„Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2022 07:30 Einar Þorsteinn Ólafsson hefur sannað sig sem góður handboltamaður þrátt fyrir að vera enn ungur og fer í atvinnumennsku í sumar. Vísir/Stöð 2 Sport Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. Einar er í miðju einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með Val gegn ÍBV og næsti leikur er í Eyjum á laugardag. Fyrir þriðja leikinn á milli liðanna ræddi Einar, sem er svo á leið í atvinnumennsku í sumar, við Stefán Árna Pálsson í Seinni bylgjunni og má sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Viðtal við Einar Þorstein í miðju einvígi Stefán sýndi Einari myndbrot frá árinu 2009 þegar Einar bjó á Spáni með fjölskyldu sinni, þar sem hann var ósjaldan að leika sér með bolta en var þá með hugann við að verða fótboltamaður. „Ég man eftir þessu. Ég var góður sko. Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta,“ sagði Einar sem æfði svo einnig körfubolta og hefur sagt að það eigi sinn þátt í því hversu góður varnarmaður hann sé. „Ég prófaði allar íþróttir og ef að ég eignast barn þá mun ég láta það æfa eins margar íþróttir og ég get. Ég vil meina að maður geti bara grætt á því að prófa svona margt.“ Vissi að hann þyrfti að langa til að mæta á hverja einustu æfingu En af hverju endaði hann svo í handboltanum, eins og pabbi sinn? „Það er góð spurning. Ég fann það innst inni að þetta væri það skemmtilegasta sem ég geri. Ég elska að horfa á körfubolta og leika mér í körfu en ég hafði alltaf áhuga á að mæta á hverja einustu æfingu í handbolta. Ég vissi að ef ég ætlaði að verða atvinnumaður þá þyrfti mig að langa til að mæta á hverja einustu æfingu,“ segir Einar. Hann er þegar byrjaður að vera viðloðandi landsliðið og er á leið í atvinnumennsku hjá Fredericia í Danmörku, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Lærði af pabba sínum að vera yfirvegaður En hvaða áhrif hefur Ólafur pabbi hans aðallega haft á hann? „Bara að vera alltaf „cool“ á því, jarðbundinn og yfirvegaður. Ekki fara of hátt í neinu sem maður gerir,“ segir Einar. Eins og fyrr segir var viðtalið tekið upp fyrir leik Vals og ÍBV í gærkvöld en fjórði leikur einvígisins verður í Eyjum á laugardaginn þar sem Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Einar nýtur þess í botn að spila í úrslitakeppninni: „Ég er ekkert eðlilega spenntur. Ég er búinn að bíða lengi eftir því að prófa fimm leikja seríu. Ég hef aldrei gert það áður. Í yngri flokkunum er alltaf bara einn og einn leikur. Það er líka geggjað að fá ÍBV í úrslitum. Það þekkja allir stuðningsmennina og það gefur manni auka að það sé mikið af fólki á leikjum,“ segir Einar en innslagið má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
Einar er í miðju einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með Val gegn ÍBV og næsti leikur er í Eyjum á laugardag. Fyrir þriðja leikinn á milli liðanna ræddi Einar, sem er svo á leið í atvinnumennsku í sumar, við Stefán Árna Pálsson í Seinni bylgjunni og má sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Viðtal við Einar Þorstein í miðju einvígi Stefán sýndi Einari myndbrot frá árinu 2009 þegar Einar bjó á Spáni með fjölskyldu sinni, þar sem hann var ósjaldan að leika sér með bolta en var þá með hugann við að verða fótboltamaður. „Ég man eftir þessu. Ég var góður sko. Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta,“ sagði Einar sem æfði svo einnig körfubolta og hefur sagt að það eigi sinn þátt í því hversu góður varnarmaður hann sé. „Ég prófaði allar íþróttir og ef að ég eignast barn þá mun ég láta það æfa eins margar íþróttir og ég get. Ég vil meina að maður geti bara grætt á því að prófa svona margt.“ Vissi að hann þyrfti að langa til að mæta á hverja einustu æfingu En af hverju endaði hann svo í handboltanum, eins og pabbi sinn? „Það er góð spurning. Ég fann það innst inni að þetta væri það skemmtilegasta sem ég geri. Ég elska að horfa á körfubolta og leika mér í körfu en ég hafði alltaf áhuga á að mæta á hverja einustu æfingu í handbolta. Ég vissi að ef ég ætlaði að verða atvinnumaður þá þyrfti mig að langa til að mæta á hverja einustu æfingu,“ segir Einar. Hann er þegar byrjaður að vera viðloðandi landsliðið og er á leið í atvinnumennsku hjá Fredericia í Danmörku, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Lærði af pabba sínum að vera yfirvegaður En hvaða áhrif hefur Ólafur pabbi hans aðallega haft á hann? „Bara að vera alltaf „cool“ á því, jarðbundinn og yfirvegaður. Ekki fara of hátt í neinu sem maður gerir,“ segir Einar. Eins og fyrr segir var viðtalið tekið upp fyrir leik Vals og ÍBV í gærkvöld en fjórði leikur einvígisins verður í Eyjum á laugardaginn þar sem Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Einar nýtur þess í botn að spila í úrslitakeppninni: „Ég er ekkert eðlilega spenntur. Ég er búinn að bíða lengi eftir því að prófa fimm leikja seríu. Ég hef aldrei gert það áður. Í yngri flokkunum er alltaf bara einn og einn leikur. Það er líka geggjað að fá ÍBV í úrslitum. Það þekkja allir stuðningsmennina og það gefur manni auka að það sé mikið af fólki á leikjum,“ segir Einar en innslagið má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira