Eins og að spila á alvöru móti erlendis Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júlí 2013 06:00 reynir á Guðrún Brá Björgvinsdóttir slær upphafshögg á Korpúlfsstaðavelli í vikunni. Úlfarsfellið er í baksýn en fyrir aftan Guðrúnu eru nokkrir af afrekskylfingum Íslands í karlaflokki. Fréttablaðið/Stefán Íslandsmótið í höggleik fer fram í 71. skipti þessa helgina en í þetta sinn verður mótið haldið á Korpúlfsstaðavelli sem var nýlega stækkaður í 27 holur. Spilað verður á fyrstu átján holunum samkvæmt nýja skipulaginu en þar fá keppendur bæði að spreyta sig á gömlum holum og nýjum. Völlurinn skiptist í þrjár „slaufur“ sem bera nöfnin Sjórinn, Áin og Landið. Spilað verður á fyrstu tveimur hlutunum en allar átján holurnar eru útlistaðar hér til hliðar. Völlurinn þykir sérlega glæsilegur eftir breytingarnar og afrekskylfingarnir eru sammála um að hann sé mjög krefjandi. „Það eru hættur beggja vegna brautarinnar á flestum holum og því mikilvægt að vera vel á boltanum og halda sér á braut,“ segir atvinnumaðurinn Ólafur Björn Loftsson en auk hans munu Birgir Leifur Hafþórsson, Þórður Rafn Gissurarson og Einar Haukur Óskarsson allir spila um helgina. Þeir hafa allir reynt fyrir sér á atvinnumótaröðum erlendis. „Þar að auki er völlurinn einnig erfiður að því leyti að hann reynir á stutta spilið hjá kylfingum. Hann reynir því á allar hliðar golfsins og það er alveg ljóst að maður kemst ekki í gegnum hann á heppni,“ bætir Ólafur Björn við. Eins og á alvöru móti í útlöndumBirgir Leifur Hafþórsson.Mynd/GSÍmyndir.netBirgir Leifur tekur í svipaðan streng og segir Korpúlfsstaðavöll nú í sérflokki á Íslandi. „Í fyrsta skipti fær maður það nú á tilfinninguna að maður sé að fara að keppa á alvöru móti í útlöndum. Sama hvernig aðstæðurnar verða þarf maður alltaf frábær högg til að komast sómasamlega frá þessum velli,“ segir hann. Birgir Leifur segir að aðrir golfklúbbar á Íslandi mættu taka sér starf GR á Korpúlfsstaðavelli til fyrirmyndar. „Ég tel að þessi völlur muni skapa fullt af góðum kylfingum í framtíðinni og ég hvet unga og efnilega kylfinga til að koma hingað og æfa sig. Aðrir klúbbar, eins og GKG, minn klúbbur, eiga að líta til Korpunnar og byggja upp velli sem gera íslenska kylfinga betri. Það ætti að vera markmið okkar Íslendinga að búa til sem flesta afrekskylfinga sem geta náð árangri á erlendri grundu því það væri besta mögulega auglýsingin fyrir íslenskt golf.“ Birgir Leifur þekkir vel til íslensks afreksstarfs í golfi en hann var nýverið liðsstóri í forkeppni Evrópumóts landsliða áhugamanna þar sem Ísland vann sér inn þátttökurétt í aðalkeppninni. „Þetta var yngsta landslið sem Ísland hefur nokkru sinni átt og það var frábært að fá að starfa með þessum drengjum. Við eigum mikið af ungum kylfingum í bæði karla- og kvennaflokki sem geta spilað frábært golf. Það yrði svo sannarlega engin skömm fyrir okkur atvinnumennina að tapa fyrir þeim sem spilar vel á þessum velli því sá sem nær besta skorinu hér um helgina verður svo sannarlega verðugur sigurvegari,“ segir Birgir Leifur. Völlurinn fljótur að refsaValdís Þóra Jónsdóttir.Mynd/StefánValdís Þóra Jónsdóttir og Haraldur Franklín Magnús eru ríkjandi Íslandsmeistarar en sú fyrrnefnda er nýkomin aftur til landsins eftir að hafa lokið námi í Bandaríkjunum. Hún stefnir á að taka þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í haust. „Þessi völlur hentar mér ágætlega að ég tel. Ég slæ langt og maður þarf ágætis lengd á nokkrum holum til að koma sér í gott færi. Ég þarf bara að halda mér á brautinni því völlurinn er fljótur að refsa. Maður getur ekki dritað skotum í allar áttir eins og á mörgum íslenskum völlum,“ segir hún. „Það þekkist víða erlendis að maður þarf að spila gott staðsetningargolf.“ 25 konur hafa skráð sig til leiks á Íslandsmótinu en 112 í karlaflokki. Valdís Þóra á þó von á harðri samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum margar ungar, og mjög góðar stelpur sem geta spilað vel og veitt manni mikla samkeppni. Það gerir mótið enn skemmtilegra fyrir vikið en ég stefni að sjálfsögðu að því að vinna titilinn. Annars væri ég ekki að taka þátt,“ segir hún en Valdís Þóra varð einnig meistari árið 2009. 50. Íslandsmót BjörgvinsGuðmundur Ágúst Kristjánsson verður á meðal keppenda.Mynd/StefánAlls verða leiknar 72 holur á fjórum dögum. Að loknum fyrstu tveimur keppnisdögunum verður keppendum í karlaflokki fækkað þannig að þeir 72 kylfingar sem eru með lægsta skorið haldi áfram. Verði fleiri en einn kylfingur jafnir í 72. sæti halda allir áfram. Að sama skapi verður keppendum í kvennaflokki fækkað í átján eftir fyrstu tvo dagana en sá fyrirvari er á að allir þeir sem eru mest tíu höggum frá efsta manni fá að halda áfram. Fyrstu ráshóparnir halda út klukkan 07.30 alla keppnisdagana en þess má geta að í fyrsta ráshópnum í dag verður Björgvin Þorsteinsson, GA, sem er nú að taka þátt í sínu 50. Íslandsmóti. Holurnar átján í KorpunniAndri Þór Björnsson.Fréttablaðið/StefánHér má sjá stutt yfirlit yfir þær holur sem verða notaðar á Íslandsmótinu í höggleik um helgina. Fyrstu tólf holurnar eru gamlar en síðustu sex nýjar. Ágúst Jensson, yfirvallarstjóri GR, segir frá holunum:Fyrri níu: Sjórinn 1. hola (par 5): Góð byrjunarhola sem gefur góðan möguleika á fugli. 2. hola (par 5): Skemmtileg hola sem gefur tækifæri ef menn eru reiðubúnir að taka smá áhættu. 3. hola (par 3): Löng og erfið. Gott að ná pari. 4. hola (par 4): Erfið hola þar sem menn labba sáttir í burtu með par. 5. hola (par 4): Hér skiptir teighöggið miklu máli og staðsetning á braut, þar sem flötin er mjög lítil. 6. hola (par 3): Stutt og auðveld hola. 7. hola (par 5): Mikill möguleiki á fugli fyrir sterka kylfinga. Erfitt að sætta sig við parið hér. 8. hola (par 4): Staðsetning eftir upphafshögg skiptir miklu máli fyrir innáhöggið inn á flöt, sem er hallandi. 9. hola (par 3): Skemmtileg hola þar sem allir ættu að geta fengið par.Seinni níu: Áin 10. hola (par 4): Í góðum aðstæðum er vel þess virði að taka áhættu og reyna við flötina. 11. hola (par 5): Sennilega léttasta holan á seinni níu. Hér vilja allir fá fugl. 12. hola (par 4): Ein erfiðasta par 4 hola landsins. Tré beggja vegna brautar og teighöggið er þröngt. 13. hola (par 3): Fyrsta holan á nýja hlutanum. Mikið landslag á flöt og því skiptir staðsetning máli. 14. hola (par 4): Hér geta kylfingar tekið áhættu með því að stytta sér leið í upphafshögginu. En hún verður mjög erfið ef það bregst. 15. hola (par 4): Góð og sanngjörn hola þar sem möguleikinn á fugli er góður. 16. hola (par 4): 415 metrar en fyrstu tvö höggin eru mjög strembin. Lítið um fugla hér. 17. hola (par 3): Í lengri kantinum en hér væri gott að fá par. 18. hola (par 4): Löng hola heim að skála, þar sem upphafshöggið er mikilvægt. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslandsmótið í höggleik fer fram í 71. skipti þessa helgina en í þetta sinn verður mótið haldið á Korpúlfsstaðavelli sem var nýlega stækkaður í 27 holur. Spilað verður á fyrstu átján holunum samkvæmt nýja skipulaginu en þar fá keppendur bæði að spreyta sig á gömlum holum og nýjum. Völlurinn skiptist í þrjár „slaufur“ sem bera nöfnin Sjórinn, Áin og Landið. Spilað verður á fyrstu tveimur hlutunum en allar átján holurnar eru útlistaðar hér til hliðar. Völlurinn þykir sérlega glæsilegur eftir breytingarnar og afrekskylfingarnir eru sammála um að hann sé mjög krefjandi. „Það eru hættur beggja vegna brautarinnar á flestum holum og því mikilvægt að vera vel á boltanum og halda sér á braut,“ segir atvinnumaðurinn Ólafur Björn Loftsson en auk hans munu Birgir Leifur Hafþórsson, Þórður Rafn Gissurarson og Einar Haukur Óskarsson allir spila um helgina. Þeir hafa allir reynt fyrir sér á atvinnumótaröðum erlendis. „Þar að auki er völlurinn einnig erfiður að því leyti að hann reynir á stutta spilið hjá kylfingum. Hann reynir því á allar hliðar golfsins og það er alveg ljóst að maður kemst ekki í gegnum hann á heppni,“ bætir Ólafur Björn við. Eins og á alvöru móti í útlöndumBirgir Leifur Hafþórsson.Mynd/GSÍmyndir.netBirgir Leifur tekur í svipaðan streng og segir Korpúlfsstaðavöll nú í sérflokki á Íslandi. „Í fyrsta skipti fær maður það nú á tilfinninguna að maður sé að fara að keppa á alvöru móti í útlöndum. Sama hvernig aðstæðurnar verða þarf maður alltaf frábær högg til að komast sómasamlega frá þessum velli,“ segir hann. Birgir Leifur segir að aðrir golfklúbbar á Íslandi mættu taka sér starf GR á Korpúlfsstaðavelli til fyrirmyndar. „Ég tel að þessi völlur muni skapa fullt af góðum kylfingum í framtíðinni og ég hvet unga og efnilega kylfinga til að koma hingað og æfa sig. Aðrir klúbbar, eins og GKG, minn klúbbur, eiga að líta til Korpunnar og byggja upp velli sem gera íslenska kylfinga betri. Það ætti að vera markmið okkar Íslendinga að búa til sem flesta afrekskylfinga sem geta náð árangri á erlendri grundu því það væri besta mögulega auglýsingin fyrir íslenskt golf.“ Birgir Leifur þekkir vel til íslensks afreksstarfs í golfi en hann var nýverið liðsstóri í forkeppni Evrópumóts landsliða áhugamanna þar sem Ísland vann sér inn þátttökurétt í aðalkeppninni. „Þetta var yngsta landslið sem Ísland hefur nokkru sinni átt og það var frábært að fá að starfa með þessum drengjum. Við eigum mikið af ungum kylfingum í bæði karla- og kvennaflokki sem geta spilað frábært golf. Það yrði svo sannarlega engin skömm fyrir okkur atvinnumennina að tapa fyrir þeim sem spilar vel á þessum velli því sá sem nær besta skorinu hér um helgina verður svo sannarlega verðugur sigurvegari,“ segir Birgir Leifur. Völlurinn fljótur að refsaValdís Þóra Jónsdóttir.Mynd/StefánValdís Þóra Jónsdóttir og Haraldur Franklín Magnús eru ríkjandi Íslandsmeistarar en sú fyrrnefnda er nýkomin aftur til landsins eftir að hafa lokið námi í Bandaríkjunum. Hún stefnir á að taka þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í haust. „Þessi völlur hentar mér ágætlega að ég tel. Ég slæ langt og maður þarf ágætis lengd á nokkrum holum til að koma sér í gott færi. Ég þarf bara að halda mér á brautinni því völlurinn er fljótur að refsa. Maður getur ekki dritað skotum í allar áttir eins og á mörgum íslenskum völlum,“ segir hún. „Það þekkist víða erlendis að maður þarf að spila gott staðsetningargolf.