Golf

Rory McIlroy PGA kylfingur ársins í fyrsta sinn á ferlinum

Rory McIlroy var í gær útnefndur kylfingur ársins á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Írinn fær þessa viðurkenningu. Hann þakkaði unnustu sinni, tenniskonunni Caroline Wozniacki, m.a. fyrir þann árangur sem hann hefur náð á keppnistímabilinu. Wozniacki, sem er frá Danmörku, er í fremstu röð á heimsvísu í sinni íþrótt.

Golf

Afreks - og boðshópar GSÍ tilkynntir

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi hefur valið í afreks-og boðhópa GSÍ (A og B), að baki valinu liggja viðmiðunarreglur afreksstefnu GSÍ. Afrekshópur A er skipaður þeim kylfingum sem sýndu hvað bestan árangur í sínum flokkum á seinasta tímabili og í boðshópi (B) verða kylfingar sem ekki skipa Team Iceland eða A hóp en falla þó undir viðmiðunarreglu. Í kringum áramót verða svo 2-6 kylfingar valdir úr A hópi til að skipa Team Iceland hópinn

Golf

Kaymer vann Nedbanks golfmótið í Suður-Afríku

Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði Nedbanks Challenge mótið í Sun City í Suður-Afríku í dag. Vendipunkturinn var á 14. holu þegar Kaymer fékk fugl þrátt fyrir að slá upphafshöggið langt út fyrir braut þar sem Kaymer var í raun heppinn að finna boltann.

Golf

Einfætti kylfingurinn | myndband

Manuel de los Santos er enginn venjulegur kylfingur. Þrátt að vera með aðeins einn fótlegg hefur honum tekist að ná ótrúlegum tökum á golfíþróttinni. Hann er kominn með þrjá í forgjöf og slær hátt í 300 metra upphafshögg.

Golf

Takmarkanir settar við notkun á löngum pútterum

Á undanförnum fimm risamótum í golfi hafa þrír sigurvegarar notað umdeilda púttera sem eru með lengra skafti en hefðbundnir pútterar. Svokallaðir "magapútterar“ hafa notið meiri vinsælda en áður en með slíkum pútterum geta kylfingar nýtt sér líkama sinn til þess að ná meiri stöðugleika á flötunum. Æðstu yfirvöld golfíþróttarinnar í Skotlandi og Bandaríkjunum hafa lagt til að frá og með árinu 2016 verði kylfingum bannað að láta hluta púttersins koma við líkamann á meðan þeir pútta.

Golf

John Daly kastaði pútternum út í skóg

John Daly er einn þekktasti kylfingur heims en hann þarf að stóla á að fá boð frá styrktaraðilum til þess að komast inn á PGA mótin í Bandaríkjunum og hann hefur reynt fyrir sér á Evrópumótaröðinni. Daly var langt frá sínu besta á opna Hong Kong meistaramótinu sem lauk um helgina. Þar missti hann stjórn á skapi sínu þar sem hann kastaði pútternum sínum út í skóg.

Golf

Birgir Leifur á litla sem enga möguleika

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG á afar litla möguleika á því að komast áfram á þriðja stig úrtökumótsins fyrir PGA-mótaröðina eftir að hann lék þriðja hringinn í Flórída á 70 höggum í dag. Birgir Leifur er í 67. sæti fyrir lokadaginn en tuttugu efstu kylfingarnir komast áfram.

Golf

Rory fær öll stærstu verðlaunin

Norður-Írinn Rory McIlroy sópar upp verðlaunum þessa dagana. Hann hefur nú verið útnefndur besti kylfingurinn á PGA-mótaröðinni og fékk einnig Vardon-bikarinn sem er veittur þeim kylfingi sem nær lægsta meðalskorinu á PGA-mótaröðinni.

Golf

Brosandi Beljan vann Disney-mótið

Kylfingurinn Charlie Beljan átti dramatíska helgi á Disney-mótinu í golfi. Hann var borinn út á sjúkrabörum eftir annan hringinn en tókst samt að vinna mótið.

Golf

Birgir Leifur líklega úr leik

Nánast fullvíst er að Birgir Leifur Hafþórsson muni ekki komast áfram á þriðja stig úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Golf

Frábær lokahringur tryggði Poulter sigurinn

Ian Poulter vann frábæran sigur á HSBC Champions-mótinu sem lauk í Kína í dag en mótið er hluti af Heimsmótaröðinni. Poulter tryggði sér sigurinn með frábærum lokahring en hann spilaði síðustu átján holurnar á 65 höggum eða sjö undir pari.

Golf

Tiger Woods ætlar sér að komast í efsta sæti heimslistans

Það eru tvö ár frá því að Tiger Woods var í efsta sæti heimslistans í golfi. Bandaríski kylfingurinn er sem stendur í öðru sæti á eftir Norður-Íranum Rory McIlroy. Woods er þessa stundina staddur í Singapúr en hann ætlar sér að komast í efsta sæti heimslistans á ný en að hans mati gæti það tekið tíma.

Golf

Ekki ánægðir með skróp Woods og McIlroy

Aðalstyrktaraðili WGC-HSBC-golfmótsins í Kína hefur gagnrýnt kylfinganna Rory McIlroy og Tiger Woods fyrir að skrópa á mótið en það hjálpar ekki að til að ýta undir áhuga á golfmótinu þegar tveir efstu menn á heimslistanum láta ekki sjá sig.

Golf

Hanson skákaði McIlroy

Svíinn Peter Hanson gerði sér lítið fyrir og vann BMW-meistaramótið í golfi sem fram fór í Shanghai. Hann háði æsispennandi baráttu við efsta mann heimslistans, Rory McIlroy, og hafði betur.

Golf

Undrið með hanskana

Tommy Gainey er enginn venjulegur golfari. Hann er sjálflærður, hefur mjög óvenjulega sveiflu og notar tvenna þykka hanska sem eru ætlaðir fyrir golf í rigningu. Gainey er sönnun þess að allt er hægt í íþróttum.

Golf

Yao Ming snýr sér að golfinu - risavaxið verkefni bíður hans

Yao Ming, sem var á sínum tíma einn þekktasti körfuknattleiksmaður heims, hefur snúið sér að golfíþróttinni. Og verkefnið sem bíður hans er risavaxið ef marka má myndbandsupptökur af kappanum á góðgerðamóti sem fram fór nýverið í heimalandi hans – Kína. Ming er 2.29 m. á hæð og er hann í hópi þeirra allra hávöxnustu sem leikið hafa í NBA deildinni en hann hætti sem atvinnumaður í júlí 2011 vegna meiðsla.

Golf

Birgir Leifur er enn með í baráttunni að komast á PGA mótaröðina

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, náði að komast í gegnum 1. stigið af alls þremur á úrtökumótinu fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Birgir Leifur endaði í 16.- 18. sæti á Lake Caroline golfvallarsvæðinu í Mississippi á samtals 3 höggum undir pari vallar en þeir sem voru í 19. sæti sátu eftir með sárt ennið.

Golf