„Mikill sigur fyrir mig að komast aftur á völlinn eftir sjö ára fjarveru“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. maí 2022 21:56 Stella Sigurðardóttir, var með átta löglegar stöðvanir í kvöld Vísir/Hulda Margrét Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Origo-höllinni eftir eins marks sigur á Val 22-23. Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram, var klökk þegar hún rifjaði upp allt sem hún hefur gengið í gegnum. „Ég átti mjög erfitt með að vera á stól og hlaupa inn á völlinn eftir að hafa fengið rautt spjald. Það tók mig smá tíma að komast í gleðina eftir vonbrigðin að hafa fengið rautt spjald,“ sagði Stella eftir leik. Fram er að fara í nýtt íþróttahús á næsta tímabili og var Stella afar glöð með að kveðja Safamýrina með Íslandsmeistaratitli. „Við erum svo margar uppaldar í Safamýrinni. Ég held að allir þessir uppöldu leikmenn í Fram sé eins dæmi. Fyrir mig persónulega skiptir þetta miklu máli.“ Stella var klökk þegar hún hugsaði til þess að hafa ekki getað verið í handbolta í sjö ár vegna höfuðmeiðsla og var þetta hennar fyrsti Íslandsmeistaratitill síðan 2013. „Ég var seinast Íslandsmeistari 2013 sem er langur tími og ég spilaði ekki handbolta í sjö ár. Þetta var mikill sigur fyrir mig að koma til baka inn á völlinn og tala nú ekki um að taka Íslandsmeistaratitil áður en ég hætti.“ „Ég sat á stólnum grátandi þegar ég áttaði mig á því að við værum að fara verða Íslandsmeistarar. Það voru mikið af tilfinningum sem fóru í gegnum hausinn á mér. Þetta hefur allt verið ótrúlega erfitt og bara það að hafa náð að koma til baka á völlinn eftir sjö ára fjarveru var mikill sigur fyrir mig.“ Stella var óviss hvort hún myndi taka slaginn á næsta tímabili eða leggja skóna á hilluna. „Markmiðið mitt var bara að koma og vera á mínum forsendum. Það er mjög gott fyrir andlega heilsuna mína að fá að ákveða sjálf hvenær handboltaferlinum mínum muni ljúka,“ sagði Stella að lokum sem ætlaði að leggjast undir feld um framtíð sína. Fram Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira
„Ég átti mjög erfitt með að vera á stól og hlaupa inn á völlinn eftir að hafa fengið rautt spjald. Það tók mig smá tíma að komast í gleðina eftir vonbrigðin að hafa fengið rautt spjald,“ sagði Stella eftir leik. Fram er að fara í nýtt íþróttahús á næsta tímabili og var Stella afar glöð með að kveðja Safamýrina með Íslandsmeistaratitli. „Við erum svo margar uppaldar í Safamýrinni. Ég held að allir þessir uppöldu leikmenn í Fram sé eins dæmi. Fyrir mig persónulega skiptir þetta miklu máli.“ Stella var klökk þegar hún hugsaði til þess að hafa ekki getað verið í handbolta í sjö ár vegna höfuðmeiðsla og var þetta hennar fyrsti Íslandsmeistaratitill síðan 2013. „Ég var seinast Íslandsmeistari 2013 sem er langur tími og ég spilaði ekki handbolta í sjö ár. Þetta var mikill sigur fyrir mig að koma til baka inn á völlinn og tala nú ekki um að taka Íslandsmeistaratitil áður en ég hætti.“ „Ég sat á stólnum grátandi þegar ég áttaði mig á því að við værum að fara verða Íslandsmeistarar. Það voru mikið af tilfinningum sem fóru í gegnum hausinn á mér. Þetta hefur allt verið ótrúlega erfitt og bara það að hafa náð að koma til baka á völlinn eftir sjö ára fjarveru var mikill sigur fyrir mig.“ Stella var óviss hvort hún myndi taka slaginn á næsta tímabili eða leggja skóna á hilluna. „Markmiðið mitt var bara að koma og vera á mínum forsendum. Það er mjög gott fyrir andlega heilsuna mína að fá að ákveða sjálf hvenær handboltaferlinum mínum muni ljúka,“ sagði Stella að lokum sem ætlaði að leggjast undir feld um framtíð sína.
Fram Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Fleiri fréttir Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Sjá meira