Birgir Leifur saxaði á forystu Haraldar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2013 14:29 Mynd/Stefán Haraldur Franklín Magnús, ríkjandi Íslandsmeistari, er með tveggja högga forystu fyrir lokakeppnisdaginn á Íslandsmótinu á morgun. Haraldur var um tíma mest með sex högga forystu í dag en Birgir Leifur Hafþórsson saxaði jafnt og þétt á forystu hans eftir því sem leið á daginn. Áhlaup hans hófst á sjöundu holu er Birgir Leifur náði í fyrsta fuglinn af þremur í röð. Haraldur fékk svo sjaldséðan skolla á tíundu holu en með því náði Birgir Leifur að minnka muninn í tvö högg. Haraldur hélt rónni eftir þetta og hélt forystunni allt til loka. Þessir tveir hafa verið í ákveðnum sérflokki á mótinu til þessa og er útlit fyrir einvígi þeirra um titilinn á mótinu á morgun. Ólafur Björn Loftsson gaf aðeins eftir í dag og spilaði á einu höggi yfir pari. Hann er í þriðja sæti á pari ásamt þeim Arnari Snæ Hákonarsyni, Rúnari Arnórssyni og Arnóri Inga Finnbjörnssyni. Birgir Leifur spilaði á 66 höggum í dag, rétt eins og Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem vann sig upp í tíunda sætið. Kristján Þór Einarsson spilaði einnig vel, á 67 höggum, og er í ellefta sæti. Kristján Þór og Guðmundur Ágúst voru í góðri stöðu um miðjan hring en náðu ekki að bæta vallarmetið sem Ólafur Björn setti í gær er hann lék á 65 höggum. Fylgst var með deginum í beinni lýsingu á Vísi sem má lesa hér fyrir neðan.Staðan í karlaflokki: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR -9 2. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG -7 3. Ólafur Björn Loftsson, NK E - Arnar Snær Hákonarson, GR E - Rúnar Arnórsson, GK E - Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR EStaðan í kvennaflokki: 1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +5 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +5 3. Sunna Víðisdóttir, GR +7 4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +9 5. Anna Sólveig Snorradóttir +1118.21: Haraldur Franklín og Birgir Leifur fengu báðir fugl á átjándu eftir frábært innáhögg. Þeir áttu báðir auðvelt pútt eftir sem þeir settu niður. Útlit fyrir spennandi lokadag.17.56: Þá er lokahollið loksins búið að klára sextándu en það hafa verið miklar tafir á þeirri holu í dag. Það eru um 45 mínútur síðan að hollið kláraði fimmtándu holu og þetta tók því sinn tíma. Allir lentu þeir í vandræðum á sextándu og töpuðu því höggi. Staðan er því óbreytt fyrir síðustu tvær holurnar.17.43: Örvar lenti í miklum vandræðum á sextándu og tapaði þremur höggum. Hann lenti í ógöngum eftir þriðja höggið og þurfti að kosta miklu til að klára holuna. Það hefur verið nokkuð um tafir á sextándu í dag og því á síðasta hollið enn eftir að klára holuna. Örvar er dottinn út af lista yfir tíu efstu.17.30: „Ég kannski bjóst ekki við að ná svona miklu af henni en þetta var fínt. Það verður örugglega spennandi lokahringur á morgun,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn sinn í dag. Sjá viðtal við hana hér.17.12: Birgir Leifur var að missa pútt á fimmtándu sem hefði minnkað forystu Haraldar í eitt högg. Báðir fengu par á holunni en þar sem Haraldur fékk skolla á fjórtándu munar nú tveimur höggum á þeim.16.55: Guðrún Brá náði að bjarga því sem hún gat með fugli á átjándu. Þar með er ljóst að hún og Valdís Þóra verða jafnar þegar keppni hefst á morgun. Sunna náði pari á átjándu og er í þriðja sæti.16.50: Haraldur Franklín gefur Birgi Leif ekkert eftir og hefur náð tveimur fuglum á síðustu þremur holum. Hann er á tíu undir pari, þremur á undan Birgi.16.44: Óbreytt staða hjá konunum fyrir átjándu og síðustu holuna.16.31: Valdís var að missa högg á 16. holu og því er forysta hennar nú eitt högg. Sunna fékk skolla á 17. og datt niður í þriðja sæti. Ólafía Þórunn fékk skramba á sautjándu og þurrkaði þar með örninn út á síðustu holu.16.19: Ólafía Þórunn náði frábærum erni sextándu eftir glæsilegt pútt. Hún er aðeins einu höggi á eftir kylfingunum í öðru sæti.16.18: Sunna er enn í sókn og hefur nú jafnað Guðrúnu Brá í öðru sætinu. Sunna fékk fugl á sextándu og er tveimur höggum undir pari í dag.16.08: Guðmundur Ágúst var að koma inn á fimm undir pari. Eins og hann bendir sjálfur á vildi hann meira eftir að hafa verið sex undir eftir tólf holur. Sjá viðtal við Guðmund Ágúst hér.15.58: Örvar heldur áfram að gera það gott en hann var að fá fugl á elleftu. Hann hefur fengið fugla á öllum par 5 holunum hingað til enda högglangur kylfingur. Örvar er þriðji á þremur undir pari.15.52: Meiri spenna í karlaflokki. Haraldur Franklín var að tapa höggi á tíundu. Forysta hans hefur því minnkað um fjögur högg á fjórum holum.15.38: Stórsókn Birgis Leifs heldur áfram. Hann fékk sinn þriðja fugl í röð á níundu og er nú aðeins þremur höggum á eftir Haraldi. Ólafur Björn, sem er í sama ráshóp, fékk skolla á níundu og er dottinn niður í fjórða sætið.15.35: Valdís Þóra hefur tekið tveggja högga forystu í kvennaflokki. Hún tók forystuna á þrettándu er hún náði fugli en Guðrún Brá fékk svo skolla á fjórtándu og hefur því gefið verulega eftir í dag.15.21: Guðmundur Ágúst fékk skolla á fimmtándu og er því fimm undir í dag. Hann er því einu höggi frá vallarmetinu þegar þrjár holur eru eftir.15.19: Tveir fuglar í röð hjá Birgir Leifi og forysta Haraldar nú orðin fjögur högg. Fjórði fuglinn hjá Birgi í dag sem sækir stíft að forystumanninum.15.11: Birgir Leifur fékk fugla á sjöundu fyrstu tvo dagana og einnig í dag. Það gerðu Haraldur Franklín hins vegar ekki og er Birgir Leifur því búinn að minnka forystu hans um eitt högg. Örvar var hins vegar að missa högg á níundu og er því nú tveimur höggum á eftir Birgi Leifi.15.08: Guðrún Brá deilir nú forystunni með Valdísi Þóru. Guðrún fékk líka skolla á tólftu á meðan að Valdís fékk par. Báðar eru nú á fimm höggum yfir pari.15:06: Sunna Víðisdóttir var að missa högg á tólftu og er nú tveimur höggum á eftir Valdísi Þóru.15:04: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni, hefur spilað frábært golf í dag. Hann er á sex undir pari eftir tólf holur og þarf einn fugl í viðbót til að bæta vallarmet Ólafs Björns Loftssonar frá því í gær. Hann hefur fengið fimm fugla í dag, einn skolla og einn örn. Hann kom á elleftu holu. Guðmundur Ágúst byrjaði illa á mótinu og var á níu höggum yfir pari eftir fyrsta daginn. En hann var á tveimur undir í gær og virðist til alls líklegur í dag.14:55: Örvar Samúelsson er að spila vel í dag og er kominn á þrjá undir. Hann fékk fugla á fyrstu tveimur holunum og svo aftur á sjöundu. Hann er jafn Birgi Leif í öðru sæti.14:53:Haraldur Franklín var að ná öðrum fugli, nú á hinni 136 m löngu 6. holu. Fyrsti fuglinn hans á þeirri holu á mótinu. Hann er nú komin með sex högga forystu.14:49: Sviptingar á 11. holu. Guðrún Brá tapaði höggi en Valdís Þóra náði fugli. Nú munar aðeins einu höggi á þeim.14:39: Haraldur Franklín hefur spilað ótrúlega vel á mótinu. Hann hefur aðeins fengið fjóra skolla til þessa, þar af þrjá á fyrsta deginum. Fuglarnir eru alls tólf hjá honum hingað til, þar af einn á fjórðu í dag. Hann er langfyrstur á átta undir pari.14:36: Sunna Víðisdóttir er einnig að koma sterk inn eftir að hafa byrjað skelfilega fyrsta daginn. þá spilaði hún á tíu höggum yfir pari. Hún var á tveimur undir í gær og er að spila frábærlega í dag. Hún var að fá sinn þriðja fugl í dag, á 11. holu, og hefur nú jafnað Valdísi Þóru í öðru sæti.14:32:Guðrún Brá var með fjögurra högga forystu fyrir daginn og jók forystuna í gær þrátt fyrir að hafa spilað verr en á fyrsta deginum. Valdís Þóra kom þá sterk inn á einu yfir pari eftir hafa spilað á fimm yfir fyrsta daginn. Valdís Þóra byrjar betur í dag og hefur minnkað forystu Guðrúnar í þrjú högg.14:25: Velkomin í beina lýsingu frá Íslandsmótinu í höggleik en hér ætlum við að fylgjast með því helsta sem gerist á Korpunni sem skartar sínu fegursta í dag. Guðrún Brá og Haraldur Franklín, sem tóku forystu strax á fyrsta degi, eru enn fremst. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús, ríkjandi Íslandsmeistari, er með tveggja högga forystu fyrir lokakeppnisdaginn á Íslandsmótinu á morgun. Haraldur var um tíma mest með sex högga forystu í dag en Birgir Leifur Hafþórsson saxaði jafnt og þétt á forystu hans eftir því sem leið á daginn. Áhlaup hans hófst á sjöundu holu er Birgir Leifur náði í fyrsta fuglinn af þremur í röð. Haraldur fékk svo sjaldséðan skolla á tíundu holu en með því náði Birgir Leifur að minnka muninn í tvö högg. Haraldur hélt rónni eftir þetta og hélt forystunni allt til loka. Þessir tveir hafa verið í ákveðnum sérflokki á mótinu til þessa og er útlit fyrir einvígi þeirra um titilinn á mótinu á morgun. Ólafur Björn Loftsson gaf aðeins eftir í dag og spilaði á einu höggi yfir pari. Hann er í þriðja sæti á pari ásamt þeim Arnari Snæ Hákonarsyni, Rúnari Arnórssyni og Arnóri Inga Finnbjörnssyni. Birgir Leifur spilaði á 66 höggum í dag, rétt eins og Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem vann sig upp í tíunda sætið. Kristján Þór Einarsson spilaði einnig vel, á 67 höggum, og er í ellefta sæti. Kristján Þór og Guðmundur Ágúst voru í góðri stöðu um miðjan hring en náðu ekki að bæta vallarmetið sem Ólafur Björn setti í gær er hann lék á 65 höggum. Fylgst var með deginum í beinni lýsingu á Vísi sem má lesa hér fyrir neðan.Staðan í karlaflokki: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR -9 2. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG -7 3. Ólafur Björn Loftsson, NK E - Arnar Snær Hákonarson, GR E - Rúnar Arnórsson, GK E - Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR EStaðan í kvennaflokki: 1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +5 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +5 3. Sunna Víðisdóttir, GR +7 4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +9 5. Anna Sólveig Snorradóttir +1118.21: Haraldur Franklín og Birgir Leifur fengu báðir fugl á átjándu eftir frábært innáhögg. Þeir áttu báðir auðvelt pútt eftir sem þeir settu niður. Útlit fyrir spennandi lokadag.17.56: Þá er lokahollið loksins búið að klára sextándu en það hafa verið miklar tafir á þeirri holu í dag. Það eru um 45 mínútur síðan að hollið kláraði fimmtándu holu og þetta tók því sinn tíma. Allir lentu þeir í vandræðum á sextándu og töpuðu því höggi. Staðan er því óbreytt fyrir síðustu tvær holurnar.17.43: Örvar lenti í miklum vandræðum á sextándu og tapaði þremur höggum. Hann lenti í ógöngum eftir þriðja höggið og þurfti að kosta miklu til að klára holuna. Það hefur verið nokkuð um tafir á sextándu í dag og því á síðasta hollið enn eftir að klára holuna. Örvar er dottinn út af lista yfir tíu efstu.17.30: „Ég kannski bjóst ekki við að ná svona miklu af henni en þetta var fínt. Það verður örugglega spennandi lokahringur á morgun,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn sinn í dag. Sjá viðtal við hana hér.17.12: Birgir Leifur var að missa pútt á fimmtándu sem hefði minnkað forystu Haraldar í eitt högg. Báðir fengu par á holunni en þar sem Haraldur fékk skolla á fjórtándu munar nú tveimur höggum á þeim.16.55: Guðrún Brá náði að bjarga því sem hún gat með fugli á átjándu. Þar með er ljóst að hún og Valdís Þóra verða jafnar þegar keppni hefst á morgun. Sunna náði pari á átjándu og er í þriðja sæti.16.50: Haraldur Franklín gefur Birgi Leif ekkert eftir og hefur náð tveimur fuglum á síðustu þremur holum. Hann er á tíu undir pari, þremur á undan Birgi.16.44: Óbreytt staða hjá konunum fyrir átjándu og síðustu holuna.16.31: Valdís var að missa högg á 16. holu og því er forysta hennar nú eitt högg. Sunna fékk skolla á 17. og datt niður í þriðja sæti. Ólafía Þórunn fékk skramba á sautjándu og þurrkaði þar með örninn út á síðustu holu.16.19: Ólafía Þórunn náði frábærum erni sextándu eftir glæsilegt pútt. Hún er aðeins einu höggi á eftir kylfingunum í öðru sæti.16.18: Sunna er enn í sókn og hefur nú jafnað Guðrúnu Brá í öðru sætinu. Sunna fékk fugl á sextándu og er tveimur höggum undir pari í dag.16.08: Guðmundur Ágúst var að koma inn á fimm undir pari. Eins og hann bendir sjálfur á vildi hann meira eftir að hafa verið sex undir eftir tólf holur. Sjá viðtal við Guðmund Ágúst hér.15.58: Örvar heldur áfram að gera það gott en hann var að fá fugl á elleftu. Hann hefur fengið fugla á öllum par 5 holunum hingað til enda högglangur kylfingur. Örvar er þriðji á þremur undir pari.15.52: Meiri spenna í karlaflokki. Haraldur Franklín var að tapa höggi á tíundu. Forysta hans hefur því minnkað um fjögur högg á fjórum holum.15.38: Stórsókn Birgis Leifs heldur áfram. Hann fékk sinn þriðja fugl í röð á níundu og er nú aðeins þremur höggum á eftir Haraldi. Ólafur Björn, sem er í sama ráshóp, fékk skolla á níundu og er dottinn niður í fjórða sætið.15.35: Valdís Þóra hefur tekið tveggja högga forystu í kvennaflokki. Hún tók forystuna á þrettándu er hún náði fugli en Guðrún Brá fékk svo skolla á fjórtándu og hefur því gefið verulega eftir í dag.15.21: Guðmundur Ágúst fékk skolla á fimmtándu og er því fimm undir í dag. Hann er því einu höggi frá vallarmetinu þegar þrjár holur eru eftir.15.19: Tveir fuglar í röð hjá Birgir Leifi og forysta Haraldar nú orðin fjögur högg. Fjórði fuglinn hjá Birgi í dag sem sækir stíft að forystumanninum.15.11: Birgir Leifur fékk fugla á sjöundu fyrstu tvo dagana og einnig í dag. Það gerðu Haraldur Franklín hins vegar ekki og er Birgir Leifur því búinn að minnka forystu hans um eitt högg. Örvar var hins vegar að missa högg á níundu og er því nú tveimur höggum á eftir Birgi Leifi.15.08: Guðrún Brá deilir nú forystunni með Valdísi Þóru. Guðrún fékk líka skolla á tólftu á meðan að Valdís fékk par. Báðar eru nú á fimm höggum yfir pari.15:06: Sunna Víðisdóttir var að missa högg á tólftu og er nú tveimur höggum á eftir Valdísi Þóru.15:04: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni, hefur spilað frábært golf í dag. Hann er á sex undir pari eftir tólf holur og þarf einn fugl í viðbót til að bæta vallarmet Ólafs Björns Loftssonar frá því í gær. Hann hefur fengið fimm fugla í dag, einn skolla og einn örn. Hann kom á elleftu holu. Guðmundur Ágúst byrjaði illa á mótinu og var á níu höggum yfir pari eftir fyrsta daginn. En hann var á tveimur undir í gær og virðist til alls líklegur í dag.14:55: Örvar Samúelsson er að spila vel í dag og er kominn á þrjá undir. Hann fékk fugla á fyrstu tveimur holunum og svo aftur á sjöundu. Hann er jafn Birgi Leif í öðru sæti.14:53:Haraldur Franklín var að ná öðrum fugli, nú á hinni 136 m löngu 6. holu. Fyrsti fuglinn hans á þeirri holu á mótinu. Hann er nú komin með sex högga forystu.14:49: Sviptingar á 11. holu. Guðrún Brá tapaði höggi en Valdís Þóra náði fugli. Nú munar aðeins einu höggi á þeim.14:39: Haraldur Franklín hefur spilað ótrúlega vel á mótinu. Hann hefur aðeins fengið fjóra skolla til þessa, þar af þrjá á fyrsta deginum. Fuglarnir eru alls tólf hjá honum hingað til, þar af einn á fjórðu í dag. Hann er langfyrstur á átta undir pari.14:36: Sunna Víðisdóttir er einnig að koma sterk inn eftir að hafa byrjað skelfilega fyrsta daginn. þá spilaði hún á tíu höggum yfir pari. Hún var á tveimur undir í gær og er að spila frábærlega í dag. Hún var að fá sinn þriðja fugl í dag, á 11. holu, og hefur nú jafnað Valdísi Þóru í öðru sæti.14:32:Guðrún Brá var með fjögurra högga forystu fyrir daginn og jók forystuna í gær þrátt fyrir að hafa spilað verr en á fyrsta deginum. Valdís Þóra kom þá sterk inn á einu yfir pari eftir hafa spilað á fimm yfir fyrsta daginn. Valdís Þóra byrjar betur í dag og hefur minnkað forystu Guðrúnar í þrjú högg.14:25: Velkomin í beina lýsingu frá Íslandsmótinu í höggleik en hér ætlum við að fylgjast með því helsta sem gerist á Korpunni sem skartar sínu fegursta í dag. Guðrún Brá og Haraldur Franklín, sem tóku forystu strax á fyrsta degi, eru enn fremst.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira