Ljúf og heimilisleg afurð Kjartan Guðmundsson skrifar 15. janúar 2012 08:00 Eldar. Fjarlæg nálægð. Eldar. Fjarlæg nálægð. Keflvíkingarnir Valdimar Guðmundsson, sá afbragðsflinki og blæbrigðaríki söngvari, og Björgvin Ívar Guðmundsson, úr gæðasveitinni Lifun og fleiri böndum, kynntu dúettinn Elda og þessa fínu plötu sem hliðarverkefni samhliða öðrum störfum fyrir jólin, sem sýnir sig kannski helst í því að hvorki er verið að finna upp hjólið né reyna of mikið á þolgæði þess. Stúdíóseta félaganna (ásamt góðu aðstoðarfólki, meðal annarra söngkvennanna Fríðu Dísar og Védísar Hervarar sem eiga frábæra spretti í röddum) á Siglufirði hefur skilað ljúfri og heimilislegri afurð, þar sem þjóðlagakennd kassagítarrólegheit eru í fyrirrúmi og yfir fáu sem engu er að kvarta varðandi allan flutning. Nokkur laganna eru gullfalleg (t.d. Ófæri vegur og Dropi í hafi) þar sem söngurinn ræður ríkjum, meðan fáar aðrar (Saga og Elskaðu mig) ná tæplega blindflugi, virðast líða vegna hugmyndaskorts og draga plötuna örlítið niður. Heilt yfir leyna textarnir, fullir af sársauka, á sér og verða betri við hverja hlustun. Sem sagt: Ljúf og falleg rólyndisplata frá miklu hæfileikafólki. -kg Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Eldar. Fjarlæg nálægð. Keflvíkingarnir Valdimar Guðmundsson, sá afbragðsflinki og blæbrigðaríki söngvari, og Björgvin Ívar Guðmundsson, úr gæðasveitinni Lifun og fleiri böndum, kynntu dúettinn Elda og þessa fínu plötu sem hliðarverkefni samhliða öðrum störfum fyrir jólin, sem sýnir sig kannski helst í því að hvorki er verið að finna upp hjólið né reyna of mikið á þolgæði þess. Stúdíóseta félaganna (ásamt góðu aðstoðarfólki, meðal annarra söngkvennanna Fríðu Dísar og Védísar Hervarar sem eiga frábæra spretti í röddum) á Siglufirði hefur skilað ljúfri og heimilislegri afurð, þar sem þjóðlagakennd kassagítarrólegheit eru í fyrirrúmi og yfir fáu sem engu er að kvarta varðandi allan flutning. Nokkur laganna eru gullfalleg (t.d. Ófæri vegur og Dropi í hafi) þar sem söngurinn ræður ríkjum, meðan fáar aðrar (Saga og Elskaðu mig) ná tæplega blindflugi, virðast líða vegna hugmyndaskorts og draga plötuna örlítið niður. Heilt yfir leyna textarnir, fullir af sársauka, á sér og verða betri við hverja hlustun. Sem sagt: Ljúf og falleg rólyndisplata frá miklu hæfileikafólki. -kg
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira