Handbolti

Kom ekki heim til sín í mánuð

Rut Jónsdóttir, leikmaður KA/Þór í Olís-deild kvenna og íslenska landsliðsins, hefur ekki komið heim til sín síðan í byrjun mars vegna anna með landsliðinu, æfingabanns hér á landi og fleira.

Handbolti

Ómar Ingi fór á kostum í Evrópudeildinni

Ómar Ingi Magnússon átti stórleik þegar að lið hans Magdeburg vann góðan sex marka sigur gegn Kristianstad í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. Lokatölur 34-28, og Magdeburg því í góðum málum fyrir seinni leikinn í Þýskalandi.

Handbolti

Aron og félagar nálgast titilinn í spænska handboltanum

Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í Barcelona tóku stórt skref í átt að enn einum deildarmeistaratitlinum í spæska handboltanum þegar þeir lögðu CD Bidasoa Irun, 35-27 í dag. Barcelona hefur nú 11 stiga forskot á Bidasoa sem situr í öðru sæti.

Handbolti

Ómar fór á kostum í sigri

Ómar Ingi Magnússon var lang markahæsti leikmaður vallarins er Magdeburg hafði betur gegn Nordhorn-Lingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Handbolti

Komið á­fram án þess að spila

Flensburg, topplið þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta, er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, án þess að spila leik. Íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petersson er meðal leikmanna liðsins.

Handbolti

Fékk skila­boð um að hann væri feitur og ljótur

Nikolaj Jacobsen, þjálfari heimsmeistara Dana, segist hafa fengið mörg ljót skilaboð frá netverjum í gegnum tíðina og nokkur þeirra hafi komið í janúar, þrátt fyrir að Danir hafi staðið uppi sem sigurvegarar á HM í Egyptalandi.

Handbolti

Alexander á toppinn eftir sigur gegn Ómari Inga

Tvö af toppliðum þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta mættust í dag. Þar hafði Flensburg betur á útivelli gegn Magdeburg, lokatölur 32-29 gestunum í vil. Ómar Ingi Magnússon leikur með Magdeburg á meðan Alexander Petersson er í liði Flensburg.

Handbolti