“ 25 konur hafa skráð sig til leiks á Íslandsmótinu en 112 í karlaflokki. Valdís Þóra á þó von á harðri samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn. „Við erum margar ungar, og mjög góðar stelpur sem geta spilað vel og veitt manni mikla samkeppni. Það gerir mótið enn skemmtilegra fyrir vikið en ég stefni að sjálfsögðu að því að vinna titilinn. Annars væri ég ekki að taka þátt,“ segir hún en Valdís Þóra varð einnig meistari árið 2009. 50. Íslandsmót BjörgvinsGuðmundur Ágúst Kristjánsson verður á meðal keppenda.Mynd/StefánAlls verða leiknar 72 holur á fjórum dögum. Að loknum fyrstu tveimur keppnisdögunum verður keppendum í karlaflokki fækkað þannig að þeir 72 kylfingar sem eru með lægsta skorið haldi áfram. Verði fleiri en einn kylfingur jafnir í 72. sæti halda allir áfram. Að sama skapi verður keppendum í kvennaflokki fækkað í átján eftir fyrstu tvo dagana en sá fyrirvari er á að allir þeir sem eru mest tíu höggum frá efsta manni fá að halda áfram. Fyrstu ráshóparnir halda út klukkan 07.30 alla keppnisdagana en þess má geta að í fyrsta ráshópnum í dag verður Björgvin Þorsteinsson, GA, sem er nú að taka þátt í sínu 50. Íslandsmóti. Holurnar átján í KorpunniAndri Þór Björnsson.Fréttablaðið/StefánHér má sjá stutt yfirlit yfir þær holur sem verða notaðar á Íslandsmótinu í höggleik um helgina. Fyrstu tólf holurnar eru gamlar en síðustu sex nýjar. Ágúst Jensson, yfirvallarstjóri GR, segir frá holunum:Fyrri níu: Sjórinn 1. hola (par 5): Góð byrjunarhola sem gefur góðan möguleika á fugli. 2. hola (par 5): Skemmtileg hola sem gefur tækifæri ef menn eru reiðubúnir að taka smá áhættu. 3. hola (par 3): Löng og erfið. Gott að ná pari. 4. hola (par 4): Erfið hola þar sem menn labba sáttir í burtu með par. 5. hola (par 4): Hér skiptir teighöggið miklu máli og staðsetning á braut, þar sem flötin er mjög lítil. 6. hola (par 3): Stutt og auðveld hola. 7. hola (par 5): Mikill möguleiki á fugli fyrir sterka kylfinga. Erfitt að sætta sig við parið hér. 8. hola (par 4): Staðsetning eftir upphafshögg skiptir miklu máli fyrir innáhöggið inn á flöt, sem er hallandi. 9. hola (par 3): Skemmtileg hola þar sem allir ættu að geta fengið par.Seinni níu: Áin 10. hola (par 4): Í góðum aðstæðum er vel þess virði að taka áhættu og reyna við flötina. 11. hola (par 5): Sennilega léttasta holan á seinni níu. Hér vilja allir fá fugl. 12. hola (par 4): Ein erfiðasta par 4 hola landsins. Tré beggja vegna brautar og teighöggið er þröngt. 13. hola (par 3): Fyrsta holan á nýja hlutanum. Mikið landslag á flöt og því skiptir staðsetning máli. 14. hola (par 4): Hér geta kylfingar tekið áhættu með því að stytta sér leið í upphafshögginu. En hún verður mjög erfið ef það bregst. 15. hola (par 4): Góð og sanngjörn hola þar sem möguleikinn á fugli er góður. 16. hola (par 4): 415 metrar en fyrstu tvö höggin eru mjög strembin. Lítið um fugla hér. 17. hola (par 3): Í lengri kantinum en hér væri gott að fá par. 18. hola (par 4): Löng hola heim að skála, þar sem upphafshöggið er mikilvægt.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti