í Njarðvík. Eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-2 á heimavelli snéru Keflvíkingar taflinu við í Njarðvík með frábærum 0-3 sigri og höfðu betur 4-2 samanlagt. 

Sport

Arna komin á blað í Noregi

Arna Eiríksdóttir skoraði eitt marka Vålerenga í 4-0 sigri á Kolbotn í efstu deild norska boltans. Þá gaf Dilja Ýr Zomers stoðsendingu í 5-1 útisigri Brann á Lilleström.

Fótbolti

Roma vann slaginn um Róma­borg

Lazio og Roma mættust í borgarslag í dag en liðin deila ólympíuleikvangnum í Róm sem heimavelli. Það voru „gestirnir“ í Roma sem höfðu betur í dag en leiknum lauk með 0-1 sigri.

Fótbolti

Hildur lagði upp annan leikinn í röð

Hildur Antonsdóttir og liðsfélagar hennar í Madrid CFF náðu í dag 1-1 jafntefli gegn nágrönnum sínum í Atlético Madrid en Atlético hafði fyrir leikinn unnið alla þrjá fyrstu leiki sína í spænsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti

Sjáðu þriðju marka­veislu Skaga­manna í röð

Skagamenn virðast vera að finna taktinn á hárréttum tíma en liðið vann í gær sinn þriðja leik í röð þegar ÍA sótti Vestra heim. Lokatölur fyrir vestan 0-4 og hefur ÍA nú skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum.

Fótbolti

Topp­lið Juventus mis­steig sig

Juventus náði hins vegar aðeins í jafntefli í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans, eftir ævintýri sín í Meistaradeild Evrópu í vikunni. AC Milan hefur á sama tíma unnið þrjá leiki í röð.

Fótbolti

„Auð­velt að gleðja stuðnings­fólk okkar“

Ruben Amorim var eðlilega himinlifandi eftir 2-1 sigur sinna manna í Manchester United á Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Hann segir sína menn alltaf þurfa að flækja málin og þá hrósaði hann fyrirliðanum Bruno Fernandes sem hefur nú skorað 100 mörk fyrir félagið.

Enski boltinn

Stór­leikur Ís­lendinganna dugði ekki til sigurs

Þýska stórliðið Magdeburg gerði aðeins jafntefli við Erlangen í efstu deild þýska handboltans. Tveir Íslendingar eru á mála hjá báðum liðum en Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson voru fjarri góðu gamni hjá Erlangen.

Handbolti