Anton og félagar þurftu að taka fimm stig úr seinustu þrem umferður deildarinnar og á sama tíma treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum til að halda sæti sínu í deildinni. Eftir tapið í kvöld er hins vegar ljóst að liðið er fallið um deild.
Hamm-Westfalen situr í öðru sæti deildarinnar og er í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í efstu deild á næsta tímabili. Því var ljóst að um gríðarlega erfiðan leik væri að ræða fyrir Anton og félaga, en þeir voru hársbreidd frá því að taka stig í kvöld.
Anon skoraði þrjú mörk fyrir Emsdetten í kvöld, þar á meðal jafnaði hann metin í 30-30 þegar tæp mínúta var til leiksloka. Gestirnir í Hamm-Westfalen skoruðu hins vegar sigurmarkið þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum.