Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 25-22 | Framkonur í kjörstöðu Andri Már Eggertsson skrifar 26. maí 2022 22:25 Emma Olsson fagnar marki. Vísir/Hulda Margrét Fram er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir þriggja marka sigur á Val 25-22. Staðan í einvíginu er 2-1 og er Fram í kjörstöðu fyrir næsta leik. Leikir milli Fram og Vals eru eins og góður boxbardagi. Liðin byrjuðu á að þreifa á hvoru öðru og skiptust á mörkum til að byrja með. Valur átti fyrsta höggið skömmu síðar og gerði tvö mörk í röð. Það leið ekki á löngu þegar allt var orðið jafnt 5-5 eftir stundarfjórðung. Það var alveg ljóst að Hafdís Renötudóttir, markmaður Fram, myndi ekki enda með 16 prósent markvörslu líkt og í seinasta leik. Hafdís datt í gang og var með nokkra leikmenn Vals í vasanum. Hafdís varði 9 skot í fyrri hálfleik sem var 50 prósent markvarsla. Hafdís Renötudóttir varði 16 skotVísir/Hulda Margrét Með Hafdísi í banastuði gekk Fram á lagið og komst þremur mörkum yfir 10-7. Gestunum tókst að minnka forskot Fram niður í eitt mark en heimakonur enduðu fyrri hálfleik af miklum krafti og var staðan 12-9 í hálfleik Fram steig á bensíngjöfina í upphafi síðari hálfleiks með Hafdísi Renötudóttur í fararbroddi sem gaf heimakonum auðveld hraðaupphlaups mörk og var Fram komið fjórum mörkum yfir þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Emma Olsson fékk ekkert gefins í kvöldVísir/Hulda Margrét Gestirnir frá Hlíðarenda voru ekki tilbúnar að leggja árar í bát og minnkuðu forskot Fram niður í eitt mark þegar tæplega fimmtán mínútur voru til leiksloka. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók þá leikhlé til að skerpa á hlutunum. Þegar þrjár mínútur voru eftir komst Fram þremur mörkum yfir og þar við sat. Fram vann 25-22 og er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Það var mikil gleði eftir leikVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Fram? Vörn og markvarsla Fram var frábær. Fram endaði fyrri hálfleik á að skora síðustu tvö mörkin og komst snemma fjórum mörkum yfir í síðari hálfleik og tókst Val aldrei að jafna leikinn eftir það forskot. Hverjar stóðu upp úr? Þrátt fyrir níu tapaða bolta þá var Karen markahæst með níu mörk úr jafn mörgum skotum og gaf sex stoðsendingar. Hafdís Renötudóttir átti stórleik í markinu. Hafdís varði 16 skot og endaði með 42.1 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Lovísa Thompson og Thea Imani Sturludóttir náðu sér aldrei á strik í leiknum. Lovísa skoraði tvö mörk úr tíu skotum. Thea Imani skoraði þrjú mörk úr átta mörkum. Valur átti í miklum vandræðum með að skora úr hornunum. Valskonur tóku 12 skot úr hornunum en skoruðu aðeins úr sex. Hvað gerist næst? Leikur þrjú í einvíginu er á sunnudaginn í Origo-höllinni klukkan 19:30. Ágúst: Eigum leikmenn inni sem verða að fara að gera betur Ágúst Jóhannsson var svekktur með þriggja marka tapVísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar pirraður eftir þriggja marka tap í Safamýrinni. „Leikurinn var í járnum en Fram var með yfirhöndina og átti sigurinn skilið,“ sagði Ágúst beint eftir leik. Ágúst var afar svekktur með hvernig hans lið spilaði leikinn og fannst honum mistök Vals vera afar dýr. „Mér fannst þær miklu klókari, þær skoruðu fullt af mörkum með hendina uppi og við gerðum fullt af mistökum bæði varnarlega og síðan vorum við að taka léleg skot á markið.“ „Fram er með gott lið og spilaði betur í kvöld. Við eigum leikmenn inni sem verða að fara að stíga upp. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir næsta leik og reyna jafna einvígið,“ sagði Ágúst að lokum og vildi ekki nefna hvaða leikmenn hann ætti inni. Myndir: Lovísa skoraði 2 mörk úr 10 skotumVísir/Hulda Margrét Það var mikil gleði eftir leikVísir/Hulda Margrét Karen skoraði 9 mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Valskonur voru svekktar eftir leikVísir/Hulda Margrét Perla Ruth í baráttunniVísir/Hulda Margrét Olís-deild kvenna Fram Valur
Fram er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum eftir þriggja marka sigur á Val 25-22. Staðan í einvíginu er 2-1 og er Fram í kjörstöðu fyrir næsta leik. Leikir milli Fram og Vals eru eins og góður boxbardagi. Liðin byrjuðu á að þreifa á hvoru öðru og skiptust á mörkum til að byrja með. Valur átti fyrsta höggið skömmu síðar og gerði tvö mörk í röð. Það leið ekki á löngu þegar allt var orðið jafnt 5-5 eftir stundarfjórðung. Það var alveg ljóst að Hafdís Renötudóttir, markmaður Fram, myndi ekki enda með 16 prósent markvörslu líkt og í seinasta leik. Hafdís datt í gang og var með nokkra leikmenn Vals í vasanum. Hafdís varði 9 skot í fyrri hálfleik sem var 50 prósent markvarsla. Hafdís Renötudóttir varði 16 skotVísir/Hulda Margrét Með Hafdísi í banastuði gekk Fram á lagið og komst þremur mörkum yfir 10-7. Gestunum tókst að minnka forskot Fram niður í eitt mark en heimakonur enduðu fyrri hálfleik af miklum krafti og var staðan 12-9 í hálfleik Fram steig á bensíngjöfina í upphafi síðari hálfleiks með Hafdísi Renötudóttur í fararbroddi sem gaf heimakonum auðveld hraðaupphlaups mörk og var Fram komið fjórum mörkum yfir þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Emma Olsson fékk ekkert gefins í kvöldVísir/Hulda Margrét Gestirnir frá Hlíðarenda voru ekki tilbúnar að leggja árar í bát og minnkuðu forskot Fram niður í eitt mark þegar tæplega fimmtán mínútur voru til leiksloka. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók þá leikhlé til að skerpa á hlutunum. Þegar þrjár mínútur voru eftir komst Fram þremur mörkum yfir og þar við sat. Fram vann 25-22 og er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Það var mikil gleði eftir leikVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Fram? Vörn og markvarsla Fram var frábær. Fram endaði fyrri hálfleik á að skora síðustu tvö mörkin og komst snemma fjórum mörkum yfir í síðari hálfleik og tókst Val aldrei að jafna leikinn eftir það forskot. Hverjar stóðu upp úr? Þrátt fyrir níu tapaða bolta þá var Karen markahæst með níu mörk úr jafn mörgum skotum og gaf sex stoðsendingar. Hafdís Renötudóttir átti stórleik í markinu. Hafdís varði 16 skot og endaði með 42.1 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Lovísa Thompson og Thea Imani Sturludóttir náðu sér aldrei á strik í leiknum. Lovísa skoraði tvö mörk úr tíu skotum. Thea Imani skoraði þrjú mörk úr átta mörkum. Valur átti í miklum vandræðum með að skora úr hornunum. Valskonur tóku 12 skot úr hornunum en skoruðu aðeins úr sex. Hvað gerist næst? Leikur þrjú í einvíginu er á sunnudaginn í Origo-höllinni klukkan 19:30. Ágúst: Eigum leikmenn inni sem verða að fara að gera betur Ágúst Jóhannsson var svekktur með þriggja marka tapVísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var afar pirraður eftir þriggja marka tap í Safamýrinni. „Leikurinn var í járnum en Fram var með yfirhöndina og átti sigurinn skilið,“ sagði Ágúst beint eftir leik. Ágúst var afar svekktur með hvernig hans lið spilaði leikinn og fannst honum mistök Vals vera afar dýr. „Mér fannst þær miklu klókari, þær skoruðu fullt af mörkum með hendina uppi og við gerðum fullt af mistökum bæði varnarlega og síðan vorum við að taka léleg skot á markið.“ „Fram er með gott lið og spilaði betur í kvöld. Við eigum leikmenn inni sem verða að fara að stíga upp. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir næsta leik og reyna jafna einvígið,“ sagði Ágúst að lokum og vildi ekki nefna hvaða leikmenn hann ætti inni. Myndir: Lovísa skoraði 2 mörk úr 10 skotumVísir/Hulda Margrét Það var mikil gleði eftir leikVísir/Hulda Margrét Karen skoraði 9 mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Valskonur voru svekktar eftir leikVísir/Hulda Margrét Perla Ruth í baráttunniVísir/Hulda Margrét
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti