Gagnrýni

tUnE-yArDs á Iceland Airwaves: Brjáluð stemning

tUnE-yArDs er mjög skemmtileg á tónleikum. Hún leikur sjálf á trommur og syngur og hljóðritar bæði söng og takta og spilar þá jafnóðum (notar fótpedala til að stjórna aðgerðum !) og svo spilar hún á úkúleleið sitt. Með henni á Nasa var bassaleikari og tveir saxófónleikarar. Áhorfendur sungu með hástöfum í lögum eins og Gangsta og You Yes You en hápunkturinn var lagið Bizness.

Gagnrýni

Sinead O'Connor á Iceland Airwaves: Spilað á allan tilfinningaskalann

Það var mikil stemning í Fríkirkjunni þegar írska stjarnan Sinéad O'Connor spilaði þar á föstudagskvöldið með tveimur aðstoðarmönnum, gítarleikara og hljómborðsleikara. Sinéad var í fínu formi og náði mjög sterkum tengslum við tónleikagesti, sérstaklega þegar leið á tónleikana. Hún er frábær söngkona og textahöfundur og flutti lögin sín af mikilli tilfinningu sem kallaði marg oft fram gæsahúð hjá áhorfendum sem fylltu kirkjuna.

Gagnrýni

Esmerine á Iceland Airwaves: Hörpufjör í Hörpu

Montreal-bandið Esmerine hreif áhorfendur með sér um leið og sveitin hóf leik. Tónlist sveitarinnar er að mestu leikin á selló, hörpu og ýmis ásláttarhljóðfæri, til að mynda sílafón, og sver sig í ætt við ýmsar síðrokksveitir og indíbönd frá Kanada.

Gagnrýni

Dungen á Iceland Airwaves: Vonbrigði

Lélegur hljómur Hafnarhússins eyðilagði lítið fyrir HAM, en fór illa með sænsku hipparokkarana í Dungen. Tónleikar hljómsveitarinnar byggðust mikið upp á spunakenndum hljóðfæraleik, en erfitt reyndist að greina tónlistina þar sem bassinn virtist hafa skitið yfir tónleikana. Svo lélegur var hljómurinn.

Gagnrýni

John Grant á Iceland Airwaves: Stórkostlegur sögumaður

John Grant var ekkert að klæða sig upp fyrir tónleika sína í Hörpu. Hann settist fyrir framan flygilinn með lopahúfu á hausnum og hamraði inn æðislegar melódíur í tæpan klukkutíma. Grant er frábær sögumaður og sýndi fimi sína milli laga. Sagði frá erfiðum uppvaxtarárum, en hann uppgvötaði mjög snemma að hann er hommi og taldi lengi að það væri synd.

Gagnrýni

HAM á Iceland Airwaves: Díselvélin

Hljómurinn í Hafnarhúsinu á föstudagskvöld var lélegur. Það kom lítið niður á tónleikum HAM sem er einhvers konar þungarokkvél. Vélin hökktir lítið og keyrir áfram á díselolíu með tilheyrandi hávaða og látum. Lögin Dauð hóra, Mitt líf og Ingimar eru orðin klassík, þrátt fyrir að stutt sé síðan þau komu út á plötu og áhorfendur sungu með af lífsins sálar kröftum. Haldið til haga: Í gagnrýni Fréttablaðsins um tónleika HAM í Hafnarhúsinu á föstudaginn kom fram að hljómurinn hafi verið lélegur. Þetta er klaufalega orðað þar sem gagnrýnandi var ekki á svæðinu fyrri hluta kvölds og var því ekki dómbær á það sem fór þá fram.

Gagnrýni

Of Monsters and Men á Iceland Airwaves: Varla feilnóta

Of Monsters and Men sýndi í Norðurljósasalnum af hverju hún er vinsælasta hljómsveit landsins um þessar mundir. Fullt var út úr dyrum eins og búast mátti við og stemningin var eftir því. Tíu manns voru á sviðinu og spilamennskan var þétt og hljómurinn einkar góður. Hið gríðarvinsæla Little Talks fékk bestu viðtökurnar en önnur lög voru ekki síðri.

Gagnrýni

Dad Rocks á Iceland Airwaves: Huggulegt

Snævar Njáll Albertsson býr í Danmörku og kallar sig Dad Rocks! Með honum á sviðinu í Kaldalónssalnum voru tveir fiðluleikarar, tveir trompetleikarar og einn sellóleikari en trommuleikarinn átti ekki heimagengt frá Danmörku

Gagnrýni

Puzzle Muteson á Iceland Airwaves: Lágstemmt

Salurinn í Iðnó var troðfullur og með Puzzle á sviðinu voru sjö manns, þar á meðal píanóleikarinn Daníel Bjarnason. Sjálfur sat forsprakkinn fremst með kassagítarinn í hendi og söng með fallegri rödd sinni lágstemmd lögin.

Gagnrýni

Kænn kappi í Landnámssetrinu

Niðurstaða: Þór nýtur sín í þessu hlutverki og er alveg óhætt að mæla með enn einu fræðandi og skemmtilegu stefnumóti við forna kappa uppi í Borgarnesi.

Gagnrýni

Plastic Ono Band á Iceland Airwaves: Salurinn tæmdist

Salurinn var kjaftfullur áður en tónleikar The Plastic Ono Band hófust. Til að hita upp fyrir tónleikana var sýnd heimildarmynd um Yoko Ono og John Lennon og allir virtust spenntir að sjá þessa frægu hljómsveit stíga á svið. Fljótlega eftir að Yoko hóf upp raustina byrjaði fólk þó að tínast úr salnum, enda er söngur hennar langt í frá allra.

Gagnrýni

MI-GU á Iceland Airwaves: Einfalt en áhrifaríkt

Trommuleikarinn og söngkonan Yuko Araki og gítarleikarinn Hirotaka Shimmy Shimizu skipa MI-GU, en þau eru bæði meðlimir í japönsku sveitinni Cornelius. Yuko er frábær trommari og einkar sjarmerandi söngkona. Þó að tónlist MI-GU sé einföld virkaði hún mjög vel. Gítarriff Shimmys voru flott og trommuleikur Yukoar fyllti vel út í.- tj

Gagnrýni

Beach House á Iceland Airwaves: Dáleiðandi flutningur

Dúettinn Beach House var tríó á sviði Hafnarhússins á fimmtudagskvöld. Hljómsveitin byrjaði á lögum af einni af plötum ársins 2008, hinni stórkostlegu Devotion, og dáleiddi áhorfendur, sem voru ennþá sveittir eftir stórkostlega tónleika Retro Stefson. Beach House flutti eldra efni í bland við nýtt og gerði það nánast óaðfinnanlega.

Gagnrýni

Púður óskast

Góður mannskapur nær ekki að bjarga losaralegu handritinu. Borgríki er því töluverð vonbrigði. Myndin er þó laus við töffarastælana og rembinginn sem einkenndi íslenskar spennumyndir allt of lengi, og því ber að hrósa.

Gagnrýni

Hjaltalín á Iceland Airwaves: Lágt flug

Hljómsveitin Hjaltalín sló í gegn með fyrstu breiðskífu sinni, Sleepdrunk Seasons, sem kom út árið 2007 og þótti þá á meðal efnilegustu sveita landsins. Sveitin steig á svið í Hafnarhúsinu í gær og lék þá eitthvað af nýju efni í bland við nokkur gömul og góð.

Gagnrýni

Dikta á Iceland Airwaves: Stemningsleysi

Þrátt fyrir að Dikta sé þekkt sem ein besta tónleikasveit landsins átti hún í mestu vandræðum með að ná upp stemningu í Norðurljósasalnum. Kannski var sveitin þreytt eftir tónleikaferð sína um Þýskaland. Ekki hjálpaði samt til að helmingur tónleikagestanna sat á miðju gólfinu nánast allan tímann á meðan hinn helmingurinn stóð allt í kring. Aðeins nokkrar hræður stóðu uppi við sviðið og langmesta lífið var í þeim.

Gagnrýni

Blaz Roca á Iceland Airwaves: Blaz í góðu formi

Blaz Roca mætti upp á svið grimmur á svip, til í slaginn, og byrjaði á Gaslaginu ásamt Bent og Lúlla úr XXX Rottweiler. Sviðið á Gauknum minnti á köflum á fjölfarna ferðamannamistöð þegar hver rapparinn á fætur öðrum hoppaði upp á svið og niður aftur, eða Friðrik Dór, Henrik Biering, Dabbi T og Sesar A, auk Rottweiler-tvíeykisins. Blaz Roca var vitaskuld miðpunkturinn og reyndi ítrekað að fá salinn með sér, með því að spyrja hvort þessi eða hinn væri í húsinu.

Gagnrýni

Náttfari á Iceland Airwaves: Spikfeitt síðrokk

Síðrokksveitin Náttfari lét nokkuð til sín taka fyrir um áratug en lagðist svo í dvala. Sveitin var endurvakin fyrir nokkrum misserum og hefur nú lokið við gerð fyrstu breiðskífu sinnar sem fáanleg er á Bandcamp og kemur á geisladiski á næstu dögum.

Gagnrýni

Amaba Dama á Iceland Airwaves: Gleðin skein úr hverju andliti

Amaba Dama er reggísveit sem rapparinn Gnúsi Yones leiðir, en hún hefur vakið athygli undanfarið fyrir reggíútgáfu af Bjartmars-smellinum Týnda kynslóðin. Þetta er fjölmenn sveit sem er að hluta til skipuð sömu meðlimum og Ojba Rasta, a.m.k. á þessum tónleikum á Airwaves.

Gagnrýni

Ourlives á Iceland Airwaves: Flottur söngvari

Það verður seint sagt að Ourlives hafi náð upp brjálaðri stemningu í Silfurbergssalnum. Maður ímyndar sér einhvern veginn að bæði hljómsveitin og aðdáendur hennar sé vanari sveittari stemningu á öldurhúsum bæjarins.

Gagnrýni

Ojba Rasta á Iceland Airwaves: Sveit sem er að springa út

Velgengni Hjálma virðast hafa hrundið af stað íslenskri reggíbylgju. Á miðvikudagskvöldið sveif reggíandinn yfir vötnum á aðalsviði Faktorý. Ojba Rasta er búin að vera starfandi í tvö ár og er núna orðin mjög þétt og flott. Sveitin spilar reggí með áhrifum frá evrópskri þjóðlagatónlist.

Gagnrýni

Allt gengur upp hjá Lay Low

Lay Low toppar sig á frábærri plötu. Lögin eru góð, útsetningarnar ferskar og hugmyndaríkar og hljómurinn er hlýr og gamaldags, en platan er tekin upp á segulband.

Gagnrýni